Útskýrir margt
Ég hef mikið pælt á undanförnum árum hvar allir Repúblikarnir eru. Hvar sem ég fer og sama við hvern ég tala þá hitti ég bara Demokrata en ekki Repúblikana. Núna eftir að helstu úrslit eru kunn í forsetakosningunum þá fór ég að kíkja á þessi týpísku kort af Bandaríkjunum sem sýna rauðu og bláu fylkin (D og R). Þá loksins fattaði ég það, ég hef bara aldrei komið til neinna af þessu rauðu fylkjum. Ég hef sem sagt bara alltaf haldið mig við bláu fylkin. Meira að segja Flórída og Colorado eru blá í ár. Ég mun samt mjög fljótlega kanna ókunnar slóðir þar sem ætlunin er að ferðast alla leið niður til Suður-Karólínu um Þakkargjarðarhátíðina (í bíl). Suður-Karólína er einmitt fyrsta rauða fylkið ef maður ferðast niður alla austurströndina. Annars er Hawaii blátt - það væri nú gaman að kíkja þangað :)