Ragna í New York

8. júní 2005

Metrar eða fet - Celsius eða Fahrenheit

Ég uppgötvaði í dag alveg skelfilegan hlut. Flestallar einingar úti í Bandaríkjunum eru öðruvísi.

Þetta byrjaði með því að ég fór í hádegismat með Ragnhildi og hún byrjaði að tala um að ég yrði bara komin í fetin og Fahrenheitin á notime. Ég er nú ekki alveg að kaupa það því t.d. tekur það mig ennþá alveg hálfa mínútu að breyta á milli hitakvarðanna. Fyrst þarf nefnilega að muna formúluna og þegar það er komið þarf að setja tölur inn í formúluna.

Næsta sjokk kom svo núna áðan. Um daginn hafði ég keypt mér þessa forláta plastvasamöppu (svokallaða kórbók). Ég hafði hugsað mér að setja í hana öll bréfin og eyðublöðin sem ég hef fengið frá Columbia ásamt þeim sem ég á eftir að fá. Bunkinn er nefnilega orðinn frekar stór og ég er búin að fá e-mail um að ég megi eiga von á fleiri bréfum. Nú, loksins þegar ég reyni að setja bréfin mín í möppuna þá komast þau ekki fyrir. Bréf frá Bandaríkjunum eru nefnilega ekki A4 heldur svona u.þ.b 0,8 mm breiðari. Ergo þau komast ekki fyrir í fínu möppunni minni.

Ekki láta mig svo byrja á DVD svæðisnúmerunum.

Þann 09 júní, 2005 06:31, sagði Anonymous Nafnlaus...

iss... maður þarf ekkert endilega að hugsa um DVD svæðisnúmer, það eina sem þarf er DVD-spilari sem spilar ALLT eins og ég ;)

þar að auki þarf maður ekkert formúlur til að skilja svona einingar, bara nokkur gildi til að muna

88 miles/h = 142 km/klst
86F = 30°C (ef ég man útreikninga þína rétt)
os.frv.

 
Þann 09 júní, 2005 07:44, sagði Blogger Ragna...

Já en þú veist að Bandaríkjamenn hugsa bara um sjálfa sig þar af leiðandi er mjög erfitt að fá DVD spilara sem spila öll svæði. Ég held þeir viti ekki að það séu til fleiri svæði en 1. Ég held reyndar að þeir viti ekki að það sé til eitthvað sem heitir svæðaskipting.
Það þýðir síðan ekki að taka með sér spilara því rafmagnið er ekki eins (sem er NB. eitt í viðbót sem er öðruvísi). Ég veit af fenginni reynslu að spennubreytar eru bara vesen.

 
Þann 10 júní, 2005 09:04, sagði Anonymous Nafnlaus...

já... þú meinar, greinilega hugsa ég jafn mikið og Bandaríkjamenn um sjálfa mig ;) Ég held samt ennþá að heimurinn snúist í kringum mig

 
Þann 10 júní, 2005 09:49, sagði Blogger Ragna...

Þú veist annars að það má skilja allt sem þú ert búin að skrifa á marga vegu :)
Spilar ÞÚ til dæmis ALLT? Hvernig getur ÞÚ spilað ALLT? Ég veit að DVD-spilarinn þinn spilar ALLT en ég er ekki alveg jafnviss um þig ;)

Og talandi um að heimurinn snúist í kringum þig. Ertu ekki orðin ringluð?

 
Þann 10 júní, 2005 09:53, sagði Anonymous Nafnlaus...

..ég er alltaf mjög ringluð!

leiðrétting á fyrsta commetinu frá mér: ð eina sem þarf er DVD-spilari sem spilar ALLT eins og ég Á ;)

 
Þann 10 júní, 2005 09:55, sagði Anonymous Nafnlaus...

...já og ég spila ekki allt, ég er með fordóma fyrir sumum myndum og tónlistarmönnum. En ég VEIT samt allt

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)