Ragna í New York

12. október 2005

Tékkar

Eins og flestir vita þá borga Kanarnir ennþá slatta mikið með tékkum. Ég hef nú alveg komist hjá því að mestu með því að nota debetkortið mitt. En um daginn þá þurfti ég að borga leiguna og mér var ekki gefinn neinn annar kostur en að borga með tékka. Allt í lagi með það. Núna í dag var ég að skoða heimabankann minn og þar var tékkafærslan komin inn. Það var síðan hægt að smella á link þar sem maður sá innskannaðan tékkann sem maður hafði gefið út. Alveg sama hversu gamaldags þetta tékkakerfi er þá eru þeir nú dálítið tæknilegir ;)

Þann 12 október, 2005 11:08, sagði Anonymous Nafnlaus...

já já, tæknilegir :) Að hafa sérstaka manneskju til að skanna inn þessa tékka. Hefði haldið að það væri auðveldara að gera þetta bara rafrænt í byrjun

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)