Ragna í New York

7. ágúst 2006

Kjálkabrjótur

Var að koma úr tveggja daga ferð til Siggu að ná í restið af dótinu mínu. Ágætisferð fékk m.a. myntuís á stað þar sem hægt var að fá 24 bragðtegundir af ís úr vél ;)
Fór annars í bíó í dag í staðinn fyrir popp og kók(eða sprite í mínu tilfelli) þá ákvað ég að fá mér kjálkabrjót til að gæða mér á yfir myndinni. Þetta var svona risakúla á stærð við konfektepli! og var hún alveg hörð. Fyrstu mínúturnar fóru í að velta fyrir sér hvernig ég gæti í ósköpunum borðað þetta, endaði með að sleikja kúluna eins og ís þangað til hún komst upp í mig. Eftir að myndin var búin var kúlan á stærð við borðtenniskúlu. Svo ég flutti hana með mér til New York og stari núna á hana og velti því fyrir mér hvort ég muni einhvern tíman klára að borða kúluna. Annars má segja að það séu margfalt betri kaup í þessu heldur en poppi og sprite, sjö sinnum ódýrara - endist tíu sinnum lengur ;)

Þann 08 ágúst, 2006 08:42, sagði Anonymous Nafnlaus...

haha... já, en er ekki skrýtið að vera að sjúga á einhverju risastóru nammi í bíósal? Varstu ekkert smeyk um að það myndu heyrast of mikið í þér?

 
Þann 08 ágúst, 2006 10:16, sagði Blogger Ragna...

sumir geta nú verið hljóðlátir ;)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)