Ragna í New York

23. nóvember 2005

Bleiki pardusinn

Ákvað að setja eitthvað smá hingað inn eftir að hafa fengið kvörtun ;)

Afmælið mitt gekk vel - flest allir mættu og var stemmningin góð. Held það sé langt síðan ég hef fengið svona mikið af gjöfum, 2,bækur, kertastjaki, þrjár vínflöskur, gestaþraut, expresso kaffikönnu, tösku og spiladós.

Spiladósin varð að svolítilli ráðgátu sem leystist ekki fyrr en 5 dögum eftir afmælið mitt. Ég nefnilega vaknaði daginn eftir og á skrifborðinu mínu sat þessi spiladós og ég hafði ekki hugmynd um hvaðan hún kom. Það skuggalegasta var að hún spilar bleika pardusinn - lag sem ég hafði spilað síendurtekið á píanóið hjá systur minni helgina áður. Kristín Halla, systir mín, átti svo nákvæmlega eins spiladós sem spilar Für Elise. Ég held að flestir sem þekki mig vel viti að ég trúi sko ekki á neitt yfirnáttúrulegt en þegar þarna var komið kannaðist enginn við spiladósina og það var farið að renna á mig tvær grímur.

Kom svo í ljós að Krishnan vinur Meha (hefur PhD í stærðfræði, kennir við community háskóla í borginni) stóð að baki þessu. Skilst að hann hafi gaman að því að gera svona hluti og hafði hann ábyggilega gaman af ráðgátunni sem hlaust af þessu.

En já nóg af ráðgátum, á morgun er ég aftur á leið til Siggu til að eyða Þakkargjarðarhátíðinni hjá henni. Bragi er víst mættur á svæðið - vonandi með nóg af harðfiski handa mér fyrir prófatímann.

Svo lítur út fyrir 6-X reunion hjá mér 17. desember. Ef fleiri X-arar eiga leið um þann dag þá endilega hafið samband ;) Finnst samt að 3/11 hluti bekkjarins sé bara slatta gott hlutfall.

Þann 24 nóvember, 2005 08:06, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hæ Ragna! Varð bara að tjá mig um bleika pardusinn :)
Þú og Kristín gáfuð mér nefninlega bleikapardusblóm einu sinni :) blómið er löngu dautt en á á ennþá blómapottinn :)
Svo er ég einmitt að æfa bleika pardusinn með svaka bandi þessa dagana fyrir ákveðið leyniatriðið ;) eintómar tilviljanir? ;)

Guðrún Rúts

ps: gaman að lesa bloggið þitt :)

 
Þann 24 nóvember, 2005 09:46, sagði Blogger Valla...

Ég held að þetta reunion muni vera lengi í minnum haft :) Þetta leggst vel í mig.

 
Þann 24 nóvember, 2005 13:21, sagði Anonymous Nafnlaus...

Þetta er alveg eins spiladós og kári á! og hún spilar sama lagið! Merkilegt

 
Þann 24 nóvember, 2005 20:15, sagði Blogger Ragna...

Gaman að heyra í gömlum vinum ;)
Þú mátt endilega senda mér meil - væri gaman að heyra í þér ;)

ps. Valla - takk fyrir daginn ;)

 
Þann 25 nóvember, 2005 14:07, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hæ Ragna

Kemurðu ekki heim um jólin?

Kveðja; Kristín Ásta.

 
Þann 25 nóvember, 2005 20:51, sagði Blogger Ragna...

Jú ég flýg heim 23. og verð því komin til Íslands 24. desember.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)