sextíuogsex
Horfðum á restina af einhverjum þætti á Discovery áðan. Þátturinn fjallaði um dauða seli á Sable Island undan ströndum Nova Scotia í Kanada. Einn hlutinn var mynd af fiskimönnum um borð í báti, það fyrsta ég og systir mín tókum eftir voru pollabuxur eins mannsins. 66°N
Annars fórum ég og Sigga með krökkunum í grillveislu hérna neðar í götunni. Veðrið lék við okkur 30 stiga hiti og krakkarnir busluðu í lítilli plastsundlaug, renndu sér niður vatnsrennibraut og hoppuðu í hoppkastala. Annars er memorial day á mánudaginn og það er eins og allir hafi flúið Delaware. Við kíktum í Costco (þar sem ég gerði að sjálfsögðu kjarakaup) og aldrei þessu vant var ekkert mál að keyra til baka, enginn umferðarhnútur. Svo fórum við á uppáhaldsveitingastaðinn Siggu og Harolds, La Tolteca og þar var nánast autt sem er stórfurðulegt.
Á morgun á líklegast að kíkja á ströndina og já Ragnhildur ég hef munað að bera á mig sólarvörn alveg síðan ég brann mig í New York. Enda hef ég ekki brunnið síðan :P
oh... er það ekki góði staðurinn sem ég fór á líka... mig langar :)
Sólin skín annars hér líka. Og flott hjá þér með sólarvörnina en eitthvað segir mér að þú eigir eftir að gleyma smá hluta og brenna á hægri olnboganum eða eitthvað.
Svo með hina færsluna, skildi ég rétt: Harold keypti sjálfsala og hann er í gangi heima hjá þeim? Eða ferðu alltaf í Bridge félagið til að fá þér gos?
júmm sami staður - engin rigning
bridsið er að flytja í nýtt húsnæði og á sjálfsalinn að vera þar, þangað til verður hann í bílskúrnum hérna hjá systur minni
og NB ég er ekkert brunnin
hins vegar er grillveisla hér á eftir og er ég að pæla að kíkja í sólbað út í garð svo hver veit hver niðurstaðan verður eftir daginn