Ragna í New York

27. maí 2006

Í dýragarðinum

Fór í dýragarðinn í Fíladelfíu í dag. Sáum kengúrur, slöngur, ljón, fjallaljón, jagúar, fíla, flóðhesta, nashyrninga, apa, páfugla, skjaldbökur, kanínur, ísbirni ofl.

Í gær fór ég svo í Ikea í Fíladelfíu. Keypti ýmislegt flott í íbúðina - alveg tvo kassa af dóti - alltaf að skipuleggja mig sko ;)

Annars missti Stefán tönn númer tvö í gær og skandallinn var sá að tannálfurinn kom ekki í nótt til að taka hana. Kannski ástæðan sé sú að Stefán svaf inni hjá systur sinni í nótt og tannálfurinn hefur bara ekki fundið tönnina.

Ég fæ alltaf ískalt gos hjá systur minni núna. Reyndar þarf ég alltaf að finna tvo 25 centa peninga til að setja í sjálfsalann en það er ekkert mál. Harold keypti nefnilega sjálfsala til að selja gos og nammi handa brids-spilurunum í nýja húsnæðinu sem brids félagið í Delaware er að flytja í.
En ískalt er gosið ;)

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)