Jólin ofl
Afmælisdagurinn var mjög ánægjulegur. Fékk ístertu á miðnætti í partíinu mínu, mjög góða karamellutertu þegar Sigga og fjölskylda mættu og hefðbundna ameríska afmælistertu rétt fyrir miðnætti í öðru afmæli. Uppgötvaði svo þegar ég fór að sofa að ég hafði fengið óvænta afmælisgjöf: eina röð í lottóinu. Miðinn var skilinn eftir á náttborðinu mínu. Man e-r eftir spiladósinni. Já sami gefandi :)
Nokkrar tilkynningar. Það er ekki lengur á áætlun hjá mér að koma heim á Þorláksmessu. Mamma og pabbi ákváðu að skreppa út yfir jólin þannig að ég flýg heim með þeim 27. des til að vera heima yfir áramót (þ.a. þið fáið amk pakkana ykkar). Verð svo heima í 2 vikur fram til 10. janúar. Þá ætla ég að kíkja á skíði til Hákonar í Colorado áður en skólinn byrjar viku seinna.
En áður en það kemur að þessu öllu saman þá er ég nátla á leiðinni til Suður-Karólínu.
:P Eins og fólk sé bara að hugsa um pakka? Ég held að aðalmálið sé nú bara að þú komir og við fáum að hitta þig! :D Ég hlakka til :)
Hvað ertu að fara að gera í Suður-Karólínu? Það væri gaman að sjá þig eitthvað um jólin eða þarna í janúar. Ef þú munt hafa tíma. :D
Kveðja: Kristín Ásta.
Foreldrar Meha vinkonu búa þar. Mér er boðið að koma í heimsókn yfir Þakkargjarðarhátíðina og fæ að njóta ekta indversk mats allan tíman. Þú mátt byrja að öfunda mig núna :)
*öfund*
Skvít!
En eru foreldrar Mehu Repúblikanar?
Ég þekki reyndar eina stelpu sem ég hélt að væri Repbúlikani því hún er í NRA og er frá búgarði í Kansas, en svo komst ég að því að hún kýs Demókrata en er skráður Repúblikani til að geta haft meiri áhrif á frambjóðendamál í sveitastjórnarkosningum...
Ég stórlega efast um að þau séu Repúblikanar, get eiginlega staðhæft það. Í fyrsta lagi eru þau frá Indlandi, í öðru lagi er pabbi hennar háskólaprófessor í enskum bókmenntum og í þriðja lagi held ég að Meha myndi ekki tala við foreldra sína ef þeir væru Repúblikanar.