Ragna í New York

28. maí 2006

sextíuogsex

Horfðum á restina af einhverjum þætti á Discovery áðan. Þátturinn fjallaði um dauða seli á Sable Island undan ströndum Nova Scotia í Kanada. Einn hlutinn var mynd af fiskimönnum um borð í báti, það fyrsta ég og systir mín tókum eftir voru pollabuxur eins mannsins. 66°N

Annars fórum ég og Sigga með krökkunum í grillveislu hérna neðar í götunni. Veðrið lék við okkur 30 stiga hiti og krakkarnir busluðu í lítilli plastsundlaug, renndu sér niður vatnsrennibraut og hoppuðu í hoppkastala. Annars er memorial day á mánudaginn og það er eins og allir hafi flúið Delaware. Við kíktum í Costco (þar sem ég gerði að sjálfsögðu kjarakaup) og aldrei þessu vant var ekkert mál að keyra til baka, enginn umferðarhnútur. Svo fórum við á uppáhaldsveitingastaðinn Siggu og Harolds, La Tolteca og þar var nánast autt sem er stórfurðulegt.

Á morgun á líklegast að kíkja á ströndina og já Ragnhildur ég hef munað að bera á mig sólarvörn alveg síðan ég brann mig í New York. Enda hef ég ekki brunnið síðan :P

Þann 29 maí, 2006 13:54, sagði Anonymous Nafnlaus...

oh... er það ekki góði staðurinn sem ég fór á líka... mig langar :)
Sólin skín annars hér líka. Og flott hjá þér með sólarvörnina en eitthvað segir mér að þú eigir eftir að gleyma smá hluta og brenna á hægri olnboganum eða eitthvað.

Svo með hina færsluna, skildi ég rétt: Harold keypti sjálfsala og hann er í gangi heima hjá þeim? Eða ferðu alltaf í Bridge félagið til að fá þér gos?

 
Þann 29 maí, 2006 16:28, sagði Blogger Ragna...

júmm sami staður - engin rigning

bridsið er að flytja í nýtt húsnæði og á sjálfsalinn að vera þar, þangað til verður hann í bílskúrnum hérna hjá systur minni

og NB ég er ekkert brunnin
hins vegar er grillveisla hér á eftir og er ég að pæla að kíkja í sólbað út í garð svo hver veit hver niðurstaðan verður eftir daginn

 
Viltu tjá þig?

27. maí 2006

Í dýragarðinum

Fór í dýragarðinn í Fíladelfíu í dag. Sáum kengúrur, slöngur, ljón, fjallaljón, jagúar, fíla, flóðhesta, nashyrninga, apa, páfugla, skjaldbökur, kanínur, ísbirni ofl.

Í gær fór ég svo í Ikea í Fíladelfíu. Keypti ýmislegt flott í íbúðina - alveg tvo kassa af dóti - alltaf að skipuleggja mig sko ;)

Annars missti Stefán tönn númer tvö í gær og skandallinn var sá að tannálfurinn kom ekki í nótt til að taka hana. Kannski ástæðan sé sú að Stefán svaf inni hjá systur sinni í nótt og tannálfurinn hefur bara ekki fundið tönnina.

Ég fæ alltaf ískalt gos hjá systur minni núna. Reyndar þarf ég alltaf að finna tvo 25 centa peninga til að setja í sjálfsalann en það er ekkert mál. Harold keypti nefnilega sjálfsala til að selja gos og nammi handa brids-spilurunum í nýja húsnæðinu sem brids félagið í Delaware er að flytja í.
En ískalt er gosið ;)

26. maí 2006

Nýtt að frétta

Er núna hjá systur minni í Wilmington. Mætti á útskrift hjá Stefáni Helga í forskólanum í gær. Voða flott allt saman ;) Fór á mánudaginn og náði mér í loftkælingu til að setja í gluggann þannig að það verður líft í herberginu hjá mér í sumar. Fékk einnig gefins prentara og nokkur vínglös. Annars keypti ég nokkra boli í H&M í gær - alltaf gaman að versla í H&M.

