Frisbee
Fór í frisbee í Central Park í dag með Petr, Libor og Tim. Það var bara hressandi - ég er brunnin á nefi og enni. Annars er Central Park alveg frábær staður - við vorum á stað þar sem eru 9 hafnaboltavellir!
Annars fór ég út fyrr í dag til að kaupa frisbee diskinn. Það ætlaði ekki að þverfóta fyrir fólki hérna úti á götunum. Enda var útskrift hjá Columbia í dag og svona einn fimmti af mannskapnum var í svona útskriftardressi. Mér líst nú ekki alveg á blikuna því Columbia liturinn er svona ljós blár - ekkert voða smekklegt. Fann samt frisbee disk - hann var reyndar bleik-fjólublár með mynd af öskubusku, mjallhvíti og þyrnirós (sem er fyndið ef þú hefur lesið síðuna hennar Kristínar Ástu vinkonu minnar nýlega).
En já æðislegur dagur í dag sem er frábært miðað við að síðustu daga hefur rignt alveg rosalega mikið svo að plön mín að fara í garða til að lesa hafa ekki alveg gengið upp.
Eurosvision á morgun og laugardaginn. Ég ætla að reyna að fylgjast með á netinu. Ætli mín verði svo ekki bara með Eurovision partý á heimilinu á laugardaginn. Þurfti að gera eitthvað fyrst maður kemst ekki í Eurovision partí heima ;)
Þú verður að reyna að horfa á Eurovision í kvöld, það gæti verið eina kvöldið okkar í keppninni í ár. Vonandi ekki samt. Silvía er síðust í röðinni svo að hún stígur varla á svið fyrr en um hálf níu.
Já...skemmtilegur frispídiskur. ;)
Já Eurovision er nauðsynlegt, ég fann loksins stöð í sjónvarpinu sem sýnir Eurovision þar sem Þjóðverjar og Austurríkismenn neita að sýna undankeppnina. Austurríkismenn eru yfirhöfuð ekki með í keppninni og þjóðverjar með rétt á að vera alltaf með í aðalkeppninni svo engin stöð vildi sýna undankeppnina, allavega voða sátt núna að geta fylgst með þessu. Annars frispídyskurinn heyrist vera mjög sniðugur og til hamingju með að vera búin með fyrsta árið þarna úti annars bara bið ég að heilsa fjölskyldunni og bara öllum, Lára Innsbruck
Hvenaer aetlardu ad laera ad setja a tig solavorn... alls stadar! ;)
Sko maður byrjar um leið og maður brennir sig í fyrsta sinn sko ;)
Haha, ég gleymdi náttúrlega að vara þig við sólinni í Central Park. Þegar ég eyddi heilum degi þar á hjóli gerði ég það án allrar sólarvarnar og hlaut fyrir vikið 2. stigs bruna á nebbaling. Ber ég þess enn merki...
Update um brunann: Húðin á enninu búin að flagna af - lítur hálfilla út eins og þú sért með einhverja grímu sem er hálfdottin af hmmm......hef samt borið á mig sólarvörn á hverjum morgni síðan þetta gerðist.