Ragna í New York

30. október 2005

Kynlegir kvistir

Fullt af undarlegu fólki hér í borg í nótt. Ákvað að ég hálffélli inn í hópinn í minni íslensku lopapeysu. Ótrúlegt samt hvað fólk leggur mikið í búningana. Ætti nú samt að vera meira á mánudagsnóttina þegar hrekkjarvakan gengur í garð fyrir alvöru.

Þann 08 nóvember, 2005 04:18, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju með afmælið Ragnheiður!!

 
Þann 08 nóvember, 2005 04:44, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju með daginn!

 
Þann 08 nóvember, 2005 12:27, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju með afmælið skvís:) vonandi áttu góðan dag

kv.Ragna
ps. gleymdi aðeins tímamuninum þegar ég sendi sms-ið í morgun:)

 
Þann 09 nóvember, 2005 16:00, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til lukku með gærdaginn!

 
Þann 09 nóvember, 2005 18:33, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju með afmælið í gær! Var haldið svaka partý?

 
Þann 11 nóvember, 2005 15:13, sagði Blogger Ragna...

Takk fyrir hamingjuóskirnar - nei það var ekki haldið svakapartí en það verður í kvöld ;)

 
Viltu tjá þig?

28. október 2005

Vetur

Ég sá lítinn svartan, mjög sætan, púðluhund í gær. Hann var klæddur í gula dúnúlpu. Held þetta sé það sætasta sem ég hef séð lengi.

Annars átti Meha afmæli í gær, svo það var smá partý hérna í gærkvöldi. Stórgaman ;)

22. október 2005

Rúm!!!

Í tilefni þess að nýju húsgögnin mín komu í gær og ég eyddi deginum í að negla og skrúfa þá setti ég inn myndir á myndasíðuna mína. Þetta eru tvö albúm - það fyrra frá því ég kom hingað fyrst og þegar Helga og Siggi voru hérna og hið síðara er með myndum frá því í gær þegar ég ákvað að taka myndagöngutúr þar sem ég var í svo góðu skapi eftir að vera komin með alvöru rúm. Hér er líka mynd af herberginu mínu - tek fleiri myndir þegar ég er búin að laga almennilega til í því.

Þann 24 október, 2005 10:30, sagði Blogger Katrín...

Hæbbs!

Til hamingju með ný húsgögn! ;o) Þú virðist plumma þig vel þarna úti.

Knús - Katrín

 
Þann 24 október, 2005 13:26, sagði Anonymous Nafnlaus...

Þetta er bara mjög huggulegt hjá þér.
Kveðja; Kristín Ásta.

 
Þann 25 október, 2005 15:48, sagði Anonymous Nafnlaus...

flott teppi ;)

 
Þann 26 október, 2005 13:33, sagði Blogger Ragna...

takk takk Ikea og Álafoss original ;)

Meha, meðleigjandinn kom með þá hugmynd að ég tæki mynd af herberginu og sendi Ikea til að athuga hvort ég fengi eitthvað frá þeim ;)

 
Þann 27 október, 2005 07:12, sagði Anonymous Nafnlaus...

þá verðurðu að taka teppið í burtu því að það er ekki frá IKEA!

 
Þann 27 október, 2005 18:53, sagði Anonymous Nafnlaus...

hæhó! svara bara spurningunni þinni hér: jújú það er inngangur að hagnýttri stærðfræði, fastakennarinn er violeta calian og nýi kennarinn heitir sverrir þorvaldsson... þorði ekki að nota msn-ið því það kom einhver tilkynning um að þú þyrftir að borga öll skilaboð sem ég mundi senda!

 
Þann 28 október, 2005 10:41, sagði Blogger Ragna...

OK. Það er amk ágætt að þetta sé komið í lag hjá ykkur núna. Í sambandi við msn-ið þá setti ég upp svona mobile account einmitt til að geta tekið á móti sms-um. Ég á alveg inni þó nokkur sms á mánuði svo það er ekki eins og ég sé að borga eitthvað aukalega fyrir þetta. Svo get ég líka alltaf tekið þetta af, þannig að endilega sendu mér sms í gegnum msn-ið ef þig langar.

