Danskeppni?
Viðburðarrík helgi liðin.
Skrapp í heimsókn til Petu frænku og Diddu systur hennar sem er í heimsókn frá Íslandi. Eyddi heillöngum tíma hjá þeim og fékk æðislega góðan marokkóskan mat.
Hafði labbað til þeirra frá lestarstöðinni í þessari hellidembu en þegar ég fór heim aftur um miðnætti þá var rigningin búin og hefur ekki sést síðan. Jei.
Vaknaði snemma á laugardeginum og fór í IKEA með Margréti og Albínu. Maður tekur ókeypis IKEA-rútu frá umferðarmiðstöðinni og var það ekkert mál. Keypti alveg heilmikið og bíð nú bara eftir að fá rúmið mitt og skrifborðið á föstudaginn. Jibbý. Sem betur fer hjálpaði Margrét mér að halda á dótinu heim, en ég næ því ekki ennþá hvernig Albína komst heim með sitt dót. Mmmm, fékk líka sænskar kjötbollur.
Um kvöldið var mér boðið í mat til Magnúsar og Guðrúnar. Þar voru líka Helga og Freyr (sonur Hermanns Þórissonar) en Freyr var líka að byrja í Columbia í haust. Komst að því að við erum saman í einum tíma. Hmm, frekar neyðarlegt að fatta það svona.
Í gær fór ég svo í boð til eins ungs prófessors við deildina. Hann hafði boðið öllum fyrsta árs nemum ásamt ungum prófessorum við deildina. Columbia leigir einn af turnunum hans Donalds Trump við 68 stræti handa starfsfólki sínu og á þessi prófessor heima þar. Þetta var hin mesta skemmtun og var gestgjafinn duglegur við að skemmta okkur. Meðal annars fórum við í dans- og trommuleik. Í dansleiknum hefur þú tvö stjórnteppi á gólfinu og svo á maður að stíga á teppið eins og tölvan segir. Trommuleikurinn er eins nema í staðinn fyrir að dansa þá ertu með tölvutengda trommu og kjuða og slærð eins og lífið liggi við. Þetta var bara ótrúlega skemmtilegt, held að þetta væri góð hugmynd fyrir skemmtikvöld ;)
Prófessorinn sagði okkur reyndar að hann væri mjög óvinsæll hjá þeim sem eiga heima fyrir neðan, en það væri allt í lagi, það væri hvort sem er alltaf bara öryggisverðirnir sem kæmu til að kvarta undan látum svo nágrannarnir vita hvort sem er ekki hver hann er:)
Á leiðinni heim þá tókum við mynd af hópnum (sem var samferða til baka) og er myndin hérna á eftir af okkur á fyrsta árinu. Það vantar reyndar fimm manns á myndina þar á meðal þær þrjár stelpur sem ég tala mest við. Á myndinni eru 1 Íslendingur, 1 Kani, 1 Grikki, 2 Tékkar, 2 Kínverjar og 1 frá Taívan. Þið megið geta hver er hvaðan ;)
Það er ekki alveg að virka núna að setja myndina inn - set hana inn við tækifæri. RHH
UPDATE!! Vei kom myndinni loksins inn á blogger ;)
Hæ hæ.
Ég átti alltaf eftir að spyrja að nafninu á íranska veitingastaðnum fyrir þig en dreif í því núna um helgina. Hann heitir "Perse polis" (veit ekki hvort sé rétt skrifað hjá mér) og er á 2nd Avenue vestanmegin á milli 73 og 75
hvað er þetta, ertu að spyrja alla um veitingastaði?
Neibb, en þegar einhver tilkynnir manni að hann viti um góðan veitingastað í New York þá að sjálfsögðu spyr ég hvar hann var. :D :D