Ragna í New York

25. nóvember 2008

Ferðalög


Legg af stað til South Carolina á morgun (keyrandi). Ef ég verð dugleg þá reyni ég kannski að nota símann minn og pósta myndum á leiðinni. Ef allt gengur að óskum (hverjar eru líkurnar á því) þá ættum við að vera kominn til Williamsburgh í Virginiu rétt um miðnætti á morgun. Samtals eiga þetta að vera um 14 klst (alla leið - Virginia er hálf leiðin) sem gerir líklega 20klst allt í allt - vona að ég sé ekki bjartsýn núna.

Festi annars nýlega kaup á svona hlut. Nema ekki í þessum lit. Einhverjar ágiskanir á lit?


Þann 25 nóvember, 2008 23:24, sagði Blogger Hákon...

Skærbleikt?
Gyllt?
Stálblár?

 
Þann 26 nóvember, 2008 08:47, sagði Blogger Helga Björk...

Pottþétt rauð!!!

 
Þann 26 nóvember, 2008 18:18, sagði Blogger Ragnhildur...

Þarf að spyrja? Ég er handviss um að hún sé GUL

 
Þann 28 nóvember, 2008 10:47, sagði Blogger Unknown...

Er þetta svona titanium taska?
Er hún kannski bleik?

 
Þann 01 desember, 2008 08:26, sagði Blogger Ragna...

Ragnhildur þekkir mig greinilega of vel. Taskan er gul ;) Er komin til baka, tók samtals 3 myndir í ferðinni... ferðasaga kemur síðar.

 
Viltu tjá þig?

17. nóvember 2008

Nei eða já

Þetta er kannski ekki nýtt fyrir suma en ég var að fatta dálítið sniðugt. Ég var að leita að nýja vefmiðlinum nei og sló í sakleysi mínu inn nei.is. Hvaða síða haldið þið að hafið komið upp? Já.is. Maður getur semsagt flett upp í símaskránni eftir skapi, ef maður er neiðkvæður þá bara nei.is og ef maður er jákvæður þá já.is

Annað á meðan ég man. Ég er búin að vera að uppfæra aðeins myndasíðuna mína, þessa gömlu. Ég er nefnilega búin að vera svo löt að setja inn myndir að ég þurfti að setja inn frá því um jólin 2005. Ég var sem sagt aðeins dugleg fyrstu tvo mánuðina eftir að ég flutti inn. Eins og er, er ég aðeins komin að árslokum 2006 en þrátt fyrir það er ég búin að setja inn slatta af nýju dóti. Endilega kíkjið. Ég læt ykkur svo vita þegar ég set meira inn.

16. nóvember 2008

Ice-Save

Var að lesa fréttir um að búið væri að leysa deiluna. Getur einhver útskýrt fyrir mér um hvað hún var? Ég stóð alltaf í þeirri meiningu og hef sagt (logið?) við fólk hérna úti að Íslendingar ætluðu alltaf að borga þessar 20þús evrur á reikning. Nú kemur fram í fréttum að Íslendingar hafi samið um að borga þessar 20þús evrur. Var það ekki alltaf vitað að við yrðum að borga þær? Ég hélt alltaf að Bretarnir vildu að við borguðum meira. Var þetta kannski hernaðartaktík hjá ríkisstjórninni að bjóða minna en við ætluðum að gera og semja svo upp í það sem við áttum alltaf að borga? Óska útskýringa.

Þann 16 nóvember, 2008 15:06, sagði Blogger Unknown...

Ég var einmitt að spá í þessu sama.

Svo mundi ég eftir að deilan stóð að miklu leyti um það að ef tryggingasjóðurinn ætti ekki fyrir 20þús evrum á reikning, þá yrði bara að hafa það. S.s. að tryggingarsjóðurinn myndi borga 20þús evrur á reikning, svo lengi sem sjóðurinn entist til. Svo það var ekki víst að peningarnir í sjóðnum myndu endast fyrir þessum 20þús evrum per mann. Það sem Bretar og aðrir voru fúlir yfir, var að íslenska ríkið lofaði Íslendingum að ísl. ríkið myndi borga innistæður Íslendinga að fullu, óháð fjármagni í þessum tryggingasjóði á sama tíma og þeir sögðu öðrum þjóðum að það þyrfti bara að sjá til hversu vel tryggingasjóðurinn myndi endast upp í þessar 20þús evrur.
Þannig að núna eru þeir ánægðir yfir að það sé alveg víst að 20þús evrurnar verði örugglega greiddar.
Þetta held ég út frá því sem ég hef lesið. (Sel það ekki dýrara en ég keypti það.)

