Ragna í New York

25. maí 2007

Ferðasaga fyrsti hluti

Hvar á ég að byrja? Ætla að reyna að skrifa upp það sem ég er búin að gera síðan síðast. Ragna kom í gær til að vera í fimm daga með okkur Ragnhildi. Hún kom í fyrstu morgunvélinni sem flugleiðir fljúga til New York City og fékk því frítt kampavín og hvítvín. Í morgun vorum við svo á leiðinni niður í bæ þegar ég tók eftir emaili um að ég ætti að vera mætt upp í skóla eftir hálftíma. Ætla því að hitta þær stúlkur niðri í bæ seinna í dag. Núna sit ég í ráðgjafaherberginu - enginn mættur og því hef ég tíma til að blogga.

Ragnhildur kom daginn eftir Eurovision og kosningarnar. Ég hafði kíkt í smápartí hjá Rabba og yfirgaf staðinn þegar hápunktinum var náð.
Ég beið eftir Ragnhildi í hátt í þrjá tíma - henni tókst að koma sér af flugvellinum með supershuttle (geri aðrir betur) en hún hafði víst verið langsíðust í gegn og ekki fundið allan farangurinn sinn strax. En það reddaðist.
Á mánudeginum byrjuðum við á að kíkja aðeins upp á skrifstofu - ég átti fund og Ragnhildur þurfti að klára heimaprófið sitt (í tölfræði hahahaha). Eftir það kíktum við í B&H photos sem er ljósmyndavörubúð sem gyðingar eiga. Mjög skemmtilegt að koma í hana og sjá alla slöngulokkagyðingana. Við keyptum okkur báðar myndavélar þ.a. nú er ég komin með fína canon powershot myndavél og verð vonandi dugleg að taka myndir. Kíktum svo í bíó á spiderman og ég fór næstum að gráta við endinn :(
Á þriðjudag röltum við um campus, fullt af útskriftum í gangi og á einum tímapunkti á meðan verið var að setja upp blóm og fínerí fyrir aðallútskriftina þá var blastað diskótónlist um new york borg. Við erum að tala um blastað sko...
Tókum svo lestina til Siggu seinna um daginn og var Ragnhildur dugleg að skrifa upp heimaprófið sitt í lestinni. Við vorum komnar um fimmleytið til Delaware. Þar fórum við beint á hafnaboltaleik til að horfa á Stefán spila. Hans staða er fyrsta höfn - þar sem iðulega eru settir bestu grípararnir. Held hann hafi þetta frá mér sko...
Lögðum svo í'ann á miðvikudagsmorguninn. Fengum nýþrifinn bíl, fylltan af bensíni og með ez-pass (til að borga tollana á kostnað systur minnar) ásamt Trudy, sem hjálpaði okkur mikið í ferðinni. Ágætt að hafa svona sinn eiginn leiðsögumann svo maður villist aldrei á ókunnugum slóðum. Við byrjuðum á stoppi í Princeton og fengum okkur hádegismat með Völlu og Geir. Svo skildi Geir við okkur en við stelpurnar gerðum tilraun til að fara á hádegistónleika í kapellunni á campus. Sú tilraun reyndist stutt - við flúðum þegar allir fóru að biðja. Fórum bara og skoðuðum hvar Hermione býr og fórum svo og fengum okkur ís. Lögðum svo af stað til Cape Cod rúmlega hálftvö og vorum komnar klukkan átta með smástoppi. Sáum margt á leiðinni eins og svín í búri á pallbíl og frábært landslag ásamt bílum af öllum stærðum og gerðum.
Það gekk vel að finna gistiheimilið og leit það bara mjög vel út. Við fengum krúttlegt herbergi með smásjávarsýn. Við vorum mjög svangar og ætluðum að fara út og finna okkur stað til að borða kvöldmat. Vorum á ferðinni rétt rúmlega níu og komumst að því að í sveitinni loka flestallir staðir kl. 9. Ein konan sagði okkur samt að það væri einn staður sem framreiddi mat dáldið seint (tökum það fram að maður getur fengið kvöldmat allan sólarhringinn í NYC) að lokum (eða sko dáldið mikið seinna) fundum við staðinn og var þá nánast fullt út úr dyrum - við ekki þau einu sem vildum borða seint :)
Daginn eftir ætluðum við að reyna að finna hjól til að leigja en svona eiginlega hættum við því það var hreinlega kalt úti. Ég sem hafði bara komið með sumarfötin mín og rétt gripið gallajakkann minn með en enga peysu og bara einar buxur - annars bara pils. Skítakuldi úti og mikið rok þegar við fyrst kíktum á ströndina. Við ákváðum samt að keyra upp í fingurnar á Cape Cod. Þeir sem ekki vita þá er Cape cod svona eins og 90° handleggur sem liggur út frá Massachussetts (búkurinn). Við fórum sem sagt alveg efst upp í puttana í bæ sem heitir Provincetown. Á leiðinni sáum við fullt af skemmtilegum gistiheimilum, mótelum, litlum sumarhúsum sem hægt er að leigja, allt niður í litla kofa. Verð e-n tíma að prófa að leigja svoleiðis og þá yfir hásumarið. Provincetown er skemmtilegur lítill bær. Þar er hægt að fara í hvalaskoðunarferðir og hjólreiðaferðir og svo er fullt af litlum skemmtilegum búðum. Við enduðum á að labba bara um og kíkja í búðir sem var bara skemmtilegt. Fengum okkur að sjálfsögðu New England Clam Chowder súpu í hádegismat sem reyndist mjög góð. Við fundum æðislega skemmtilega búð með fullt af flottum fötum frá Bali. Eigandinn reyndist búa á Bali hálft árið og hálft árið í Cape Cod. Kíktum aldeilis frábæra spila/púsl búð og keyptum okkur flugdreka og knock, knock brandarabók (passið ykkur nú). Fórum í draslbúð sem reyndist stærri