Ragna í New York

17. nóvember 2008

Nei eða já

Þetta er kannski ekki nýtt fyrir suma en ég var að fatta dálítið sniðugt. Ég var að leita að nýja vefmiðlinum nei og sló í sakleysi mínu inn nei.is. Hvaða síða haldið þið að hafið komið upp? Já.is. Maður getur semsagt flett upp í símaskránni eftir skapi, ef maður er neiðkvæður þá bara nei.is og ef maður er jákvæður þá já.is

Annað á meðan ég man. Ég er búin að vera að uppfæra aðeins myndasíðuna mína, þessa gömlu. Ég er nefnilega búin að vera svo löt að setja inn myndir að ég þurfti að setja inn frá því um jólin 2005. Ég var sem sagt aðeins dugleg fyrstu tvo mánuðina eftir að ég flutti inn. Eins og er, er ég aðeins komin að árslokum 2006 en þrátt fyrir það er ég búin að setja inn slatta af nýju dóti. Endilega kíkjið. Ég læt ykkur svo vita þegar ég set meira inn.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)