Ragna í New York

7. júní 2005

Út ég skal

Veturinn 2004-2005 tók ég stóra ákvörðun. Til Bandaríkjanna skyldi haldið í doktorsnám í tölfræði. Við tóku margir mánuðir af undirbúningi því að mörgu þurfti að hyggja til þess að draumurinn yrði að veruleika. Loksins í apríl 2005 ákvað ég að næstu árunum skyldu varið í New York borg þar sem planið er að nema við Columbia háskóla. Ég ætla mér að vera dugleg að skrifa fréttir á þessa síðu varðandi dvöl mína í New York. Áður en að því kemur mun ég af og til koma með fréttir af undirbúningi fararinnar.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)