Ragna í New York

24. júní 2005

Útskrift á morgun

Á morgun mun ég loksins útskrifast úr stærðfræðinni.
Hugsa sér að ég skuli vera búin að læra stærðfræði í þrjú ár.
Vegabréfið mitt er komið aftur í hús með áheftað umslag sem á að afhendast útlendingaeftirlitinu við komuna til Bandaríkjanna. Þetta er sem sagt allt að þokast í rétta átt.

Núna áðan var ég að pakka mína fyrstu tösku sem fer út. Ég hafði ekki áttað mig á hversu mikið af bókum ég á og langar að taka með (og þá er ég bara að tala um námsbækur). Þetta eru mest svona bækur sem ég held að ég gæti þurft að fletta upp í. En það á bara eftir að koma í ljós.

Annars gerðist það í gær sem ég vissi að myndi gerast fyrr en seinna. Ég var skömmuð fyrir að uppfæra síðuna allt of lítið. Þegar ég stofnaði þessa síðu þá gerði ég ráð fyrir þeim möguleika og bjó til fullt af afsökunum sem eru hérna efst á síðunni. Ég fattaði hins vegar ekki að þær eiga bara við þegar ég er komin út. Því vil ég bæta við einni afsökun í viðbót sem er bara í gildi hérna heima.

Afsökun: Það bara gerist svo lítið merkilegt hérna hjá mér á Íslandinu.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)