Ragna í New York

4. janúar 2007

Bókmenntafræðingurinn

Skrapp upp í LÍN í gær. Þurfti nefnilega að koma til þeirra staðfestingu á að ég væri enn í námi svo ég þurfi ekki að byrja að borga námslánin á þessu ári frá því í BS-num hérna heima. Ég skilaði e-u vottorði sem ég fékk frá skólanum úti þar sem í raun kom aðeins fram að ég hafi verið í fullu námi á síðasta ári og væri skráð í fullt nám þetta ár líka. Einnig kom fram að ég hafi fengið mastersgráðu frá skólanum. Stúlkan sem afgreiddi mig fór baka til og kom svo og sagði mér að þetta væri nóg til þess að fresta endurgreiðslunni. Ég skammaðist mín reyndar smá þegar ég fór með vottorðið því það voru nokkrir kaffiblettir á bréfinu eftir að ég hellti niður heilum kaffibolla ofan á fullt af dóti þegar ég var að reyna að búa um Stebba þegar hann kom í heimsókn fyrir jólin. En já aftur að LÍN, núna rétt áðan var ég að tékka hvort eitthvað væri komið um þetta á mínu svæði hjá LÍN. Þeir greinilega mjög duglegir og búnir að setja eitthvað inn en það fyndna er að þeir skrá mig í mastersnám hjá Columbia í enskum bókmenntum! Eins og ég sagði þá kemur ekkert fram nákvæmlega í hvaða grein ég stunda nám - né að ég sé í doktorsnámi þó ég eigi reyndar bréf frá deildinni minni sem getur staðfest það. En mér finnst rosafyndið að hugsa sér mig að læra enskar bókmenntir. Ætli ég leyfi þeim ekki bara að halda það hehe.

Short english summary: Now a certain Icelandic institution (it handles students loaning) thinks that I'm doing an MA in English Literature at Columbia. I'm thinking about not correcting them...

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)