Ragna í New York

25. nóvember 2008

Ferðalög


Legg af stað til South Carolina á morgun (keyrandi). Ef ég verð dugleg þá reyni ég kannski að nota símann minn og pósta myndum á leiðinni. Ef allt gengur að óskum (hverjar eru líkurnar á því) þá ættum við að vera kominn til Williamsburgh í Virginiu rétt um miðnætti á morgun. Samtals eiga þetta að vera um 14 klst (alla leið - Virginia er hálf leiðin) sem gerir líklega 20klst allt í allt - vona að ég sé ekki bjartsýn núna.

Festi annars nýlega kaup á svona hlut. Nema ekki í þessum lit. Einhverjar ágiskanir á lit?


Þann 25 nóvember, 2008 23:24, sagði Blogger Hákon...

Skærbleikt?
Gyllt?
Stálblár?

 
Þann 26 nóvember, 2008 08:47, sagði Blogger Helga Björk...

Pottþétt rauð!!!

 
Þann 26 nóvember, 2008 18:18, sagði Blogger Ragnhildur...

Þarf að spyrja? Ég er handviss um að hún sé GUL

 
Þann 28 nóvember, 2008 10:47, sagði Blogger Unknown...

Er þetta svona titanium taska?
Er hún kannski bleik?

 
Þann 01 desember, 2008 08:26, sagði Blogger Ragna...

Ragnhildur þekkir mig greinilega of vel. Taskan er gul ;) Er komin til baka, tók samtals 3 myndir í ferðinni... ferðasaga kemur síðar.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)