Góðverk dagsins?
Labbaði fram á meðvitundarlausan róna í dag.
Hann lá á gangstéttinni fyrir framan húsið við hliðina og var eiginlega ekki hægt að labba framhjá honum án þess að klofa yfir hann.
Eftir smáumhugsun hringdi ég í 911. Ég sá hann ekki hníga niður og það eru margir sem labba þarna um - hvað ætli margir hafi gengið framhjá án þess að gera neitt?
Spurning samt hvort honum hafi fundist ég hafa gert góðverk - en það var náttúrulega ekki hægt að láta hann bara liggja í götunni.
Við símtalið fór síminn minn í "emergency" mode - eftir símtalið sko. Ég er enn að pæla hvað það allt saman var.
Samt merkilegt hvað maður allt í einu fer að tala við nágranna sína - fólk sem á venjulegum degi labbar framhjá hvort öðru...
Ragna ég myndi segja að þetta hafi verið rétt hjá þér. Þú hefðir ekki verið sátt við þig ef þú hefðir ekki gert þetta. Bestu kveðjur
alveg hjartanlega sammála síðasta ræðumanni
Já þetta var virkilega fallega gert hjá þér :) Þú mátt vera ánægð með sjálfa þig því að þetta hefðu ekki allir gert, jafnvel þeir sem telja sig "besta fólk".