Ragna í New York

28. janúar 2008

Rocky og leiðangurinn

Núna er spennan ábyggilega í hámarki þó ég vona að þið hafið ekki gert ykkur vonir um djúsí sögu. Vil ekki valda ykkur vonbrigðum ;)
Skólinn byrjaði fyrir viku síðan, svo fékk ég kvefpest dauðans þ.a. ég var heima í tvo daga. Fór svo á Þorrablót Íslendingafélagsins hér í borg á laugardaginn og skemmti mér alveg frábærlega.

En að sögunni. Ég kom hingað út mánudaginn 14. janúar og planið fyrir þá viku var að ég færi til Siggu í tvo daga og kæmi svo til baka á fimmtudegi og hitti Stebba sem ætlaði að gista. Svo ætlaði ég eyða restinni af fríinu í að laga til oþh. Þetta plan breyttist svo þegar ég heyrði í Siggu kvöldið sem ég kom. Þá var það fyrsta sem ég heyrði að hún væri búin að kaupa hvolp og skíra hann Rocky. Rocky er af 'tegundinni' Schnoodle eða blendingur af Schnauser og Poodle kyni. Málið var að hún mátti ná í Rocky á laugardeginum. Það voru góð ráð dýr, ég hef aldrei átt hvolp og vildi nú ekki missa af fyrstu dögum Rocky's. Þar sem að Rocky var staddur í New York fylki, 3,5 tíma akstri frá Siggu þá ákváðum við að ég gæti farið með þeim að ná í Rocky. Ég ætlaði að fá að kíkja í heimsókn til Völlu og Geirs og svo yrði náð í mig í leiðinni. Þannig leit planið út á þriðjudeginum.
Í hádegismat á miðvikudeginum ræddum við Sigga betur saman og þegar hún heyrði að Stebbi væri að fara til Íþöku á föstudeginum þá kastaði hún því fram að hann þyrfti bara að ná í Rocky fyrir þau, þetta væri svo nálægt. Þá kom upp úr kafinu að Rocky var fæddur í klst fjarlægð frá Íþöku, á leiðinni milli Wilmington og Íþöku. Þá kom upp hugmyndin sem loksins varð að veruleika, ég fengi bíl lánaðan og keyrði til NYC, sækti Stebba út á flugvöll, skutlaði svo Stebba til Íþöku á föstudeginum keyrði svo í klukkutíma til Binghamton þar sem Rocky var og keyrði svo með Rocky til baka til Wilmington á föstudagskvöldinu. Þetta varð raunin, ég varð þeirra ánægju njótandi að verða samferða Stebba uppeftir og svo fékk ég sætari ferðafélaga til baka, Rocky.

Við skulum svo taka það fram að ég hef aldrei mikið átt samleið með hundum og þegar ég fékk Rocky fyrst í hendurnar þá var ætlunin að hann væri í kassa á leiðnni til baka. En hann ýlfraði svo mikið í kassanum að ég leyfði honum að sitja í kjöltunni alla leiðina. Hann reyndar svaf mestan tíman en á meðan hann var í kjöltunni þá hegðaði hann sér óaðfinnanlega. Þannig að ég var strax farin að dekra hann. Eftir þessa ferð og eftir að ég mætti til Wilmington með Rocky þá kom okkur Rocky mjög vel saman. Harold djókaði með það að Rocky héldi að ég væri mamma hans... en næst þegar ég kíki í heimsókn verður hann ábyggilega búinn að gleyma mér :(
En nánar að Rocky, hann var svo mikið kríli, hef aldrei séð jafnlítinn hund áður. Við vigtuðum hann daginn eftir að hann kom og mældist hann 800 grömm. Enda var ekkert mál að halda á honum í annarri hendinni og hann komst nánast fyrir í vasa. Stefán og Kristín hafa tekið honum vel, jafnvel of vel stundum. Enda ekki nema von, hverjum finnst ekki tæplega 1 kg hvolpur sætur. Líka alveg kostulegt þegar hann labbar um á sleipa golfdúknum í eldhúsinu eða sefur í fanginu manns fyrir framan sjónvarpið. Honum finnst líka voða gaman að leika og getur verið mjög ærslafullur.

Þetta var sem sagt öll sagan, fjölskyldan í Wilmington orðin stærri. Ég heyrði reyndar systkinin tala saman um daginn þar sem þau voru að ræða um fjölskylduna, ég varð mjög snortin þegar þau ákváðu að ég væri partur af fjölskyldunni (amk þegar ég er í heimsókn) þ.e. ég er ekki gestur á heimilinu, ég á heima þar stundum...

En nóg í bili, þið megið búast við fleiri sögum af Rocky í framtíðinni og kannski myndir þegar hann stækkar en hann á víst að geta orðið um 15 pund, sjö átta kíló.

Þann 28 janúar, 2008 17:26, sagði Anonymous Nafnlaus...

haha æðislega ferðasaga :) hlakka til að hetra fleiri sögur af Rocky :)

 
Þann 28 janúar, 2008 17:27, sagði Blogger Hanna...

hehe sorry gleymdi að kvitta :)

 
Þann 29 janúar, 2008 02:48, sagði Blogger beamia...

jeij! ég giskaði pínku rétt :D takk fyrir góða sögu :)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)