 
Þann 16 nóvember, 2008 15:13, sagði Blogger Unknown...

Já, og svo held ég líka að upphaflega hafi Íslendingar haldið fram að tryggingasjóðurinn væri bara fyrir Íslendinga, en Bretar og co. héldu því fram að hann væri fyrir alla. Síðan slökuðu Íslendingar á í "svo lengi sem sjóðurinn endist", og núna ennþá meir í "ókey, við skulum borga 20þús evrur.
S.s. Fyrst: Þið fáið ekkert úr tryggingasjóðnum. Hann er bara fyrir Íslendinga. Sbr. Davíð: "Borgum ekki skuldir óreiðumanna"

Svo: Þið fáið kannski eitthvað, ef sjóðurinn dugir til.

Síðan: Þið fáið örugglega 20þús per reikning.

Aftur: Þetta er það sem ég held.

Það sem ég er forvitin að vita er hvernig greiðslum í þennan tryggingarsjóð var hagað upphaflega? Veit einhver það? Eina sem ég veit er að það er voða lítið til í honum af því að það var ekki gert ráð fyrir að allir færu á hausinn samtímis.

 
Þann 16 nóvember, 2008 15:21, sagði Blogger Ragna...

Meikar sens. Ég hélt alltaf að deilan sneri um 50þús pundin (eða var það evrur?) sem Bretar lofuðu eða jafnvel 100% sem Íslendingar lofuðu. Annars þarf að sjálfsögðu að rannsaka ítarlega hvernig var hægt að opna fyrir þessi innlán á ábyrgð Íslendinga. Voru ekki Bretarnir bara 300þús talsins (tel þá ekki með Þjóðverja og Hollendinga). Við erum að tala um jafnmarga og Íslendinga og þá flest allt fólk sem líklegast á e-n pening (tr.sjóður þarf að borga þeim 20.000 evrur) en ekki Íslendinga sem eru margir hverjir á yfirdrætti og eiga ekki svo mikinn pening að það þurfi að borga þeim svo mikið.

 
Viltu tjá þig?

12. nóvember 2008

Jólin ofl

Afmælisdagurinn var mjög ánægjulegur. Fékk ístertu á miðnætti í partíinu mínu, mjög góða karamellutertu þegar Sigga og fjölskylda mættu og hefðbundna ameríska afmælistertu rétt fyrir miðnætti í öðru afmæli. Uppgötvaði svo þegar ég fór að sofa að ég hafði fengið óvænta afmælisgjöf: eina röð í lottóinu. Miðinn var skilinn eftir á náttborðinu mínu. Man e-r eftir spiladósinni. Já sami gefandi :)

Nokkrar tilkynningar. Það er ekki lengur á áætlun hjá mér að koma heim á Þorláksmessu. Mamma og pabbi ákváðu að skreppa út yfir jólin þannig að ég flýg heim með þeim 27. des til að vera heima yfir áramót (þ.a. þið fáið amk pakkana ykkar). Verð svo heima í 2 vikur fram til 10. janúar. Þá ætla ég að kíkja á skíði til Hákonar í Colorado áður en skólinn byrjar viku seinna.
En áður en það kemur að þessu öllu saman þá er ég nátla á leiðinni til Suður-Karólínu.

Þann 14 nóvember, 2008 03:47, sagði Blogger beamia...

:P Eins og fólk sé bara að hugsa um pakka? Ég held að aðalmálið sé nú bara að þú komir og við fáum að hitta þig! :D Ég hlakka til :)

 
Þann 15 nóvember, 2008 11:23, sagði Blogger Unknown...

