Síðustu dagar
Búið að vera ágætlega mikið að gera frá því ég kom til baka. Fyrstu þrjá dagana hafði Stebbi ofan af fyrir mér. Á fimmtudagskvöldið fór ég í "vísindaferð" í business skólann og endaði á að kanna fjóra bari hér í nágrenninu. Á föstudag fór ég ásamt nokkrum úr skólanum á þýskan stað - þetta var partur af alþjóðlegu matarkvöldunum sem fólk hér í deildinni er að standa fyrir. Eftir það þá kíkti ég með nokkrum vel völdum einstaklingum í partí uppi í Washington Heights - það er alveg nyrst á Manhattan og tekur svona 20 mín með lest frá mér. Á laugardeginum var ég búin að bjóða fullt af fólki í hangikjöt og fleira. Dagurinn fór því í það að laga til og fara út í búð á milli þess sem ég horfði á einstaka þátt af 24. Ágætis mæting um kvöldið, forrétturinn, sem var reyktur lax og graflax, rann svo fljótt út að ég fékk ekkert af honum. Mér tókst að búa til uppstúf og sjóða kartöflur sem ég hafði með hangikjötinu ;) og svo var ég með íslenskar pönnukökur í eftirrétt og þær alveg hreint hurfu. Seinna um kvöldið tók ég svo fram hákarl og brennivín og ótrúlegt en satt þá var amk einn einstaklingur sem fékk sér aftur og aftur...
Kíkti svo út á "hverfis"bar hérna rétt hjá með nokkrum hressum einstaklingum. Sem sagt einstaklega hressandi helgi hérna hjá mér. Í gær eftir kennslu fór ég svo á lagabókasafnið. Heimaverkefni fyrir lagatölfræðikúrsinn sem ég er að taka var nefnilega að kíkja á bókasafnið og leita uppi gamalt mál og finna gögn í því svo ég gæti unnið eitthvað smotterí með þau. Þ.a. núna ef ykkar vantar að láta leita uppi mál úr bandarísku réttarkerfi - þá vitið þið hvern þið getið talað við ;)
I'll post an English version if someone requests one, otherwise I'm too lazy right now.
ég held að það sé varla hægt að hafa íslenskari mat en þetta... mér finnst mjög merkilegt að það sé til kúrs sem heitir lagatölfræði!
hann heitir nátla ekki lagatölfræði heldur Advanced Topics in Statistics. Hins vegar er bara verið að fjalla um hvernig tölfræði er notuð í lagamálum o.þ.h.
Hvort fékk sér þessi einstaklingur aftur og aftur af brennivíni eða hákarl? Það er nefnilega jafn ógeðslegt bæði tvennt
þá meinti ég nú hákarlinn... það voru aðrir sem vildu meira brennivín til að skola óbragðið úr munninum...