Ragna í New York

28. júní 2005

Stærðfræðibrandari

Var einhver annars búinn að fatta stærðfræðibrandarann hér á síðunni. Ég veit að Stebbi sá hann strax en hefur einhver annar fattað hann? Kannski ekki líklegt -hmmmmmm

Þann 28 júní, 2005 19:44, sagði Anonymous Nafnlaus...

...ábyggilega þetta n.a. dæmi sem ég fattaði nú fyrir löngu að var stærðfræðitengt (*vona vona vona að það sé rétt*) en skil ekkert almennilega.

ég kann samt miklu betri brandara ;)

 
Þann 03 júlí, 2005 09:16, sagði Anonymous Nafnlaus...

Þar sem þú sagðir að þú myndir ekki segja frá brandaranum fyrr en fleiri myndu kommenta þá verð ég að setja inn komment og vona að þessi tvö frá mér og Ragnhildi séu nógu mörg svo þú segir frá :)

 
Þann 13 júlí, 2005 07:45, sagði Anonymous Nafnlaus...

ég er að deyja úr forvitni... næstum því :)

common stelpa, segðu okkur emilíu frá...

 
Þann 14 júlí, 2005 17:44, sagði Blogger Valla...

Hæ ég kem og heimsæki þig á 113 stræti :D

 
Viltu tjá þig?

27. júní 2005

Nýtt netfang

Jæja, ég vil byrja á að þakka öllum sem mættu fyrir komuna í partýið á laugardaginn. Ég skemmti mér alveg rosalega vel :)

Annars fékk ég bréf frá Columbia í dag með leiðbeiningum um hvernig ég ætti að virkja netfangið mitt. Ég er því komin með netfang hjá Columbia sem ég ætla að setja hér á síðuna. Eftir að ég virkjaði netfangið fór ég og skoðaði vefpóstinn hjá þeim. Það kom mér alveg allsvakalega á óvart að eitt tungumálanna sem hægt var að velja var íslenska. Síðan var vefpósturinn svo íslenskaður að ég held að hann sé íslenskari heldur en vefpóstur Háskóla Íslands. Meira að segja stillingarvalmyndin var íslenskuð en þannig er það ekki hjá Háskólanum. Ég verð að segja að þetta er nú hálfskammarlegt fyrir HÍ. Annars er nú bara gaman að þessu ;)

Það nýjasta í fréttum er annars að vinstri ökklinn minn er stokkbólginn. Mér tókst að misstíga mig allharkalega um hádegisbilið í gær. Kældi hann nú aðeins og fór síðan af stað upp í bíl og allt. Eftir að ég var komin heim og kl. var að verða fimm þá tók ég eftir að ökklinn var orðinn rosalega bólginn. Mér stóð sko ekki á sama og fór því upp á slysó. Eftir mikla bið og röntgenmyndatöku þá var úrskurðað að ég hefði tognað og myndi vera orðin fín eftir viku - þangað til er ég svo hölt að það er nánast bara fyndið.
Það eina sem ég get hugsað núna er að ég er svo fegin að þetta gerðist ekki fyrir laugardaginn - hugsa sér hvernig það hefði verið að haltra upp á svið og ná í prófskírteinið sitt. Úff!

Þann 28 júní, 2005 04:17, sagði Blogger Liney Halla...

vá, flott netfang. munar rosalega litlu að það sé snilldarlegt - skiptum út 1 fyrir 0 og þá höfum við jú 2005, árið í ár! voða er ég klár ;-j þekkirðu annars einhvern sem er fæddur 21. maí?
til hamingju með útskriftina! :)

 
Þann 28 júní, 2005 04:36, sagði Blogger Ragna...

Ég þekki eina sem á afmæli 12. maí :) annars er þetta satt hjá þér árið 2005 mun lifa í minningunni ekki síður út af netfanginu ;)

 
Þann 28 júní, 2005 12:40, sagði Anonymous Nafnlaus...

Takk fyrir síðast :) Vildi að ég hefði getað verið lengur. En ömurlegt að heyra með ökklan á þér :(

 
Þann 28 júní, 2005 13:50, sagði Blogger Ragna...

Þetta er nú farið að lagast - ökklinn var amk ekki tvöfaldur í morgun þó hann hafi eitthvað bólgnað aftur í dag

 
Þann 28 júní, 2005 19:42, sagði Anonymous Nafnlaus...

þetta gengur ekki stelpur! þið getið ekki heitað sama nafni! ég verð rugluð :S

RagnHILDUR

 
Þann 29 júní, 2005 06:02, sagði Blogger Ragna...

Isspiss þetta er mín síða Ragna má bara kalla sig Ragnal eða Ragna L eða bara hin Ragna

 
Viltu tjá þig?