Hvað ertu að fara að gera í Suður-Karólínu? Það væri gaman að sjá þig eitthvað um jólin eða þarna í janúar. Ef þú munt hafa tíma. :D
Kveðja: Kristín Ásta.

 
Þann 16 nóvember, 2008 15:27, sagði Blogger Ragna...

Foreldrar Meha vinkonu búa þar. Mér er boðið að koma í heimsókn yfir Þakkargjarðarhátíðina og fæ að njóta ekta indversk mats allan tíman. Þú mátt byrja að öfunda mig núna :)

 
Þann 18 nóvember, 2008 14:56, sagði Blogger Unknown...

*öfund*

 
Þann 18 nóvember, 2008 15:14, sagði Blogger Hákon...

Skvít!

En eru foreldrar Mehu Repúblikanar?
Ég þekki reyndar eina stelpu sem ég hélt að væri Repbúlikani því hún er í NRA og er frá búgarði í Kansas, en svo komst ég að því að hún kýs Demókrata en er skráður Repúblikani til að geta haft meiri áhrif á frambjóðendamál í sveitastjórnarkosningum...

 
Þann 18 nóvember, 2008 15:55, sagði Blogger Ragna...

Ég stórlega efast um að þau séu Repúblikanar, get eiginlega staðhæft það. Í fyrsta lagi eru þau frá Indlandi, í öðru lagi er pabbi hennar háskólaprófessor í enskum bókmenntum og í þriðja lagi held ég að Meha myndi ekki tala við foreldra sína ef þeir væru Repúblikanar.

 
Viltu tjá þig?

8. nóvember 2008

Eitt árið enn..

Ég var að sjá fréttir að það sé mannfjöldi að fagna afmælinu mínu á Austurvelli við alþingishúsið. Eða sko hvað annað gæti fólkið verið að gera :)

Var með partí í gær, fjöldi manns mætti. Ég fékk afmælissöng á miðnætti og köku sem var voðagóð. Mintuísterta mmmm.

Á eftir á ég von á Wilmingtonliðinu. Ég er búin að bjóða Stefáni og Kristínu með mér að sjá Christmas Spectacular í Radio City Music Hall. Það á víst að vera alvöru jólasýning og svakaskemmtun. Veit ekki alveg hvað Sigga og Harold ætla að sér að gera á meðan en þau fá ekki að fara með okkur.

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar :)

Þann 08 nóvember, 2008 15:33, sagði Anonymous Nafnlaus...

til hamingju með afmælið frá mér líka, Lára Innsbruck

 
Þann 08 nóvember, 2008 18:23, sagði Blogger Unknown...

Til hamingju með afmælið elsku Ragnheiður!

 
Þann 09 nóvember, 2008 04:13, sagði Blogger Unknown...

Til hamingju aftur. :)

 
Viltu tjá þig?

5. nóvember 2008

Útskýrir margt

Ég hef mikið pælt á undanförnum árum hvar allir Repúblikarnir eru. Hvar sem ég fer og sama við hvern ég tala þá hitti ég bara Demokrata en ekki Repúblikana. Núna eftir að helstu úrslit eru kunn í forsetakosningunum þá fór ég að kíkja á þessi týpísku kort af Bandaríkjunum sem sýna rauðu og bláu fylkin (D og R). Þá loksins fattaði ég það, ég hef bara aldrei komið til neinna af þessu rauðu fylkjum. Ég hef sem sagt bara alltaf haldið mig við bláu fylkin. Meira að segja Flórída og Colorado eru blá í ár. Ég mun samt mjög fljótlega kanna ókunnar slóðir þar sem ætlunin er að ferðast alla leið niður til Suður-Karólínu um Þakkargjarðarhátíðina (í bíl). Suður-Karólína er einmitt fyrsta rauða fylkið ef maður ferðast niður alla austurströndina. Annars er Hawaii blátt - það væri nú gaman að kíkja þangað :)

4. nóvember 2008

Obama forseti?

Sjónvarpsstöðvarnar hérna úti eru búnar að lýsa yfir að Barack Obama vinni kosningarnar. Maður heyrir fagnaðarlætin úti á götu.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)