Ragna í New York

22. ágúst 2006

1 búið 2 eftir

Kláraði fyrsta prófið mitt í dag - verð búin eftir viku.

Var annars að fatta að á morgun þriðjudag (eða í dag eftir því hvernig á það er litið) er nákvæmlega ár liðið frá því ég flutti til New York. Vá hvað þetta er fljótt að líða allt saman. Ef ég kemst yfir þessa prófahindrun þá lítur næsta ár bara allsæmilega út. Ég er samt ennþá jafnvitlaus og ég var fyrir ári síðan ;) hahaha

update: ennþá meira haha. Skv. teljaranum mínum kom einhver lesandi hingað inn með því að leita á Google eftir orðunum "versla í New York" og ég var númer fimm á þeim lista. hahahahaha

Þann 22 ágúst, 2006 16:25, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hahaha, fyndið.
Gangi þér vel í þeim prófum sem eru eftir. :)

 
Þann 24 ágúst, 2006 07:05, sagði Anonymous Nafnlaus...

Sæl Ragna mín,
Gangi þér áfram vel í prófunum, en mér finnst verst að þér skuli ekki hafa farið neitt fram á heilu ári (hahaha). Gaman að heyra frá þér. Kveðja Sigrún

 
Þann 24 ágúst, 2006 19:55, sagði Blogger Hákon...

Það sem maður gerir í prófum...
(ég hef samt ekki prófað að gúgla mig svona út í ystu ;) )

 
Þann 24 ágúst, 2006 21:22, sagði Blogger Ragna...

iss Hákon - ekki eins og mér hafi dottið í hug að leita að síðunni minn með þessum orðum. Ég sá bara á statistíkinni á síðunni minni að einhver annar hefði fundið síðuna mína með því að leita að "versla í New York" á Google ;)
Annars er ég nú bara fegin að það var ekki verra en þetta :D

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)