Er komin með nýjan meðleiganda fyrir sumarið, Christine - líst bara ágætlega á hana en það kemur allt í ljós.
Skólinn byrjar svo 1. júní en það verður áhugavert að eyða sumrinu í stórborginni.

Þann 26 maí, 2006 16:11, sagði Anonymous Nafnlaus...

Flott ad heyra, rosalega er madur samt ordin gamall, mer finnst ad fraendi tinn aetti ennta ad vera triggja.

 
Þann 26 maí, 2006 20:22, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju með loftkælinguna! Ég hugsa með hryllingi til hitans sem var í september. :/

 
Þann 26 maí, 2006 21:08, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju með þetta alltsaman! Hvað varð annars um Mehu?kv.Guðbjört

 
Þann 26 maí, 2006 22:15, sagði Blogger Ragna...

Ég gleymdi nátla að segja að Meha verður í Kína í sumar. Hún kemur aftur í lok ágúst þannig að ég mun bara búa með Christine tímabundið.

 
Viltu tjá þig?

17. maí 2006

Frisbee

Fór í frisbee í Central Park í dag með Petr, Libor og Tim. Það var bara hressandi - ég er brunnin á nefi og enni. Annars er Central Park alveg frábær staður - við vorum á stað þar sem eru 9 hafnaboltavellir!
Annars fór ég út fyrr í dag til að kaupa frisbee diskinn. Það ætlaði ekki að þverfóta fyrir fólki hérna úti á götunum. Enda var útskrift hjá Columbia í dag og svona einn fimmti af mannskapnum var í svona útskriftardressi. Mér líst nú ekki alveg á blikuna því Columbia liturinn er svona ljós blár - ekkert voða smekklegt. Fann samt frisbee disk - hann var reyndar bleik-fjólublár með mynd af öskubusku, mjallhvíti og þyrnirós (sem er fyndið ef þú hefur lesið síðuna hennar Kristínar Ástu vinkonu minnar nýlega).
En já æðislegur dagur í dag sem er frábært miðað við að síðustu daga hefur rignt alveg rosalega mikið svo að plön mín að fara í garða til að lesa hafa ekki alveg gengið upp.

Eurosvision á morgun og laugardaginn. Ég ætla að reyna að fylgjast með á netinu. Ætli mín verði svo ekki bara með Eurovision partý á heimilinu á laugardaginn. Þurfti að gera eitthvað fyrst maður kemst ekki í Eurovision partí heima ;)

Þann 18 maí, 2006 12:07, sagði Anonymous Nafnlaus...

Þú verður að reyna að horfa á Eurovision í kvöld, það gæti verið eina kvöldið okkar í keppninni í ár. Vonandi ekki samt. Silvía er síðust í röðinni svo að hún stígur varla á svið fyrr en um hálf níu.

Já...skemmtilegur frispídiskur. ;)

 
Þann 18 maí, 2006 14:42, sagði Anonymous Nafnlaus...

Já Eurovision er nauðsynlegt, ég fann loksins stöð í sjónvarpinu sem sýnir Eurovision þar sem Þjóðverjar og Austurríkismenn neita að sýna undankeppnina. Austurríkismenn eru yfirhöfuð ekki með í keppninni og þjóðverjar með rétt á að vera alltaf með í aðalkeppninni svo engin stöð vildi sýna undankeppnina, allavega voða sátt núna að geta fylgst með þessu. Annars frispídyskurinn heyrist vera mjög sniðugur og til hamingju með að vera búin með fyrsta árið þarna úti annars bara bið ég að heilsa fjölskyldunni og bara öllum, Lára Innsbruck

 
Þann 18 maí, 2006 14:46, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hvenaer aetlardu ad laera ad setja a tig solavorn... alls stadar! ;)

 
Þann 18 maí, 2006 20:08, sagði Blogger Ragna...

Sko maður byrjar um leið og maður brennir sig í fyrsta sinn sko ;)

 
Þann 25 maí, 2006 13:36, sagði Anonymous Nafnlaus...

