Kúlubúinn
Sá David Blaine í fiskabúrinu sínu í gær. Ótrúlega mikið af fólki þarna til að sjá hann. Alveg hreint fáránlegt. Náttúrulega fáránlegt að ég hafi farið að horfa líka en mér til afsökunar þá átti ég erindi á 66. stræti og Lincoln Center þar sem gjörningurinn fer fram, er nákvæmlega þar sem maður kemur upp úr subwaynum. Ég tók samt eftir að hann er með tattoo á bakinu ;)
Annars bíð ég spennt eftir þriðjudeginum - þá verð ég loksins búin í prófunum.