Starbucks
Er á Starbucks núna - rétt við campus. Skólanetið nær hingað inn - mjög gott.
Fór til sjúkraþjálfarans í morgun, valdi mér herbergi með útsýni (ég var búin að minnast að þetta er á 15 hæð). Þegar ég var búin og þurfti að skipta um föt aftur þá var einhver kall á þakinu á næsta húsi við hliðina. Hann var að sópa þakið eða eitthvað. Ég ætlaði að bíða með að skipta um föt þar til hann færi (vildi sko ekki missa flotta útsýnið) en hvað haldið þið að hann hafi gert. Hann stoppaði, sá mig greinilega, og stillti sér upp og starði. Hvað er að fólki? Ég amk rúllaði niður öllum gardínum og skipti um í myrkrinu. Pahhhh.
Fór í fyrsta miðannarprófið mitt hér í gær. Já, tölum ekkert meira um það.
Stefnan er sett á IKEA um næstu helgi, þið megið alveg ítreka það við mig að fara ;) Þarf smá hvatningu hér.
Annars líður mér mjög vel hérna í stórborginni. Fattaði einmitt um daginn að ég lít ekki lengur á hverfið mitt sem framandi stað heldur sem hverfið mitt ;)
Farðu til IKEA! Þú hefur gott af því og illu er best af lokið. Eða, það verður gaman þegar þú ert komin á staðinn.
Vertu svo bara glöð að þú tókst eftir karlinum áður en þú skiptir um föt
Vildi bara láta þig vita að það var snjór á götunum þegar ég vaknaði í morgun.
Vildi bara láta þig vita að það var snjór á götunum þegar ég vaknaði í morgun.
Úff það rignir eins og hellt sé úr fötu núna. Eins gott að ég er með regnhlíf.