Kjálkabrjótur
Var að koma úr tveggja daga ferð til Siggu að ná í restið af dótinu mínu. Ágætisferð fékk m.a. myntuís á stað þar sem hægt var að fá 24 bragðtegundir af ís úr vél ;)
Fór annars í bíó í dag í staðinn fyrir popp og kók(eða sprite í mínu tilfelli) þá ákvað ég að fá mér kjálkabrjót til að gæða mér á yfir myndinni. Þetta var svona risakúla á stærð við konfektepli! og var hún alveg hörð. Fyrstu mínúturnar fóru í að velta fyrir sér hvernig ég gæti í ósköpunum borðað þetta, endaði með að sleikja kúluna eins og ís þangað til hún komst upp í mig. Eftir að myndin var búin var kúlan á stærð við borðtenniskúlu. Svo ég flutti hana með mér til New York og stari núna á hana og velti því fyrir mér hvort ég muni einhvern tíman klára að borða kúluna. Annars má segja að það séu margfalt betri kaup í þessu heldur en poppi og sprite, sjö sinnum ódýrara - endist tíu sinnum lengur ;)
haha... já, en er ekki skrýtið að vera að sjúga á einhverju risastóru nammi í bíósal? Varstu ekkert smeyk um að það myndu heyrast of mikið í þér?
sumir geta nú verið hljóðlátir ;)