en okkur grunaði. Þar fékkst allt milli himins og jarðar meira að segja samúræjasverð og gulir sjóstakkar ásamt flugvélapostulíni. Ég keypti mér stórflottan kjól í þessari búð - alveg æðislega flottur. Ég er að pæla að fara í honum í næsta brúðkaup sem mér verður boðið í (wink wink). Svo kíktum við í fudge búð þar sem ruglaður strákur fór algjörlega með okkur. Ég veit ekki ennþá hvort hann að vara að leika sér að vera svona skrítinn eða hvort hann virkilega var svona skrítinn... Á þessu tímabili vorum við Ragnhildur farnar að pæla í öllum regnbogafánunum sem voru við hverja einustu búð. Vorum komnar á þá skoðun að hérna hlytu þeir bara að tákna frið en ekki merki samkynhneigðra. Röltum svo inn í antíkbúð (flottur lampi á 1500 dollara takk fyrir) þar voru fyrir tveir karlmenn ásamt sölumanninum, held það hafi ekki farið á milli mála að við Ragnhildur vöktum enga athygli þeirra. Eftir þetta röltum við til baka í bílinn og eftir að hafa orðið vitni af kjaftasögu um eina "druslu" bæjarins sem hafði víst verið að dúlla sér með syni eins viðstaddra þá keyrðum við aðeins um bæinn. Komum að fallegu hringtorgi með útsýni yfir allt Cape Cod nánast. Þá tökum við eftir tveimur stúlkum, klæddum í hvítt - ein í kjól önnur í buxum. Hjá þeim var aðeins eldri kona með bók og stóð hún á milli þeirra. Svo var eitt par af foreldrum á fullu að taka myndir. Okkar kenning var sem sagt brúðkaup! Við ákváðum að googla þenna bæ þegar við komum til baka (internet á gistiheimilinu snilld!!!). Komumst að því að þessi bær er mjög vinsæll hjá samkynhneigðum og svo var Massachusetts að sjálfsögðu fyrsta fylkið til að leyfa hjónaband samkynhneigðra... við vorum sem sagt ekki alveg ruglaðar. Eftir að við komum til baka þá fórum við með flugdrekann okkar út á strönd og þar sem það var mikill vindur (og kalt) þá gekk bara ágætlega að koma honum á loft. Mjög gaman - hef ekki flogið flugdreka í langan tíma. Kíktum svo á suðurströnd Cape Cod um kvöldið - eftir mikið basl við að finna stað til að borða á (Trudy var ekki alveg með nýjustu upplýsingar) þá fundum við stað sem heitir Rooney's þar sem hægt var að fá steik og alles á um 9 dollara. Og steikin var bara mjög góð. Um kvöldið versnaði svo veðrið (hvernig var það hægt?) og ákváðum við Ragnhildur að prófa að athuga hvort Stebbi væri ekki til í að taka á móti okkur til Íþöku.
Það gekk eftir og daginn eftir þegar við kíktum á veðurspána þá átti að koma stormur yfir New England en Íþaka og upstate New York átti að sleppa. Við stukkum því upp í bílinn og lögðum af stað í sjö tíma keyrslu til Íþöku á föstudeginum. Það var hellirigning og rok þegar við lögðum af stað en eftir nokkurra tíma keyrslu, þegar við vorum komnar þrjá fjórðu af Massachusetts þá hætti rigningin og sólskinið tók við. Það var rosalega gaman að keyra þetta, tökum það fram að við Ragnhildur erum ábyggilega búin að hlusta amk tvisvar sinnum á hvern hinna 12 geisladiska sem við tókum með í ferðina. Æðislegt landslag þarna uppi í sveitinni og eftir að við fórum útaf hraðbrautunum þá byrjuðum við að keyra í gegnum litla bæi og upp og niður hæðir og brekkur. Sáum sveitabýli og kýr og hesta osfrv. Við meira að segja fórum í gegnum bæ sem var með skóla við veginn sem minnti mig á Simpsons og næsta búð hét meira að segja Kwikmart eða eitthvað álíka... Við komum um fimm leytið til Íþöku og þar sem Stebbi var aðeins upptekinn við að fara yfir próf þá hittum við Soumik vin minn sem útskrifaðist héðan frá Columbia fyrir ári síðan. Hann er postdoc hjá stærðfræðideildinni í Cornell og fór hann með okkur í skoðunarferð um campusinn. Við fengum að sjá þetta helsta ásamt því að kíkja á byggingu stærðfræði/tölfræði deildarinnar. Kom mér á óvart hversu rúmgóð hún er. Löbbuðum svo að litlu vatni með fullt af fossum, alveg frábært að geta labbað í svona fimm mínútur út af campus og vera komin út í náttúruna (og engir bílar að flauta og svona). Við hittum svo Stebba við klukkuturninn og gengum í áttina að bílnum. Vorum reyndar aðeins trufluð af stelpu sem var að klára prófin sín (ábyggilega að útskrifast) og var hún komin dáldið vel í glas. Henni leist sem sagt betur á okkur heldur en vinkonur sínar og vildi helst fara með okkur. Kíktum svo á sólina setjast við annað vatn þarna nálægt og var það alveg æðislega fallegt (myndir úr allri ferðinni koma síðar). Fengum svo kvöldmat með Soumik og Stebba, kíktum svo aðeins á íbúðina hans Soumik og fórum svo til Stebba, vorum sofnaðar svona tveimur tímum eftir að við komum til Stebba enda uppgefnar eftir langan dag.
Daginn eftir vöknuðum við snemma löbbuðum um campus og kíktum á bygginguna þar sem Stebbi er með skrifstofu. Hún er mjög flott og enduðum við á að kíkja í morgunmat í collegetown og rölta aðeins meira um verkfræðisvæðið áður en við lögðum af stað til baka um eitt leytið.

