Ragna í New York

3. október 2005

UPS-Fedex allt sama ruglið

Er orðin dauðþreytt á þessum heimsendingum. Þeir standa nær aldrei við tímasetninguna sem þeir segjast ætla að koma. Í dag fór ég sérstaklega heim kl. 4 til að vera komin um fimmleytið til að taka við pakka. Þeir höfðu þá þegar komið og farið. Ég hringi strax til að athuga hvort pakkinn væri ekki ennþá nálægt og ég gæti fengið hann strax.

Í fyrsta lagi fékk ég sjálfvirka vél sem ég þurfti að tala við. Engir möguleikarnir áttu við og eftir mikinn darraðadans þar sem ég var búin að gefa upp nýjan tíma þá gafst ég upp. Hafði ætlað að reyna að fá að tala við alvöru manneskju en það var aldrei gefinn upp sá möguleiki. Ég var orðin svo pirruð að ég sagði við vélina: "Go to hell!" og ætlaði svo að leggja á. Þá kom allt í einu ný skilaboð um að ég þyrfti bara að bíða andartak eftir þjónustufulltrúa.

Við skulum orða það þannig að tveimur klst síðar og 5 símtölum (í mig og í UPS) þá fékk ég þau skilaboð: "Ef ég hefði vitað af þessu fyrir tveimur tímum þá hefði ég geta beðið bílstjórann um að koma við aftur." ARGGGGGGG

Málið er nefnilega að seinasta tilraun á að vera á morgun til að afhenda pakkann og ég get ekki verið heima á morgun. Maðurinn lofaði að ef pakkinn kæmist ekki í mínar hendur á morgun þá myndu þeir samt reyna aftur. Þetta var allt og sumt sem ég fékk.
Til hvers er maður að panta á internetinu ef flutningsaðilarnir koma á heimskulegum tíma (þeir vita að þetta er íbúðarhús) og koma síðan ekki á þeim tíma sem þeir gefa upp. Svo finnst mér þetta líka bara prinsipp - ég vil fá hlutinn strax og ef flutningsaðilar standa við orð sín þá ætti þetta ekki að vera neitt mál. Í dag eyddi ég 2 klst í vitleysu. Ásamt nátla mörgum klst. núna í kvöld í andlegan pirring ;)


Annað í fréttum er helst að það er nóg að gera - massív heimaverkefni í hverri viku. Maður er farin að líta hlýjum augum til Reynis Axels, hann setti þó amk. BARA 4 dæmi fyrir (vildi að ég hefði sinnt því betur). Svo er fyrsta miðsvetrarprófið næsta mánudag. Þetta er sem sagt próf úr línulegum tölfræðilíkönum, sama efni og við tókum alla síðustu önn hjá Gunnari Stef. Engar sannanir reyndar, en samt þetta er alveg rosalegt.

Svo fór ég í K-mart um helgina og er stoltur eigandi púða, 2 dúka, gluggatjalda úr línunni hennar Mörthu Stewart.

Þann 03 október, 2005 21:29, sagði Blogger Valla...

Hahaha, góð saga um sjálfvirkuvélina :)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)