Ragna í New York

11. maí 2006

1 ár búið?

Kláraði prófin á þriðjudagskvöldið!!!

Veit varla hvað ég á af mér að gera núna. Fór aðeins út með liðinu um kvöldið eftir prófið - það var fínt svona smá spennufall. Í gær lá ég og horfði á DVD myndir þar til mér datt í hug að hringja í Guðrúnu. Hún var á leiðinni út með Vilja svo ég fór í smá göngutúr með þeim um hverfið. Við fundum meira að segja nokkra páfugla sem eiga heima hjá kirkjunni við endann á götunni minni (Cathedral Church of Saint John the Divine). Voða skemmtilegt að geta labbað svona um alveg áhyggjulaus. Endaði svo í kvöldmat með Petr og Libor.

Í dag kíkti ég aðeins upp í skóla - hafði fengið tvö auka heimaverkefni sem ég þurfti að fara yfir. Annað hafði ég hreinlega gleymt að fara yfir, fékk það nefnilega í tölvupósti og bara gleymdi því. Hinu var skilað inn með lokaprófinu. Það var nákvæmlega eins og lausnirnar mínar, sem ég gaf út á netinu á sunnudaginn var. Það sem ég er að pæla er hvað er fólk að hugsa? Ég hef ekki einu sinni ímyndunarafl í að láta mér detta svona í hug. Halda nemendur virkilega að maður sé heimskur eða hvað og þetta er mastersnemi og allt!!

Eftir þetta fór ég niður á 72 stræti og verslaði alveg heilan helling, sumarjakka, buxur, síðan bol, sandala. Byrjaði reyndar á Barnes & Nobles og keypti mér tvær bækur, Engla og djöfla eftir Dan Brown og Date Me Baby, One More Time eftir Stephanie Rowe. Þessi síðarnefnda byrjar bara alveg mjög vel - er mjög skemmtileg. Fór nefnilega á svona diner fékk gluggasæti - fékk mér að borða og las bókina. Leið bara voða vel - hugsa að ég reyni að gera meira af þessu - fara um borgina og finna góða staði til að lesa á. Eftir þetta þá labbaði ég fram á bíó og skellti mér inn. Hafði reyndar enga hugmynd um hvað myndin var en hún var bara ágæt, Stick it up heitir hún og fjallar um fimleikastelpur og fleira.

Á morgun er ég svo á leiðinni niður á ræðisskrifstofu til að reyna í annað sinn að kjósa, sjö-níu-þrettán. Ætla að kíkja á Petu í leiðinni og svona. Læt heyra í mér - það er amk ekki námið sem heldur aftur af blogginu mínu núna.

Þann 12 maí, 2006 04:51, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju með að vera búin með prófin :) Bara ljúft líf hjá þér. Og okkur Jóni Þór fannst báðum Englar og Djöflar vera mjög góð bók svo þú átt alveg von á góðu þegar hin bókin er búin :)

 
Þann 12 maí, 2006 06:45, sagði Blogger Albína...

Til hamingju, ég vildi að ég ætti ekki eftir að skrifa 100000000000000 ritgerðir og gæti bara haft það gott. Ég mæli með að þú gerir þér ferð á MoMa, það er ókeypis í dag milli 4 og 8 held ég og það er alveg æðislegt safn.

 
Þann 12 maí, 2006 11:50, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju með að vera búin í prófum, annars bið ég bara að heilsa, Lára Innsbruck

 
Þann 12 maí, 2006 13:33, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hæ, hæ

Ég mæli með Englum og djöflum. Hún er betri en DaVincy lykillinn að mínu mati.

Kveðja; Kristín Ásta

 
Þann 12 maí, 2006 18:00, sagði Blogger Ragna...

Takk fyrir skilaboðin - alltaf gaman að sjá að fólk er á lífi ;)
Albína: kíkti einmitt á MoMA í dag - meira að segja búin að blogga um það ;)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)