Ragna í New York

16. nóvember 2008

Ice-Save

Var að lesa fréttir um að búið væri að leysa deiluna. Getur einhver útskýrt fyrir mér um hvað hún var? Ég stóð alltaf í þeirri meiningu og hef sagt (logið?) við fólk hérna úti að Íslendingar ætluðu alltaf að borga þessar 20þús evrur á reikning. Nú kemur fram í fréttum að Íslendingar hafi samið um að borga þessar 20þús evrur. Var það ekki alltaf vitað að við yrðum að borga þær? Ég hélt alltaf að Bretarnir vildu að við borguðum meira. Var þetta kannski hernaðartaktík hjá ríkisstjórninni að bjóða minna en við ætluðum að gera og semja svo upp í það sem við áttum alltaf að borga? Óska útskýringa.

Þann 16 nóvember, 2008 15:06, sagði Blogger Unknown...

Ég var einmitt að spá í þessu sama.

Svo mundi ég eftir að deilan stóð að miklu leyti um það að ef tryggingasjóðurinn ætti ekki fyrir 20þús evrum á reikning, þá yrði bara að hafa það. S.s. að tryggingarsjóðurinn myndi borga 20þús evrur á reikning, svo lengi sem sjóðurinn entist til. Svo það var ekki víst að peningarnir í sjóðnum myndu endast fyrir þessum 20þús evrum per mann. Það sem Bretar og aðrir voru fúlir yfir, var að íslenska ríkið lofaði Íslendingum að ísl. ríkið myndi borga innistæður Íslendinga að fullu, óháð fjármagni í þessum tryggingasjóði á sama tíma og þeir sögðu öðrum þjóðum að það þyrfti bara að sjá til hversu vel tryggingasjóðurinn myndi endast upp í þessar 20þús evrur.
Þannig að núna eru þeir ánægðir yfir að það sé alveg víst að 20þús evrurnar verði örugglega greiddar.
Þetta held ég út frá því sem ég hef lesið. (Sel það ekki dýrara en ég keypti það.)

 
Þann 16 nóvember, 2008 15:13, sagði Blogger Unknown...

Já, og svo held ég líka að upphaflega hafi Íslendingar haldið fram að tryggingasjóðurinn væri bara fyrir Íslendinga, en Bretar og co. héldu því fram að hann væri fyrir alla. Síðan slökuðu Íslendingar á í "svo lengi sem sjóðurinn endist", og núna ennþá meir í "ókey, við skulum borga 20þús evrur.
S.s. Fyrst: Þið fáið ekkert úr tryggingasjóðnum. Hann er bara fyrir Íslendinga. Sbr. Davíð: "Borgum ekki skuldir óreiðumanna"

Svo: Þið fáið kannski eitthvað, ef sjóðurinn dugir til.

Síðan: Þið fáið örugglega 20þús per reikning.

Aftur: Þetta er það sem ég held.

Það sem ég er forvitin að vita er hvernig greiðslum í þennan tryggingarsjóð var hagað upphaflega? Veit einhver það? Eina sem ég veit er að það er voða lítið til í honum af því að það var ekki gert ráð fyrir að allir færu á hausinn samtímis.

 
Þann 16 nóvember, 2008 15:21, sagði Blogger Ragna...

Meikar sens. Ég hélt alltaf að deilan sneri um 50þús pundin (eða var það evrur?) sem Bretar lofuðu eða jafnvel 100% sem Íslendingar lofuðu. Annars þarf að sjálfsögðu að rannsaka ítarlega hvernig var hægt að opna fyrir þessi innlán á ábyrgð Íslendinga. Voru ekki Bretarnir bara 300þús talsins (tel þá ekki með Þjóðverja og Hollendinga). Við erum að tala um jafnmarga og Íslendinga og þá flest allt fólk sem líklegast á e-n pening (tr.sjóður þarf að borga þeim 20.000 evrur) en ekki Íslendinga sem eru margir hverjir á yfirdrætti og eiga ekki svo mikinn pening að það þurfi að borga þeim svo mikið.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)