Þreytt
Atkvæði mitt til borgarstjórnakosninganna í lok mánaðarins liggur nú í töskunni minni. Voða gaman að fá að stimpla atkvæðið sitt ;)
Kíkti í smörgasbröd með Petu frænku. Fór svo að ráðum Albínu og kíkti á MoMA (Museum of Modern Art). Fékk ókeypis inn þar sem ég er nemi við Columbia (stundum er gott að vera í svona fínum skóla). Ég labbaði um safnið, byrjaði að fara út í bakgarðinn sem var mjög fínt í góða veðrinu. Fékk svo hljóðleiðsögn og rölti um hæðirnar 5. Sá að sjálfsögðu öll frægustu verkin, Starry Night eftir Van Gough, allar Picasso myndirnar, Campell dósirnar hans Andy Warhols og margt fleira. Það sem heillaði mig annars voru allar Kandinsky myndirnar (mér finnst hann svo flottur) og svo Jackson Pollock. Ég hafði aldrei séð neitt eftir Jackson Pollock áður (amk ekki svo ég muni) og varð ég mjög hrifin. Hann málar svona slettu myndir (veit nú ekki hvort ég megi kalla það svoleiðis) en hljóðleiðsögnin lýsti alveg hvernig hann fór að þessu og á meðan ég hlustaði á lýsingarnar og horfði á myndirnar þá gat ég vel ímyndað mér málarann að verki. Svo var ekki verra að þeir höfðu smá djass tónlist með sem þeir sögðu að hafi verið uppáhald málarans og hann hefði ábyggilega málað við þá tónlist. Maður sá hreinlega sveiflurnar í málverkinu ;)
Annars var ég á hæðinni þar sem yngri listamennirnir eru þegar ég sé litla fjölskyldu - með 3 frekar lítil börn og eitt þeirra mikið að kvarta. Ég hugsa náttúrulega með mér hverjum dettur í hug að fara með svona lítil börn á svona safn (þau voru þau einu með lítil börn). Ég labba um og allt í einu heyri ég hátt og snjallt "... í kerruna..." ég lít við - að sjálfsögðu var þetta fjölskyldan og að sjálfsögðu voru þau Íslendingar, hvað annað! Ég gat ekki annað en brosað með mér og svo heilsað upp á þau þar sem ég stóð við hliðina á þeim á þeirri stundu.
Labbaði svo að Central Park. Stoppaði fyrst (til að lesa) þarna alveg neðst þar sem maður hefur "fræga" útsýnið yfir skýjakljúfana ásamt trjánum. Hélt svo áfram uppeftir og stoppaði næst niðri við vatnið (þar sem maður getur leigt sér báta) og fékk mér íspinna og hélt svo áfram að lesa. Voða gaman að ráfa svona um garðinn og ekki vita nákvæmlega hvar þú ert - bara að þú ert nokkurn veginn að fara í rétta átt. Ég stefndi að sjálfsögðu í norðvestur og endaði með að labba út á 81. stræti vestan megin við garðinn. Ég hafði sko alls ekki áttað mig á því að ég væri kominn svo langt upp. Settist svo aftur í smágarð við American Museum of Natural History og las meira. Ég er sko komin vel á leið með bókina mína eftir þennan dag.
Nú eru fæturnir mínir dálítið þreyttir eftir allt labbið í safninu og garðinum í dag. Næst þarf ég að skoða Central Park betur ofan megin frá. Það er víst voða skemmtilegur blómagarður efst austan megin.
Vá, hvað er gaman hjá þér! Það var gerð mynd um Pollock þar sem Ed Harris lék Pollock sjálfan. Man ekki hvort það var eitthvað var í hana en þar sást allavega hvernig hann málaði myndirnar.
Það sem þú þarft að gera er að fara í vatnið sem er nyrst í garðinum; fá lánað bambusprik með snæri og öngli auk maísbauna sem fást í húsi norðan megin við vatnið. Svo er næsta skref að halda til veiða og ef til vill ganga hringinn í kringum vatnið og veiða. Þetta gerði ég þegar ég heimsótti Central Park en veiddi ekki Jack, enda eru maísbaunir ekki uppáhald fiskann í vatninu. Gefðu endilega skýrslu ef þú prófar þetta :)
Ps. sunnan megin við garðinn er hægt að leigja hjól og eyddi ég einmitt einum degi í Central Park á hjóli - algjör snilld!
Ciao, gleðilegt sumar!
Hver veit nema ég fari eftir ráðleggingum þínum Baldvin - einhvern tíma ;) Ég reyni ábyggilega að draga einhvern með mér í hjólatúr síðar meir - annars er held ég málið að draga strákana í tölfræðinni út í frisbee - það þarf svolítið að draga þá sko...
Til hamingju með próflokin! :D
úbbs nafnið kom ekki... en ég heiti bjarnheiður... :P
Til hamingju med ad vera buin i profum. Tad er alveg aedislegt ad geta slappad bara af og gert nakvaemlega tad sem ad madur vill og ekkert annad.
Haldtu afram ad njota NY