 
Viltu tjá þig?

19. október 2005

Stærðfræði

Vildi fyrst minnast á að ég kom myndinni frá því á færslunni á undan inn svo þið getið skoðað hana.

Tvö heimaverkefni fóru frá mér í dag - á að skila einu stóru á sunnudaginn, úff.
Af síðustu 28 klst er ég búin að vera 18 uppi í skóla - ætli það segi eitthvað? Það er samt skemmtilegt andrúmsloft þarna, þannig að það er í lagi.

Prófessor Ying, sem kennir mér hagnýta tölfræði kom með skondið komment í tíma í dag:
"I like mathematics because when you're good at it you can avoid it."


Þetta er alveg dæmigert fyrir það sem dettur út úr honum. Hver veit nema maður skelli fleiri skemmtilegum kommentum inn við tækifæri ;)

17. október 2005

Danskeppni?

Viðburðarrík helgi liðin.
Skrapp í heimsókn til Petu frænku og Diddu systur hennar sem er í heimsókn frá Íslandi. Eyddi heillöngum tíma hjá þeim og fékk æðislega góðan marokkóskan mat.
Hafði labbað til þeirra frá lestarstöðinni í þessari hellidembu en þegar ég fór heim aftur um miðnætti þá var rigningin búin og hefur ekki sést síðan. Jei.

Vaknaði snemma á laugardeginum og fór í IKEA með Margréti og Albínu. Maður tekur ókeypis IKEA-rútu frá umferðarmiðstöðinni og var það ekkert mál. Keypti alveg heilmikið og bíð nú bara eftir að fá rúmið mitt og skrifborðið á föstudaginn. Jibbý. Sem betur fer hjálpaði Margrét mér að halda á dótinu heim, en ég næ því ekki ennþá hvernig Albína komst heim með sitt dót. Mmmm, fékk líka sænskar kjötbollur.
Um kvöldið var mér boðið í mat til Magnúsar og Guðrúnar. Þar voru líka Helga og Freyr (sonur Hermanns Þórissonar) en Freyr var líka að byrja í Columbia í haust. Komst að því að við erum saman í einum tíma. Hmm, frekar neyðarlegt að fatta það svona.

Í gær fór ég svo í boð til eins ungs prófessors við deildina. Hann hafði boðið öllum fyrsta árs nemum ásamt ungum prófessorum við deildina. Columbia leigir einn af turnunum hans Donalds Trump við 68 stræti handa starfsfólki sínu og á þessi prófessor heima þar. Þetta var hin mesta skemmtun og var gestgjafinn duglegur við að skemmta okkur. Meðal annars fórum við í dans- og trommuleik. Í dansleiknum hefur þú tvö stjórnteppi á gólfinu og svo á maður að stíga á teppið eins og tölvan segir. Trommuleikurinn er eins nema í staðinn fyrir að dansa þá ertu með tölvutengda trommu og kjuða og slærð eins og lífið liggi við. Þetta var bara ótrúlega skemmtilegt, held að þetta væri góð hugmynd fyrir skemmtikvöld ;)
Prófessorinn sagði okkur reyndar að hann væri mjög óvinsæll hjá þeim sem eiga heima fyrir neðan, en það væri allt í lagi, það væri hvort sem er alltaf bara öryggisverðirnir sem kæmu til að kvarta undan látum svo nágrannarnir vita hvort sem er ekki hver hann er:)

Á leiðinni heim þá tókum við mynd af hópnum (sem var samferða til baka) og er myndin hérna á eftir af okkur á fyrsta árinu. Það vantar reyndar fimm manns á myndina þar á meðal þær þrjár stelpur sem ég tala mest við. Á myndinni eru 1 Íslendingur, 1 Kani, 1 Grikki, 2 Tékkar, 2 Kínverjar og 1 frá Taívan. Þið megið geta hver er hvaðan ;)



