Ragna í New York

20. júní 2005

Viðtal

Jæja nýjustu fréttir.
Ég fór í viðtal í bandaríska sendiráðið í dag til þess að fá vegabréfsáritun sem stúdent. Það gekk bara eins og í sögu og vonandi fæ ég vegabréfið mitt sent í pósti fljótlega.
Þessa vikuna bíð ég bara eftir að fá bréf í pósti frá nemendaskrá um að ég muni útskrifast - vona að það komi fyrir helgina ;)

Fljótlega ætti ég líka að fá meiri fréttir um húsnæðið sem mér verður úthlutað. Maður þarf að fara að gera ráðstafanir og svona.

Systir mín er á landinu núna - fer aftur til baka á laugardaginn. Þar sem þau eru þrjú að ferðast og bara með u.þ.b. 3 töskur í farteskinu þá bauðst hún til þess að taka auka tösku með fyrir mig. Nú er ég að pæla hvort ég eigi að þiggja boðið - væri kannski sniðugt að koma nokkrum bókum og vetrarfatnaði út. Ég held samt að maður hafi nú ekki gott að því að taka fleiri töskur en þessar tvær sem má taka með sér í flugi til Bandaríkjanna - efast um að ég muni hafa pláss fyrir allt dótið sem ég myndi koma fyrir í þremur töskum.

Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá er kominn niðurteljari (ásamt teljara) á síðuna. Við getum sagt að niðurteljarinn sé í boði Ragnhildar. Vonandi mun ég síðan laga tenglasafnið síðar í sumar.

Bless í bili

Þann 21 júní, 2005 11:11, sagði Anonymous Nafnlaus...

Tù tarft nù ekki ad hafa àhyggjur af tvi ad turfa ad taka tad allt heim med tèr! èg legg til ad tù notir bara systur tina!

kvedur frà mèr i paris drekkandi raudvin i nàttfotunum kl 4 um daginn ;)

 
Þann 22 júní, 2005 05:27, sagði Blogger Ragna...

Jæja þú nýtur amk lífsins :)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)