Ragna í New York

8. nóvember 2008

Eitt árið enn..

Ég var að sjá fréttir að það sé mannfjöldi að fagna afmælinu mínu á Austurvelli við alþingishúsið. Eða sko hvað annað gæti fólkið verið að gera :)

Var með partí í gær, fjöldi manns mætti. Ég fékk afmælissöng á miðnætti og köku sem var voðagóð. Mintuísterta mmmm.

Á eftir á ég von á Wilmingtonliðinu. Ég er búin að bjóða Stefáni og Kristínu með mér að sjá Christmas Spectacular í Radio City Music Hall. Það á víst að vera alvöru jólasýning og svakaskemmtun. Veit ekki alveg hvað Sigga og Harold ætla að sér að gera á meðan en þau fá ekki að fara með okkur.

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar :)

Þann 08 nóvember, 2008 15:33, sagði Anonymous Nafnlaus...

til hamingju með afmælið frá mér líka, Lára Innsbruck

 
Þann 08 nóvember, 2008 18:23, sagði Blogger Unknown...

Til hamingju með afmælið elsku Ragnheiður!

 
Þann 09 nóvember, 2008 04:13, sagði Blogger Unknown...

Til hamingju aftur. :)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)