24. júní 2005

Útskrift á morgun

Á morgun mun ég loksins útskrifast úr stærðfræðinni.
Hugsa sér að ég skuli vera búin að læra stærðfræði í þrjú ár.
Vegabréfið mitt er komið aftur í hús með áheftað umslag sem á að afhendast útlendingaeftirlitinu við komuna til Bandaríkjanna. Þetta er sem sagt allt að þokast í rétta átt.

Núna áðan var ég að pakka mína fyrstu tösku sem fer út. Ég hafði ekki áttað mig á hversu mikið af bókum ég á og langar að taka með (og þá er ég bara að tala um námsbækur). Þetta eru mest svona bækur sem ég held að ég gæti þurft að fletta upp í. En það á bara eftir að koma í ljós.

Annars gerðist það í gær sem ég vissi að myndi gerast fyrr en seinna. Ég var skömmuð fyrir að uppfæra síðuna allt of lítið. Þegar ég stofnaði þessa síðu þá gerði ég ráð fyrir þeim möguleika og bjó til fullt af afsökunum sem eru hérna efst á síðunni. Ég fattaði hins vegar ekki að þær eiga bara við þegar ég er komin út. Því vil ég bæta við einni afsökun í viðbót sem er bara í gildi hérna heima.

Afsökun: Það bara gerist svo lítið merkilegt hérna hjá mér á Íslandinu.

20. júní 2005

Viðtal

Jæja nýjustu fréttir.
Ég fór í viðtal í bandaríska sendiráðið í dag til þess að fá vegabréfsáritun sem stúdent. Það gekk bara eins og í sögu og vonandi fæ ég vegabréfið mitt sent í pósti fljótlega.
Þessa vikuna bíð ég bara eftir að fá bréf í pósti frá nemendaskrá um að ég muni útskrifast - vona að það komi fyrir helgina ;)

Fljótlega ætti ég líka að fá meiri fréttir um húsnæðið sem mér verður úthlutað. Maður þarf að fara að gera ráðstafanir og svona.

Systir mín er á landinu núna - fer aftur til baka á laugardaginn. Þar sem þau eru þrjú að ferðast og bara með u.þ.b. 3 töskur í farteskinu þá bauðst hún til þess að taka auka tösku með fyrir mig. Nú er ég að pæla hvort ég eigi að þiggja boðið - væri kannski sniðugt að koma nokkrum bókum og vetrarfatnaði út. Ég held samt að maður hafi nú ekki gott að því að taka fleiri töskur en þessar tvær sem má taka með sér í flugi til Bandaríkjanna - efast um að ég muni hafa pláss fyrir allt dótið sem ég myndi koma fyrir í þremur töskum.

Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá er kominn niðurteljari (ásamt teljara) á síðuna. Við getum sagt að niðurteljarinn sé í boði Ragnhildar. Vonandi mun ég síðan laga tenglasafnið síðar í sumar.

Bless í bili

Þann 21 júní, 2005 11:11, sagði Anonymous Nafnlaus...

Tù tarft nù ekki ad hafa àhyggjur af tvi ad turfa ad taka tad allt heim med tèr! èg legg til ad tù notir bara systur tina!

kvedur frà mèr i paris drekkandi raudvin i nàttfotunum kl 4 um daginn ;)

 
Þann 22 júní, 2005 05:27, sagði Blogger Ragna...

Jæja þú nýtur amk lífsins :)

 
Viltu tjá þig?

8. júní 2005

Metrar eða fet - Celsius eða Fahrenheit

Ég uppgötvaði í dag alveg skelfilegan hlut. Flestallar einingar úti í Bandaríkjunum eru öðruvísi.

Þetta byrjaði með því að ég fór í hádegismat með Ragnhildi og hún byrjaði að tala um að ég yrði bara komin í fetin og Fahrenheitin á notime. Ég er nú ekki alveg að kaupa það því t.d. tekur það mig ennþá alveg hálfa mínútu að breyta á milli hitakvarðanna. Fyrst þarf nefnilega að muna formúluna og þegar það er komið þarf að setja tölur inn í formúluna.

Næsta sjokk kom svo núna áðan. Um daginn hafði ég keypt mér þessa forláta plastvasamöppu (svokallaða kórbók). Ég hafði hugsað mér að setja í hana öll bréfin og eyðublöðin sem ég hef fengið frá Columbia ásamt þeim sem ég á eftir að fá. Bunkinn er nefnilega orðinn frekar stór og ég er búin að fá e-mail um að ég megi eiga von á fleiri bréfum. Nú, loksins þegar ég reyni að setja bréfin mín í möppuna þá komast þau ekki fyrir. Bréf frá Bandaríkjunum eru nefnilega ekki A4 heldur svona u.þ.b 0,8 mm breiðari. Ergo þau komast ekki fyrir í fínu möppunni minni.

