Nýtt netfang
Jæja, ég vil byrja á að þakka öllum sem mættu fyrir komuna í partýið á laugardaginn. Ég skemmti mér alveg rosalega vel :)
Annars fékk ég bréf frá Columbia í dag með leiðbeiningum um hvernig ég ætti að virkja netfangið mitt. Ég er því komin með netfang hjá Columbia sem ég ætla að setja hér á síðuna. Eftir að ég virkjaði netfangið fór ég og skoðaði vefpóstinn hjá þeim. Það kom mér alveg allsvakalega á óvart að eitt tungumálanna sem hægt var að velja var íslenska. Síðan var vefpósturinn svo íslenskaður að ég held að hann sé íslenskari heldur en vefpóstur Háskóla Íslands. Meira að segja stillingarvalmyndin var íslenskuð en þannig er það ekki hjá Háskólanum. Ég verð að segja að þetta er nú hálfskammarlegt fyrir HÍ. Annars er nú bara gaman að þessu ;)
Það nýjasta í fréttum er annars að vinstri ökklinn minn er stokkbólginn. Mér tókst að misstíga mig allharkalega um hádegisbilið í gær. Kældi hann nú aðeins og fór síðan af stað upp í bíl og allt. Eftir að ég var komin heim og kl. var að verða fimm þá tók ég eftir að ökklinn var orðinn rosalega bólginn. Mér stóð sko ekki á sama og fór því upp á slysó. Eftir mikla bið og röntgenmyndatöku þá var úrskurðað að ég hefði tognað og myndi vera orðin fín eftir viku - þangað til er ég svo hölt að það er nánast bara fyndið.
Það eina sem ég get hugsað núna er að ég er svo fegin að þetta gerðist ekki fyrir laugardaginn - hugsa sér hvernig það hefði verið að haltra upp á svið og ná í prófskírteinið sitt. Úff!
vá, flott netfang. munar rosalega litlu að það sé snilldarlegt - skiptum út 1 fyrir 0 og þá höfum við jú 2005, árið í ár! voða er ég klár ;-j þekkirðu annars einhvern sem er fæddur 21. maí?
til hamingju með útskriftina! :)
Ég þekki eina sem á afmæli 12. maí :) annars er þetta satt hjá þér árið 2005 mun lifa í minningunni ekki síður út af netfanginu ;)
Takk fyrir síðast :) Vildi að ég hefði getað verið lengur. En ömurlegt að heyra með ökklan á þér :(
Þetta er nú farið að lagast - ökklinn var amk ekki tvöfaldur í morgun þó hann hafi eitthvað bólgnað aftur í dag
þetta gengur ekki stelpur! þið getið ekki heitað sama nafni! ég verð rugluð :S
RagnHILDUR
Isspiss þetta er mín síða Ragna má bara kalla sig Ragnal eða Ragna L eða bara hin Ragna