Ragna í New York

29. janúar 2008

Á skrifstofunni

Fékk nýja tölvu í gær. Vonandi hjálpar það mér við að vera lengur á skrifstofunni að vinna. Sveik aðeins lit og fékk mér Dell en verið óhrædd ég mun aldrei fá mér annað en makka á heimilið.

Annars var Rocky víst orðin eitt kíló um síðustu helgi. Hann borðar víst og borðar sem er gott mál.

Hef síðan alveg gleymt að minnast á fínu jólagjöfina frá Siggu og fjölskyldu. Fékk nefnilega Yamaha hljómborð. Það eru svo margir takkar og fídusar að ég er bara búin að vera að leika mér með það síðan ég kom. Gaman gaman.

Þann 29 janúar, 2008 10:51, sagði Blogger Ragnhildur...

spurning hvort að þú viljir vera lengur... eða koma fyrr ;)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)