Ekki láta mig svo byrja á DVD svæðisnúmerunum.

Þann 09 júní, 2005 06:31, sagði Anonymous Nafnlaus...

iss... maður þarf ekkert endilega að hugsa um DVD svæðisnúmer, það eina sem þarf er DVD-spilari sem spilar ALLT eins og ég ;)

þar að auki þarf maður ekkert formúlur til að skilja svona einingar, bara nokkur gildi til að muna

88 miles/h = 142 km/klst
86F = 30°C (ef ég man útreikninga þína rétt)
os.frv.

 
Þann 09 júní, 2005 07:44, sagði Blogger Ragna...

Já en þú veist að Bandaríkjamenn hugsa bara um sjálfa sig þar af leiðandi er mjög erfitt að fá DVD spilara sem spila öll svæði. Ég held þeir viti ekki að það séu til fleiri svæði en 1. Ég held reyndar að þeir viti ekki að það sé til eitthvað sem heitir svæðaskipting.
Það þýðir síðan ekki að taka með sér spilara því rafmagnið er ekki eins (sem er NB. eitt í viðbót sem er öðruvísi). Ég veit af fenginni reynslu að spennubreytar eru bara vesen.

 
Þann 10 júní, 2005 09:04, sagði Anonymous Nafnlaus...

já... þú meinar, greinilega hugsa ég jafn mikið og Bandaríkjamenn um sjálfa mig ;) Ég held samt ennþá að heimurinn snúist í kringum mig

 
Þann 10 júní, 2005 09:49, sagði Blogger Ragna...

Þú veist annars að það má skilja allt sem þú ert búin að skrifa á marga vegu :)
Spilar ÞÚ til dæmis ALLT? Hvernig getur ÞÚ spilað ALLT? Ég veit að DVD-spilarinn þinn spilar ALLT en ég er ekki alveg jafnviss um þig ;)

Og talandi um að heimurinn snúist í kringum þig. Ertu ekki orðin ringluð?

 
Þann 10 júní, 2005 09:53, sagði Anonymous Nafnlaus...

..ég er alltaf mjög ringluð!

leiðrétting á fyrsta commetinu frá mér: ð eina sem þarf er DVD-spilari sem spilar ALLT eins og ég Á ;)

 
Þann 10 júní, 2005 09:55, sagði Anonymous Nafnlaus...

...já og ég spila ekki allt, ég er með fordóma fyrir sumum myndum og tónlistarmönnum. En ég VEIT samt allt

 
Viltu tjá þig?

7. júní 2005

Jahá

Er þetta ekki að verða flott hjá mér? Mér tókst að láta kommentin vera soldið sniðug :) Prófið endilega að tjá ykkur ;)

Þann 08 júní, 2005 04:53, sagði Anonymous Nafnlaus...

...svo upptekin að þú komist ekki í tölvuna? ég held nú að þú myndir alltaf gefa þér tíma til að fara í tölvuna, þó að það yrði samt kannski ekki til að blogga ;)

 
Þann 08 júní, 2005 05:01, sagði Blogger Ragna...

Ekki eyðileggja þetta fyrir mér Ragnhildur. Ég var rétt búin að sannfæra mig um að þetta gæti alveg gerst :)

 
Viltu tjá þig?

Út ég skal

Veturinn 2004-2005 tók ég stóra ákvörðun. Til Bandaríkjanna skyldi haldið í doktorsnám í tölfræði. Við tóku margir mánuðir af undirbúningi því að mörgu þurfti að hyggja til þess að draumurinn yrði að veruleika. Loksins í apríl 2005 ákvað ég að næstu árunum skyldu varið í New York borg þar sem planið er að nema við Columbia háskóla. Ég ætla mér að vera dugleg að skrifa fréttir á þessa síðu varðandi dvöl mína í New York. Áður en að því kemur mun ég af og til koma með fréttir af undirbúningi fararinnar.

2. júní 2005

Ný síða

Ég ákvað að búa til nýja bloggsíðu í tilefni af sumrinu.

Þann 07 júní, 2005 13:35, sagði Blogger Ragna...

Ég verð að prófa að svara

 
Þann 07 júní, 2005 19:26, sagði Anonymous Nafnlaus...

Fín síða, verð að koma mér upp svona líka :)

 
Þann 08 júní, 2005 16:40, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju með bloggsíðuna. Ég verð duglegur að fylgjast með í vetur!!

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)