Ragna í New York

22. október 2005

Rúm!!!

Í tilefni þess að nýju húsgögnin mín komu í gær og ég eyddi deginum í að negla og skrúfa þá setti ég inn myndir á myndasíðuna mína. Þetta eru tvö albúm - það fyrra frá því ég kom hingað fyrst og þegar Helga og Siggi voru hérna og hið síðara er með myndum frá því í gær þegar ég ákvað að taka myndagöngutúr þar sem ég var í svo góðu skapi eftir að vera komin með alvöru rúm. Hér er líka mynd af herberginu mínu - tek fleiri myndir þegar ég er búin að laga almennilega til í því.

Þann 24 október, 2005 10:30, sagði Blogger Katrín...

Hæbbs!

Til hamingju með ný húsgögn! ;o) Þú virðist plumma þig vel þarna úti.

Knús - Katrín

 
Þann 24 október, 2005 13:26, sagði Anonymous Nafnlaus...

Þetta er bara mjög huggulegt hjá þér.
Kveðja; Kristín Ásta.

 
Þann 25 október, 2005 15:48, sagði Anonymous Nafnlaus...

flott teppi ;)

 
Þann 26 október, 2005 13:33, sagði Blogger Ragna...

takk takk Ikea og Álafoss original ;)

Meha, meðleigjandinn kom með þá hugmynd að ég tæki mynd af herberginu og sendi Ikea til að athuga hvort ég fengi eitthvað frá þeim ;)

 
Þann 27 október, 2005 07:12, sagði Anonymous Nafnlaus...

þá verðurðu að taka teppið í burtu því að það er ekki frá IKEA!

 
Þann 27 október, 2005 18:53, sagði Anonymous Nafnlaus...

hæhó! svara bara spurningunni þinni hér: jújú það er inngangur að hagnýttri stærðfræði, fastakennarinn er violeta calian og nýi kennarinn heitir sverrir þorvaldsson... þorði ekki að nota msn-ið því það kom einhver tilkynning um að þú þyrftir að borga öll skilaboð sem ég mundi senda!

 
Þann 28 október, 2005 10:41, sagði Blogger Ragna...

OK. Það er amk ágætt að þetta sé komið í lag hjá ykkur núna. Í sambandi við msn-ið þá setti ég upp svona mobile account einmitt til að geta tekið á móti sms-um. Ég á alveg inni þó nokkur sms á mánuði svo það er ekki eins og ég sé að borga eitthvað aukalega fyrir þetta. Svo get ég líka alltaf tekið þetta af, þannig að endilega sendu mér sms í gegnum msn-ið ef þig langar.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)