Það er ekki alveg að virka núna að setja myndina inn - set hana inn við tækifæri. RHH
UPDATE!! Vei kom myndinni loksins inn á blogger ;)

Þann 18 október, 2005 08:41, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hæ hæ.
Ég átti alltaf eftir að spyrja að nafninu á íranska veitingastaðnum fyrir þig en dreif í því núna um helgina. Hann heitir "Perse polis" (veit ekki hvort sé rétt skrifað hjá mér) og er á 2nd Avenue vestanmegin á milli 73 og 75

 
Þann 18 október, 2005 12:59, sagði Anonymous Nafnlaus...

hvað er þetta, ertu að spyrja alla um veitingastaði?

 
Þann 19 október, 2005 17:45, sagði Blogger Ragna...

Neibb, en þegar einhver tilkynnir manni að hann viti um góðan veitingastað í New York þá að sjálfsögðu spyr ég hvar hann var. :D :D

 
Viltu tjá þig?

13. október 2005

Rainy

Það rignir svo mikið hérna að meira að segja hinir heimilislausu eru komnir með regnhlífar.

Þann 13 október, 2005 22:56, sagði Blogger Valla...

Ragnheiður! Ég trúi því ekki að þú sért búin að smitast af hinum ameríska aumingjaskap! Þetta er ekkert svona slæmt! Vertu Íslendingur! ;) Já og varðandi Six Flags þá er það bara opið út október :(

 
Þann 13 október, 2005 23:03, sagði Blogger Ragna...

Enginn aumingjaskapur hér ;) það er ekki eins og maður hangi inni allan daginn og bíði eftir að það stytti upp. Maður veður eld og brennistein til að komast í tima ;)
Leitt með Six Flags - við gætum nú samt alveg kíkt helgina áður ;)

 
Þann 14 október, 2005 11:58, sagði Anonymous Nafnlaus...

Góða skemmtun ef þið farið, og Valla, þú verður að passa hana Ragnheiði vel svo að hún verði ekki hrædd í Parísarhjólinu!

 
Viltu tjá þig?

12. október 2005

Tékkar

Eins og flestir vita þá borga Kanarnir ennþá slatta mikið með tékkum. Ég hef nú alveg komist hjá því að mestu með því að nota debetkortið mitt. En um daginn þá þurfti ég að borga leiguna og mér var ekki gefinn neinn annar kostur en að borga með tékka. Allt í lagi með það. Núna í dag var ég að skoða heimabankann minn og þar var tékkafærslan komin inn. Það var síðan hægt að smella á link þar sem maður sá innskannaðan tékkann sem maður hafði gefið út. Alveg sama hversu gamaldags þetta tékkakerfi er þá eru þeir nú dálítið tæknilegir ;)

Þann 12 október, 2005 11:08, sagði Anonymous Nafnlaus...

já já, tæknilegir :) Að hafa sérstaka manneskju til að skanna inn þessa tékka. Hefði haldið að það væri auðveldara að gera þetta bara rafrænt í byrjun

 
Viltu tjá þig?

11. október 2005

Starbucks

Er á Starbucks núna - rétt við campus. Skólanetið nær hingað inn - mjög gott.

Fór til sjúkraþjálfarans í morgun, valdi mér herbergi með útsýni (ég var búin að minnast að þetta er á 15 hæð). Þegar ég var búin og þurfti að skipta um föt aftur þá var einhver kall á þakinu á næsta húsi við hliðina. Hann var að sópa þakið eða eitthvað. Ég ætlaði að bíða með að skipta um föt þar til hann færi (vildi sko ekki missa flotta útsýnið) en hvað haldið þið að hann hafi gert. Hann stoppaði, sá mig greinilega, og stillti sér upp og starði. Hvað er að fólki? Ég amk rúllaði niður öllum gardínum og skipti um í myrkrinu. Pahhhh.

Fór í fyrsta miðannarprófið mitt hér í gær. Já, tölum ekkert meira um það.

