Vikan
Smá yfirlit yfir vikuna:
Þriðjudagur: vaknaði kl. 7 til að mæta til sjúkraþjálfara kl. 8.30. Fékk hringingu kl. 7.45 um að sjúkraþjálfarinn kæmist ekki í tímann og ég þyrfti að mæta aftur kl. 7 morguninn eftir. Restin af deginum fór í það að örvænta yfir því að þurfa að vakna kl. 6 daginn eftir. Kenndi reyndar líka dæmatíma en það er annað mál. Já og fékk pakkann minn.
Miðvikudagur: vaknaði kl. 6 til að mæta til sjúkraþjálfara kl. 7. Sjúkraþjálfarinn er á 15 hæð í húsi við Broadway og 68. Við skulum taka það fram að ég sá sólarupprásina þegar ég var inni hjá honum. Hann spurði mig ítarlega út í meiðslin og skoðaði hnéð. Síðan lét hann mig labba fram og til baka mörgum sinnum. Hann sagði nefnilega að ég gengi eitthvað vitlaust og þar sem hann sá ekki alveg strax hvað það var sem ég gerði þá þurfti ég að labba þar til það var komið. Loks nuddaði hann svæðið í kringum hnéð svo allsvakalega að það var alveg hrikalega vont. Heimaverkefni frá honum næstu vikuna eru 4 æfingar þrisvar á dag í þrjú holl í hvert skipti með 25 æfingum hvert. Jahá.
Við það að fara út svona snemma kynntist ég annarri hlið á New York borg. Amk. hverfinu í kringum mig. Voru nefnilega mjög fáir á kreiki - þetta er eins og allt önnur gata.
Þegar ég kom heim úr skólanum þá var ég svo dugleg að koma upp gluggatjöldunum mínum. Við erum að tala um það að ég reyndi að skrúfa í vegginn festingarnar en það var ekki séns að mér tækist það. Við eigum einfaldlega ekki neitt nógu hátt til að standa upp á meðan maður skrúfar og lofthæðin er mjög mikil hérna í íbúðinni. En haldið þið ekki að mér hafi tekist að redda þessu. Festi einfaldlega festingarnar upp á vegginn með frönskum rennilás. Snilld!!
Seinna um kvöldið fór ég niður í East Village að hitta Albínu ásamt tveimur vinkonum hennar. Við fórum út að borða í tilefni afmælis hennar. Fórum á franskan veitingastað á 8th St. og e-s staðar við 2 eða 3 Av (er hreinlega ekki viss) og var maturinn alveg frábær. Á þessum stað er live jazz undirleikur á hverju kvöldi sem var mjög ánægjulegt. Þeir spiluðu meira að segja afmælissönginn (reyndar á meðan Albína of Fura voru úti í hraðbanka, haha).
Mér tókst að komast heim á 15-20mín í Subway. Ætlaði varla að trúa því hversu stuttan tíma þetta tók. Þegar heim kom þá var bara stórfögnuður í gangi, þ.e.a.s. lítið matarboð sem varð stærra en það átti að vera. Fór því ekki að sofa fyrr en um 2.30 eftir að við Meha höfðum talað við vini hennar fram eftir nóttu.
Í dag: Vaknaði frekar seint, kom 5 mín of seint í tíma, mætti 30 mín of seint á hádegisfund (gat reyndar ekki mætt fyrr vegna áðurnefnds tíma), mætti 1 mín of seint í viðtalstímann minn (skipti ekki máli þar sem enginn mætti hvort sem er). Fór heim og komst að því að prentarinn sem Harold sendi mér virkar ekki fyrir apple. Great.