Síðan síðast
Skrapp til Siggu um helgina. Tók þá skyndiákvörðun á fimmtudagskvöldið að hitta aðeins á Völlu í Philadelphíu á föstudeginum. Fór því á fætur kl. 8 um morguninn til að skreppa á skrifstofuna áður en ég legði af stað. Langt síðan ég hef farið í subwayinn svona snemma dags, fékk meira að segja frítt AM blað. Tók New Jersey Transit til Trenton þar sem ég hitti Völlu og tókum við SEPTA lestina til Philadelphíu. Við löbbuðum um Drexel og UPenn svæðið en það var svo kalt (-11°C - feels like -21°C) að við entumst nú ekki lengi úti við. Samt skemmtilegt að sjá hvað þessi tvö háskólasvæði, sem liggja hlið við hlið, eru ólík. Að sjálfsögðu keyptum við Valla okkur e-a skemmtilega hluti, samt no comment á hvað það var ;) Svo þegar Valla þurfti að mæta í tíma þá skrapp ég á lestarstöðina og tók SEPTA lest til Wilmington. Allt í allt borgaði ég 12 dollara fyrir þessar lestir - geri aðrir betur. (Reyndar ókeypis í NJT í síðustu viku fyrir stúdenta). Ég náði að kaupa mér tvö borðspil - sem ég var lengi búin að ætla mér. Hlakka til að geta tekið þau í gagnið. Kom svo aftur til baka í gær eftir að hafa fengið skutl til Princeton til að taka lestina.
Önnur impulse kaup sem ég gerði um helgina: Festi kaup á flugmiða með flugleiðum til London í mars. Ætla að fljúga þaðan áfram til Vínarborgar að heimsækja Helgu og Sigga. Stoppa svo í nokkra daga heima á bakaleiðinni. Manni finnst alltaf sárt þegar maður fær farmiða til London með ágætis stoppi á klakanum fyrir lægra verð en miðinn kostar heim án stopps í London. Ætla sem sagt að eyða vorfríinu mínu í Vínarborg.
Went to visit my sister this weekend. Met a friend in Philadelphia first though we didn't do much because of the extreme cold. The New Jersey Transit was free last week for students so my trip only cost $12. Pretty sweet. Came back last night on the NJT of course.
I finally bought my tickets to London for spring break. I'm actually going to Vienna but I decided to fly with Iceland Air(thus London) so I can make a 4 day stop in Iceland on my way back.
Það verður örugglega æðislegt að skreppa til Vínar. Líka til London. Ég kann mjög vel við þá borg eftir að hafa heimsótt hana í sumar.
Sjibbí! Vínarborg í vorfríinu. Það verður örugglega fjör!