Kláraði prófin á þriðjudagskvöldið!!!
Veit varla hvað ég á af mér að gera núna. Fór aðeins út með liðinu um kvöldið eftir prófið - það var fínt svona smá spennufall. Í gær lá ég og horfði á DVD myndir þar til mér datt í hug að hringja í Guðrúnu. Hún var á leiðinni út með Vilja svo ég fór í smá göngutúr með þeim um hverfið. Við fundum meira að segja nokkra páfugla sem eiga heima hjá
kirkjunni við endann á götunni minni (Cathedral Church of Saint John the Divine). Voða skemmtilegt að geta labbað svona um alveg áhyggjulaus. Endaði svo í kvöldmat með Petr og Libor.
Í dag kíkti ég aðeins upp í skóla - hafði fengið tvö auka heimaverkefni sem ég þurfti að fara yfir. Annað hafði ég hreinlega gleymt að fara yfir, fékk það nefnilega í tölvupósti og bara gleymdi því. Hinu var skilað inn með lokaprófinu. Það var nákvæmlega eins og lausnirnar mínar, sem ég gaf út á netinu á sunnudaginn var. Það sem ég er að pæla er hvað er fólk að hugsa? Ég hef ekki einu sinni ímyndunarafl í að láta mér detta svona í hug. Halda nemendur virkilega að maður sé heimskur eða hvað og þetta er mastersnemi og allt!!
Eftir þetta fór ég niður á 72 stræti og verslaði alveg heilan helling, sumarjakka, buxur, síðan bol, sandala. Byrjaði reyndar á Barnes & Nobles og keypti mér tvær bækur, Engla og djöfla eftir Dan Brown og Date Me Baby, One More Time eftir Stephanie Rowe. Þessi síðarnefnda byrjar bara alveg mjög vel - er mjög skemmtileg. Fór nefnilega á svona diner fékk gluggasæti - fékk mér að borða og las bókina. Leið bara voða vel - hugsa að ég reyni að gera meira af þessu - fara um borgina og finna góða staði til að lesa á. Eftir þetta þá labbaði ég fram á bíó og skellti mér inn. Hafði reyndar enga hugmynd um hvað myndin var en hún var bara ágæt, Stick it up heitir hún og fjallar um fimleikastelpur og fleira.
Á morgun er ég svo á leiðinni niður á ræðisskrifstofu til að reyna í annað sinn að kjósa, sjö-níu-þrettán. Ætla að kíkja á Petu í leiðinni og svona. Læt heyra í mér - það er amk ekki námið sem heldur aftur af blogginu mínu núna.
oh... er það ekki góði staðurinn sem ég fór á líka... mig langar :)
Sólin skín annars hér líka. Og flott hjá þér með sólarvörnina en eitthvað segir mér að þú eigir eftir að gleyma smá hluta og brenna á hægri olnboganum eða eitthvað.
Svo með hina færsluna, skildi ég rétt: Harold keypti sjálfsala og hann er í gangi heima hjá þeim? Eða ferðu alltaf í Bridge félagið til að fá þér gos?
júmm sami staður - engin rigning
bridsið er að flytja í nýtt húsnæði og á sjálfsalinn að vera þar, þangað til verður hann í bílskúrnum hérna hjá systur minni
og NB ég er ekkert brunnin
hins vegar er grillveisla hér á eftir og er ég að pæla að kíkja í sólbað út í garð svo hver veit hver niðurstaðan verður eftir daginn