Restin kemur síðar - nú er ég búin með ráðgjöfina í dag og ætla að koma mér niður í bæ til Rögnu og Ragnhildar til að passa að þær fari ekki offari í verslunarleiðangrinum.

Þann 26 maí, 2007 13:45, sagði Blogger Unknown...

Þetta hefur greinilega allt saman verið mjög skemmtilegt. Ég er spennt að sjá kjólinn. ;)

 
Þann 26 maí, 2007 19:43, sagði Anonymous Nafnlaus...

vá! þvílíkt ævintýri :D hlakka til þegar myndirnar koma :)

 
Þann 26 maí, 2007 23:37, sagði Blogger Unknown...

Já, ég hlakka líka til að sjá myndirnar! Þetta hefur aldeilis verið viðburðaríkt ferðalag!

 
Þann 27 maí, 2007 21:05, sagði Anonymous Nafnlaus...

frábær ferðasaga :) þetta hefur greinilega verið mjög skemmtileg ferð :) hlakka mikið til að sjá myndirnar og ég tala nú ekki um kjólinn..... ooohhh veistu ég fæ alveg fiðring í maga við að lesa þetta mig langar svoooo að koma aftur út til þín :)

Ég á líka að skila kveðju til þín frá allri familýunni :) erum næstum öll núna stödd hjá Elsu systir fyrir norða í svokallaðri vinnuferð.... taka Saltvíkina í gegn :)

Knús og kossar
sjáumst vonandi eitthvað í sumar :)

Kveðja Hanna

 
Þann 03 júní, 2007 17:32, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hæjó :) var svona að pæla er ekki vinkona þín komin heim ? Hvernig á ég að hafa samband við hana ?

bara svona pæling.. :D

-Heiðrún

 
Þann 03 júní, 2007 21:39, sagði Blogger Ragna...

Heiða: ég lét hana fá einhver símanúmer hjá ykkur fjölskyldunni. Held hún hringi. Ef þú vilt númerið hjá henni sendu mér email - vil ekki gefa öllum heiminum númerið hennar ;)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)