Haha, ég gleymdi náttúrlega að vara þig við sólinni í Central Park. Þegar ég eyddi heilum degi þar á hjóli gerði ég það án allrar sólarvarnar og hlaut fyrir vikið 2. stigs bruna á nebbaling. Ber ég þess enn merki...

 
Þann 26 maí, 2006 10:38, sagði Blogger Ragna...

Update um brunann: Húðin á enninu búin að flagna af - lítur hálfilla út eins og þú sért með einhverja grímu sem er hálfdottin af hmmm......hef samt borið á mig sólarvörn á hverjum morgni síðan þetta gerðist.

 
Viltu tjá þig?

12. maí 2006

Þreytt

Atkvæði mitt til borgarstjórnakosninganna í lok mánaðarins liggur nú í töskunni minni. Voða gaman að fá að stimpla atkvæðið sitt ;)

Kíkti í smörgasbröd með Petu frænku. Fór svo að ráðum Albínu og kíkti á MoMA (Museum of Modern Art). Fékk ókeypis inn þar sem ég er nemi við Columbia (stundum er gott að vera í svona fínum skóla). Ég labbaði um safnið, byrjaði að fara út í bakgarðinn sem var mjög fínt í góða veðrinu. Fékk svo hljóðleiðsögn og rölti um hæðirnar 5. Sá að sjálfsögðu öll frægustu verkin, Starry Night eftir Van Gough, allar Picasso myndirnar, Campell dósirnar hans Andy Warhols og margt fleira. Það sem heillaði mig annars voru allar Kandinsky myndirnar (mér finnst hann svo flottur) og svo Jackson Pollock. Ég hafði aldrei séð neitt eftir Jackson Pollock áður (amk ekki svo ég muni) og varð ég mjög hrifin. Hann málar svona slettu myndir (veit nú ekki hvort ég megi kalla það svoleiðis) en hljóðleiðsögnin lýsti alveg hvernig hann fór að þessu og á meðan ég hlustaði á lýsingarnar og horfði á myndirnar þá gat ég vel ímyndað mér málarann að verki. Svo var ekki verra að þeir höfðu smá djass tónlist með sem þeir sögðu að hafi verið uppáhald málarans og hann hefði ábyggilega málað við þá tónlist. Maður sá hreinlega sveiflurnar í málverkinu ;)
Annars var ég á hæðinni þar sem yngri listamennirnir eru þegar ég sé litla fjölskyldu - með 3 frekar lítil börn og eitt þeirra mikið að kvarta. Ég hugsa náttúrulega með mér hverjum dettur í hug að fara með svona lítil börn á svona safn (þau voru þau einu með lítil börn). Ég labba um og allt í einu heyri ég hátt og snjallt "... í kerruna..." ég lít við - að sjálfsögðu var þetta fjölskyldan og að sjálfsögðu voru þau Íslendingar, hvað annað! Ég gat ekki annað en brosað með mér og svo heilsað upp á þau þar sem ég stóð við hliðina á þeim á þeirri stundu.

Labbaði svo að Central Park. Stoppaði fyrst (til að lesa) þarna alveg neðst þar sem maður hefur "fræga" útsýnið yfir skýjakljúfana ásamt trjánum. Hélt svo áfram uppeftir og stoppaði næst niðri við vatnið (þar sem maður getur leigt sér báta) og fékk mér íspinna og hélt svo áfram að lesa. Voða gaman að ráfa svona um garðinn og ekki vita nákvæmlega hvar þú ert - bara að þú ert nokkurn veginn að fara í rétta átt. Ég stefndi að sjálfsögðu í norðvestur og endaði með að labba út á 81. stræti vestan megin við garðinn. Ég hafði sko alls ekki áttað mig á því að ég væri kominn svo langt upp. Settist svo aftur í smágarð við American Museum of Natural History og las meira. Ég er sko komin vel á leið með bókina mína eftir þennan dag.

Nú eru fæturnir mínir dálítið þreyttir eftir allt labbið í safninu og garðinum í dag. Næst þarf ég að skoða Central Park betur ofan megin frá. Það er víst voða skemmtilegur blómagarður efst austan megin.

