Út ég skal
Veturinn 2004-2005 tók ég stóra ákvörðun. Til Bandaríkjanna skyldi haldið í doktorsnám í tölfræði. Við tóku margir mánuðir af undirbúningi því að mörgu þurfti að hyggja til þess að draumurinn yrði að veruleika. Loksins í apríl 2005 ákvað ég að næstu árunum skyldu varið í New York borg þar sem planið er að nema við Columbia háskóla. Ég ætla mér að vera dugleg að skrifa fréttir á þessa síðu varðandi dvöl mína í New York. Áður en að því kemur mun ég af og til koma með fréttir af undirbúningi fararinnar.