Ragna í New York

8. janúar 2008

IKEA maðurinn

Var að lesa frétt á mbl um mann í New York borg sem þurfti að flytja tímabundið úr íbúð sinni og fær að búa í IKEA á meðan. Fannst fyndið að mbl talar um að hann fái að flytja inn í IKEA búðina sem er í New Jersey. Eins og fólk átti sig ekki á að New Jersey er ágætlega stór (svona þannig lagað) og ég veit um amk tvær IKEA búðir þar. Fyndið hvað fólk stundum heldur að New Jersey sé bara stórborg en ekki heilt fylki. Las meira segja á heimasíðunni um þetta að hann muni búa í búðinni sem er lengra í burtu frá Manhattan. Amk er þetta ekki IKEA búðin sem ókeypis rútuferðirnar frá Manhattan fara til.

http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?verold=1;nid=1313671

http://marklivesinikea.com/

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)