Þann 12 maí, 2006 19:32, sagði Anonymous Nafnlaus...

Vá, hvað er gaman hjá þér! Það var gerð mynd um Pollock þar sem Ed Harris lék Pollock sjálfan. Man ekki hvort það var eitthvað var í hana en þar sást allavega hvernig hann málaði myndirnar.

 
Þann 13 maí, 2006 16:44, sagði Anonymous Nafnlaus...

Það sem þú þarft að gera er að fara í vatnið sem er nyrst í garðinum; fá lánað bambusprik með snæri og öngli auk maísbauna sem fást í húsi norðan megin við vatnið. Svo er næsta skref að halda til veiða og ef til vill ganga hringinn í kringum vatnið og veiða. Þetta gerði ég þegar ég heimsótti Central Park en veiddi ekki Jack, enda eru maísbaunir ekki uppáhald fiskann í vatninu. Gefðu endilega skýrslu ef þú prófar þetta :)

Ps. sunnan megin við garðinn er hægt að leigja hjól og eyddi ég einmitt einum degi í Central Park á hjóli - algjör snilld!

Ciao, gleðilegt sumar!

 
Þann 14 maí, 2006 17:55, sagði Blogger Ragna...

Hver veit nema ég fari eftir ráðleggingum þínum Baldvin - einhvern tíma ;) Ég reyni ábyggilega að draga einhvern með mér í hjólatúr síðar meir - annars er held ég málið að draga strákana í tölfræðinni út í frisbee - það þarf svolítið að draga þá sko...

 
Þann 15 maí, 2006 09:42, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju með próflokin! :D

 
Þann 15 maí, 2006 09:43, sagði Anonymous Nafnlaus...

úbbs nafnið kom ekki... en ég heiti bjarnheiður... :P

 
Þann 15 maí, 2006 11:43, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju med ad vera buin i profum. Tad er alveg aedislegt ad geta slappad bara af og gert nakvaemlega tad sem ad madur vill og ekkert annad.

Haldtu afram ad njota NY

 
Viltu tjá þig?

11. maí 2006

1 ár búið?

Kláraði prófin á þriðjudagskvöldið!!!

Veit varla hvað ég á af mér að gera núna. Fór aðeins út með liðinu um kvöldið eftir prófið - það var fínt svona smá spennufall. Í gær lá ég og horfði á DVD myndir þar til mér datt í hug að hringja í Guðrúnu. Hún var á leiðinni út með Vilja svo ég fór í smá göngutúr með þeim um hverfið. Við fundum meira að segja nokkra páfugla sem eiga heima hjá kirkjunni við endann á götunni minni (Cathedral Church of Saint John the Divine). Voða skemmtilegt að geta labbað svona um alveg áhyggjulaus. Endaði svo í kvöldmat með Petr og Libor.

Í dag kíkti ég aðeins upp í skóla - hafði fengið tvö auka heimaverkefni sem ég þurfti að fara yfir. Annað hafði ég hreinlega gleymt að fara yfir, fékk það nefnilega í tölvupósti og bara gleymdi því. Hinu var skilað inn með lokaprófinu. Það var nákvæmlega eins og lausnirnar mínar, sem ég gaf út á netinu á sunnudaginn var. Það sem ég er að pæla er hvað er fólk að hugsa? Ég hef ekki einu sinni ímyndunarafl í að láta mér detta svona í hug. Halda nemendur virkilega að maður sé heimskur eða hvað og þetta er mastersnemi og allt!!

Eftir þetta fór ég niður á 72 stræti og verslaði alveg heilan helling, sumarjakka, buxur, síðan bol, sandala. Byrjaði reyndar á Barnes & Nobles og keypti mér tvær bækur, Engla og djöfla eftir Dan Brown og Date Me Baby, One More Time eftir Stephanie Rowe. Þessi síðarnefnda byrjar bara alveg mjög vel - er mjög skemmtileg. Fór nefnilega á svona diner fékk gluggasæti - fékk mér að borða og las bókina. Leið bara voða vel - hugsa að ég reyni að gera meira af þessu - fara um borgina og finna góða staði til að lesa á. Eftir þetta þá labbaði ég fram á bíó og skellti mér inn. Hafði reyndar enga hugmynd um hvað myndin var en hún var bara ágæt, Stick it up heitir hún og fjallar um fimleikastelpur og fleira.