Stefnan er sett á IKEA um næstu helgi, þið megið alveg ítreka það við mig að fara ;) Þarf smá hvatningu hér.

Annars líður mér mjög vel hérna í stórborginni. Fattaði einmitt um daginn að ég lít ekki lengur á hverfið mitt sem framandi stað heldur sem hverfið mitt ;)

Þann 11 október, 2005 17:35, sagði Anonymous Nafnlaus...

Farðu til IKEA! Þú hefur gott af því og illu er best af lokið. Eða, það verður gaman þegar þú ert komin á staðinn.

Vertu svo bara glöð að þú tókst eftir karlinum áður en þú skiptir um föt

 
Þann 12 október, 2005 06:53, sagði Anonymous Nafnlaus...

Vildi bara láta þig vita að það var snjór á götunum þegar ég vaknaði í morgun.

 
Þann 12 október, 2005 06:53, sagði Anonymous Nafnlaus...

Vildi bara láta þig vita að það var snjór á götunum þegar ég vaknaði í morgun.

 
Þann 12 október, 2005 09:17, sagði Blogger Ragna...

Úff það rignir eins og hellt sé úr fötu núna. Eins gott að ég er með regnhlíf.

 
Viltu tjá þig?

6. október 2005

Vikan

Smá yfirlit yfir vikuna:

Þriðjudagur: vaknaði kl. 7 til að mæta til sjúkraþjálfara kl. 8.30. Fékk hringingu kl. 7.45 um að sjúkraþjálfarinn kæmist ekki í tímann og ég þyrfti að mæta aftur kl. 7 morguninn eftir. Restin af deginum fór í það að örvænta yfir því að þurfa að vakna kl. 6 daginn eftir. Kenndi reyndar líka dæmatíma en það er annað mál. Já og fékk pakkann minn.

Miðvikudagur: vaknaði kl. 6 til að mæta til sjúkraþjálfara kl. 7. Sjúkraþjálfarinn er á 15 hæð í húsi við Broadway og 68. Við skulum taka það fram að ég sá sólarupprásina þegar ég var inni hjá honum. Hann spurði mig ítarlega út í meiðslin og skoðaði hnéð. Síðan lét hann mig labba fram og til baka mörgum sinnum. Hann sagði nefnilega að ég gengi eitthvað vitlaust og þar sem hann sá ekki alveg strax hvað það var sem ég gerði þá þurfti ég að labba þar til það var komið. Loks nuddaði hann svæðið í kringum hnéð svo allsvakalega að það var alveg hrikalega vont. Heimaverkefni frá honum næstu vikuna eru 4 æfingar þrisvar á dag í þrjú holl í hvert skipti með 25 æfingum hvert. Jahá.
Við það að fara út svona snemma kynntist ég annarri hlið á New York borg. Amk. hverfinu í kringum mig. Voru nefnilega mjög fáir á kreiki - þetta er eins og allt önnur gata.
Þegar ég kom heim úr skólanum þá var ég svo dugleg að koma upp gluggatjöldunum mínum. Við erum að tala um það að ég reyndi að skrúfa í vegginn festingarnar en það var ekki séns að mér tækist það. Við eigum einfaldlega ekki neitt nógu hátt til að standa upp á meðan maður skrúfar og lofthæðin er mjög mikil hérna í íbúðinni. En haldið þið ekki að mér hafi tekist að redda þessu. Festi einfaldlega festingarnar upp á vegginn með frönskum rennilás. Snilld!!
Seinna um kvöldið fór ég niður í East Village að hitta Albínu ásamt tveimur vinkonum hennar. Við fórum út að borða í tilefni afmælis hennar. Fórum á franskan veitingastað á 8th St. og e-s staðar við 2 eða 3 Av (er hreinlega ekki viss) og var maturinn alveg frábær. Á þessum stað er live jazz undirleikur á hverju kvöldi sem var mjög ánægjulegt. Þeir spiluðu meira að segja afmælissönginn (reyndar á meðan Albína of Fura voru úti í hraðbanka, haha).
Mér tókst að komast heim á 15-20mín í Subway. Ætlaði varla að trúa því hversu stuttan tíma þetta tók. Þegar heim kom þá var bara stórfögnuður í gangi, þ.e.a.s. lítið matarboð sem varð stærra en það átti að vera. Fór því ekki að sofa fyrr en um 2.30 eftir að við Meha höfðum talað við vini hennar fram eftir nóttu.

