Ragna í New York

19. október 2005

Stærðfræði

Vildi fyrst minnast á að ég kom myndinni frá því á færslunni á undan inn svo þið getið skoðað hana.

Tvö heimaverkefni fóru frá mér í dag - á að skila einu stóru á sunnudaginn, úff.
Af síðustu 28 klst er ég búin að vera 18 uppi í skóla - ætli það segi eitthvað? Það er samt skemmtilegt andrúmsloft þarna, þannig að það er í lagi.

Prófessor Ying, sem kennir mér hagnýta tölfræði kom með skondið komment í tíma í dag:
"I like mathematics because when you're good at it you can avoid it."


Þetta er alveg dæmigert fyrir það sem dettur út úr honum. Hver veit nema maður skelli fleiri skemmtilegum kommentum inn við tækifæri ;)

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)