Ragna í New York

17. ágúst 2006

Sjónvarpsmáltíð

Kynntist þessum ekta amerísku sjónvarpsmáltíðum í dag. Kjúklingur í raspi með karftöflumús og maísbaunum með skúffuköku í eftirrétt. Ha ha ha - maður setti sko allt í örbylgjuofninn og svo þegar tíminn var hálfnaður þá þurfti maður að taka skúffukökuna úr því þá var hún tilbúin.

Annars byrja prófin mín á mánudaginn - tek þrjú próf það síðasta 28. ágúst. Þið megið hugsa fallega til mín næstu vikuna.

Konan - eins og ég ætla að kalla hana héreftir - flutti út 1. ágúst og borgar ekki leigu fyrir ágústmánuð, skilst mér frá Meha. Ég skil þetta ekki. Þegar við tékkuðum í byrjun júní hvort hægt væri að henda henni út þá skildist mér að fyrst á pappírunum stæði að hún mætti vera til 24. ágúst þá væri ekki hægt að reka hana út fyrr en þá. Nú segja þeir hins vegar að ekki sé hægt að krefja hana um leigu fyrir ágústmánuð þar sem það væru engir pappírar fyrir utan þennan sem fór til Columbia og konan fór út fyrir fyrsta. Æi heilinn á mér snýst í hringi núna. Ég held að það væri óvitlaust að láta athuga þetta nánar.

Annars virðist allt vera að vakna til lífsins núna aftur. Fólk er greinilega að flytja í hverfið í hrönnum og ég hef lent í því oftar en tvisvar að vera spurð að því hvernig það er að búa hérna og hvar sé öruggt oþh. Ætli maður sé farinn að líta út fyrir að vera svona heimavanur hérna???

Þann 18 ágúst, 2006 15:42, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ég er farin að hafa virkilegan áhuga á því hvað þessi kona gerði.

 
Þann 20 ágúst, 2006 20:13, sagði Anonymous Nafnlaus...

Gangi þér vel í prófinu á morgun!

 
Þann 26 ágúst, 2006 14:58, sagði Anonymous Nafnlaus...

Leið og maður hættir að horfa týndur í kringum sig þá lítur maður út fyrir að vera heimamaður, er alveg löngu byrjuð að upplifa þetta, Lára

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)