Í dag: Vaknaði frekar seint, kom 5 mín of seint í tíma, mætti 30 mín of seint á hádegisfund (gat reyndar ekki mætt fyrr vegna áðurnefnds tíma), mætti 1 mín of seint í viðtalstímann minn (skipti ekki máli þar sem enginn mætti hvort sem er). Fór heim og komst að því að prentarinn sem Harold sendi mér virkar ekki fyrir apple. Great.

3. október 2005

UPS-Fedex allt sama ruglið

Er orðin dauðþreytt á þessum heimsendingum. Þeir standa nær aldrei við tímasetninguna sem þeir segjast ætla að koma. Í dag fór ég sérstaklega heim kl. 4 til að vera komin um fimmleytið til að taka við pakka. Þeir höfðu þá þegar komið og farið. Ég hringi strax til að athuga hvort pakkinn væri ekki ennþá nálægt og ég gæti fengið hann strax.

Í fyrsta lagi fékk ég sjálfvirka vél sem ég þurfti að tala við. Engir möguleikarnir áttu við og eftir mikinn darraðadans þar sem ég var búin að gefa upp nýjan tíma þá gafst ég upp. Hafði ætlað að reyna að fá að tala við alvöru manneskju en það var aldrei gefinn upp sá möguleiki. Ég var orðin svo pirruð að ég sagði við vélina: "Go to hell!" og ætlaði svo að leggja á. Þá kom allt í einu ný skilaboð um að ég þyrfti bara að bíða andartak eftir þjónustufulltrúa.

Við skulum orða það þannig að tveimur klst síðar og 5 símtölum (í mig og í UPS) þá fékk ég þau skilaboð: "Ef ég hefði vitað af þessu fyrir tveimur tímum þá hefði ég geta beðið bílstjórann um að koma við aftur." ARGGGGGGG

Málið er nefnilega að seinasta tilraun á að vera á morgun til að afhenda pakkann og ég get ekki verið heima á morgun. Maðurinn lofaði að ef pakkinn kæmist ekki í mínar hendur á morgun þá myndu þeir samt reyna aftur. Þetta var allt og sumt sem ég fékk.
Til hvers er maður að panta á internetinu ef flutningsaðilarnir koma á heimskulegum tíma (þeir vita að þetta er íbúðarhús) og koma síðan ekki á þeim tíma sem þeir gefa upp. Svo finnst mér þetta líka bara prinsipp - ég vil fá hlutinn strax og ef flutningsaðilar standa við orð sín þá ætti þetta ekki að vera neitt mál. Í dag eyddi ég 2 klst í vitleysu. Ásamt nátla mörgum klst. núna í kvöld í andlegan pirring ;)


Annað í fréttum er helst að það er nóg að gera - massív heimaverkefni í hverri viku. Maður er farin að líta hlýjum augum til Reynis Axels, hann setti þó amk. BARA 4 dæmi fyrir (vildi að ég hefði sinnt því betur). Svo er fyrsta miðsvetrarprófið næsta mánudag. Þetta er sem sagt próf úr línulegum tölfræðilíkönum, sama efni og við tókum alla síðustu önn hjá Gunnari Stef. Engar sannanir reyndar, en samt þetta er alveg rosalegt.

Svo fór ég í K-mart um helgina og er stoltur eigandi púða, 2 dúka, gluggatjalda úr línunni hennar Mörthu Stewart.

Þann 03 október, 2005 21:29, sagði Blogger Valla...

Hahaha, góð saga um sjálfvirkuvélina :)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)