Í dýragarðinum
Fór í dýragarðinn í Fíladelfíu í dag. Sáum kengúrur, slöngur, ljón, fjallaljón, jagúar, fíla, flóðhesta, nashyrninga, apa, páfugla, skjaldbökur, kanínur, ísbirni ofl.
Í gær fór ég svo í Ikea í Fíladelfíu. Keypti ýmislegt flott í íbúðina - alveg tvo kassa af dóti - alltaf að skipuleggja mig sko ;)
Annars missti Stefán tönn númer tvö í gær og skandallinn var sá að tannálfurinn kom ekki í nótt til að taka hana. Kannski ástæðan sé sú að Stefán svaf inni hjá systur sinni í nótt og tannálfurinn hefur bara ekki fundið tönnina.
Ég fæ alltaf ískalt gos hjá systur minni núna. Reyndar þarf ég alltaf að finna tvo 25 centa peninga til að setja í sjálfsalann en það er ekkert mál. Harold keypti nefnilega sjálfsala til að selja gos og nammi handa brids-spilurunum í nýja húsnæðinu sem brids félagið í Delaware er að flytja í.
En ískalt er gosið ;)