Komin
Ég er komin í þessa allsvakalegu hitabylgju sem ríður yfir þessa dagana. Það er varla líft inn í íbúðinni fyrir utan herbergið mitt þar er voða notalegt að vera. Keypti meira að segja viftu bara til að hafa í stofunni svo ég geti horft á rockstar í sjónvarpinu. Ætli það megi ekki segja að það sé HOT HOT HOT hérna ;)
Mér tókst nefnilega að koma akkúrat á heitasta degi sumarsins eftir að hafa notið góðu loftkælingarinnar hjá Siggu í um viku.
Það var alveg frábært á Íslandi, þetta var æðislegur tími. Þakka sérstaklega r-unum mínum, Ragnhildi og Rögnu fyrir að vera svona skemmtilegar. Mjááááá myndi leigubílstjórinn ábyggilega segja ;)
Annars byrjaði Íslandsdvölin mín á að fara í 3 nátta ferð norður á Siglufjörð með foreldrum mínum, afslappandi og skemmtileg ferð. Eftir að ég kom í bæinn aftur fór ég í innflutningspartí til Emilíu og Jóns Þórs, hitti Bjarnheiði, Ásdísi og Völlu í 6.X stelpuhittingi og svo fór ég í afar skemmtilegt 'roadtrip' um Snæfellsnesið með R-unum. Ég held að kríurnar við Arnarstapa jafni sig varla í bráð. Þegar hér er komið við sögu var vika liðin af dvölinni. Rúmri viku áður hafði systir mín skyndilega ákveðið að taka Stefán Helgi með í business ferð til Evrópu og skilja hann eftir á Íslandi. Fyrstu tvo dagana fórum við í tennis niður í Laugardal og svo í fjöruferð uppi í sveit. Mið-fös hafði Bragi fengið leyfi til að Stefán mætti fara í Sumarbúðir í Borg hjá Völsurum. Það endaði svo með því að ég fékk líka að fara í sumarbúðir í Borg ;) og fór því galvösk í fjölskyldugarðinn og nauthólsvíkina. Það vildi svo heppilega til að akkúrat þessa daga hans Stefáns á leikjanámskeiðinu var besta veður það sem þá var liðið sumri og þar sem mér tókst að taka sólarvörnina mína upp úr ferðatöskuni áður en ég lagði af stað til íslands þá hef ég dágóða sönnun þess að maður getur víst orðið brúnn á Íslandi. Annars á föstudeginum hitti ég Helgu Björk í hádegismat og fór á Austurvöll með henni ásamt því að heimsækja Ástu í KB-banka þar sem við vorum einu viðskiptavinirnir. Seinna um kvöldið fór ég svo á Footloose með R-unum og ég er ekki frá því að hafa orðið fyrir smávonbrigðum, ætli þetta hafi ekki verið svona sýning eins og maður ímyndaði sér Versló-sýningarnar hér á árum áður. Á laugardeginum hitti ég svo Emilíu, Jón Þór, Ragnhildi, Rögnu og Katrínu í grill heima hjá Emilíu og skruppum við R-in síðan í smá Singstar partí eftir það. Daginn eftir skrapp ég svo upp í sveit þar sem mamma, pabbi, Sigga Sóley og Stefán voru. Held ég hafi bara hitt nánast alla ættingja mína í pabba ætt þann daginn. Ég passaði mig ekki, það tók 5-6 klst að fara á milli þessa þriggja bústaða og afraksturinn var þessi fína rauða bringa. Hitti svo stærðfræðistelpurnar Guðbjörtu, Helgu Björk og Ástu á kaffihúsi seinna um kvöldið.Á mánudeginum fór ég í smáverslunarferð með Siggu ásamt því að hitta Sigga Smára á kaffihúsi og svo skruppum við upp í sveit með Ragnhildi til að hitta restina af mannskapnum í kvöldmat. Á þriðjudeginum var svo komið að heimferð hjá mér - hef aldrei séð jafnmikið af fólki í Leifsstöð að checka sig inn!!! Vel á minnst til hamingju með nýju vinnuna Ragna!!!
Já svona var ferðin mín í löngum dráttum, ábyggilega eitthvað sem ég hef gleymt eins og hinum mörgu ísferðum, kringlukránni?, öllum grillmatnum, græjur blastaðar í Hvalfjarðargöngunum osfrv.
Góðu fréttirnar eru annars þær að konan er fariin!!! jibbý!!! Hún reyndar tók espressókaffikönnuna mína (skildi svo eftir sína sem vantar á svarta tappann á lokið) en hvað nennir maður svo sem að gera í því. Líka alveg ótrúlegt hvað henni tókst að sprengja af ljósaperum í íbúðinni og skilja eftir 5 ruslapoka á ganginum fyrir framan íbúðina sem lyktuðu ekki ýkja vel þegar ég kom...
...látum þetta vera nóg af kvarti og kveini - núna er það bara skólinn og reyna að lifa af þennan hita (við erum að tala um 38 gráður í raka sem manni finnst vera 42 gráður) en sem betur fer á hitinn að lækka aðeins á morgun
það er sko hot hot að konan sé farin og þú getir verið heima hjá þér í friði!
takk fyrir það og takk æðislega fyrir síðast, ævintýrin voru mörg:)
gott að heyra að konan er farin..jibbi:)
hafðu það gott skvís:)
hot hot hot kveðja Ragna:)
JAHÚ! og jibbíjei að þú sért laus við kon(frenj)una!!!
Þetta hefur verið frábær Íslandsdvöl sé ég - nda áttiru það nú meir en skilið eftir hrakningarnar síðustu vikur fyrir heimkomu! :)