Á morgun er ég svo á leiðinni niður á ræðisskrifstofu til að reyna í annað sinn að kjósa, sjö-níu-þrettán. Ætla að kíkja á Petu í leiðinni og svona. Læt heyra í mér - það er amk ekki námið sem heldur aftur af blogginu mínu núna.

Þann 12 maí, 2006 04:51, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju með að vera búin með prófin :) Bara ljúft líf hjá þér. Og okkur Jóni Þór fannst báðum Englar og Djöflar vera mjög góð bók svo þú átt alveg von á góðu þegar hin bókin er búin :)

 
Þann 12 maí, 2006 06:45, sagði Blogger Albína...

Til hamingju, ég vildi að ég ætti ekki eftir að skrifa 100000000000000 ritgerðir og gæti bara haft það gott. Ég mæli með að þú gerir þér ferð á MoMa, það er ókeypis í dag milli 4 og 8 held ég og það er alveg æðislegt safn.

 
Þann 12 maí, 2006 11:50, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju með að vera búin í prófum, annars bið ég bara að heilsa, Lára Innsbruck

 
Þann 12 maí, 2006 13:33, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hæ, hæ

Ég mæli með Englum og djöflum. Hún er betri en DaVincy lykillinn að mínu mati.

Kveðja; Kristín Ásta

 
Þann 12 maí, 2006 18:00, sagði Blogger Ragna...

Takk fyrir skilaboðin - alltaf gaman að sjá að fólk er á lífi ;)
Albína: kíkti einmitt á MoMA í dag - meira að segja búin að blogga um það ;)

 
Viltu tjá þig?

7. maí 2006

Kúlubúinn

Sá David Blaine í fiskabúrinu sínu í gær. Ótrúlega mikið af fólki þarna til að sjá hann. Alveg hreint fáránlegt. Náttúrulega fáránlegt að ég hafi farið að horfa líka en mér til afsökunar þá átti ég erindi á 66. stræti og Lincoln Center þar sem gjörningurinn fer fram, er nákvæmlega þar sem maður kemur upp úr subwaynum. Ég tók samt eftir að hann er með tattoo á bakinu ;)

Annars bíð ég spennt eftir þriðjudeginum - þá verð ég loksins búin í prófunum.

4. maí 2006

Góðverk dagsins?

Labbaði fram á meðvitundarlausan róna í dag.
Hann lá á gangstéttinni fyrir framan húsið við hliðina og var eiginlega ekki hægt að labba framhjá honum án þess að klofa yfir hann.
Eftir smáumhugsun hringdi ég í 911. Ég sá hann ekki hníga niður og það eru margir sem labba þarna um - hvað ætli margir hafi gengið framhjá án þess að gera neitt?

Spurning samt hvort honum hafi fundist ég hafa gert góðverk - en það var náttúrulega ekki hægt að láta hann bara liggja í götunni.

Við símtalið fór síminn minn í "emergency" mode - eftir símtalið sko. Ég er enn að pæla hvað það allt saman var.

Samt merkilegt hvað maður allt í einu fer að tala við nágranna sína - fólk sem á venjulegum degi labbar framhjá hvort öðru...

Þann 05 maí, 2006 05:08, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ragna ég myndi segja að þetta hafi verið rétt hjá þér. Þú hefðir ekki verið sátt við þig ef þú hefðir ekki gert þetta. Bestu kveðjur

 
Þann 05 maí, 2006 09:42, sagði Anonymous Nafnlaus...

alveg hjartanlega sammála síðasta ræðumanni

 
Þann 07 maí, 2006 09:00, sagði Blogger Valla...

Já þetta var virkilega fallega gert hjá þér :) Þú mátt vera ánægð með sjálfa þig því að þetta hefðu ekki allir gert, jafnvel þeir sem telja sig "besta fólk".

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)