Ragna í New York

15. janúar 2008

New York, New York

Jæja er komin út. Þriggja tíma seinkun á vélinni en aldrei eins auðvelt að fara í gegn á JFK.

Fór óvænt á tónleikana (með greini) kammermúsíkklúbbsin í Bústaðakirkju á sunnudaginn. Hafði uppgötvað að ég þyrfti nú eiginlega að hringja í Margréti vinkonu áður en ég færi. Vissi reyndar að hún væri að spila á þessum tónleikum en datt á e-n óskiljanlegan hátt að hún væri heima hjá sér einni og hálfri klukkustund fyrir tónleika. Náði að sjálfsögðu bara í mömmu hennar en hún átti aukaboðsmiða á tónleikana þannig að hún bauð mér bara að fljóta með og hitta þannig Margréti.
Þetta voru alveg æðislegir tónleikar og við eigum greinilega mjög frambærilegt og efnilegt ungt tónlistarfólk.
Þar sem ég var hjá mömmu Margrétar alla tónleikana þá heyrði ég marga koma til hennar og hrósa þeim. Ein sagðist meira að segja ekki hafa farið á jafngóða tónleika lengi. Verð bara að vera sammála henni.
Sá annars fullt af fólki sem ég kannaðist við. Held að flestallir hafi verið annaðhvort háskólaprófessor (og þá í stærðfræði) eða kennari við Menntaskólann...

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)