Ragna í New York

26. ágúst 2006

Nýtt forrit

Er að prófa nýtt forrit til að skrifa inn fréttir. Vonum að þetta virki.
Nýjar fréttir frá því í gær. Keypti mér KitchenAid blandara á Amazon. Bíð svaka spennt eftir að fá hann.

Ég gleymdi að minnast á það í gær að nú eru 2 próf af þremur búin og bara líkindafræðin eftir á mánudaginn.

Næsta vika ætti að vera fróðleg. Ég á að byrja að kenna kúrs núna þessa önn. Hef ekkert pælt í kennslunni enda sagði prófessorinn minn að ég ætti ekkert að hugsa um það fyrr en eftir prófin mín. Nú var ég að fatta að ég á eftir að setja upp vefsíðuna, eftir að setja inn bókalista, eftir að finna út hvaða bók á að kenna. Eftir að gera ALLT!!! Ég byrja að kenna 6. september - þið megið óska mér góðs gengis.


Þann 27 ágúst, 2006 08:14, sagði Anonymous Nafnlaus...

Gangi þér vel Ranga mín. Þú átt alveg eftir að pluma þig í þessu. Þú spáir bara aðeins í þetta og svo verðurðu enga stund að gera þetta allt. :)

 
Þann 28 ágúst, 2006 12:03, sagði Anonymous Nafnlaus...

Gangi þér svaka vel þú átt eftir rúlla þessu upp að vanda :)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)