Ragna í New York

29. apríl 2006

Vatn

Sá myndina "Water" í gær. Fór með Meha of vinum hennar í Angelika bíóið á Houston stræti (borið fram Háston). Þetta var ansi magnþrungin mynd, fjallar um ekkjur á Indlandi kringum 1930. Sagan segir frá því þegar nýjasta ekkjan kemur á heimilið, 9 ára stelpa kölluð Chuyia. Samkvæmt trúnni þá voru konur eign manna sinna og þegar þeir dóu þurftu þær að fara líka, hvernig sem það var nú gert. Svo litu allir niður á ekkjurnar eða töldu að þær bæru með sér ógæfu. Mæli með að fólk sjái þessa mynd - margt hálf sjokkerandi í henni. Þar sem ég fór nú í bíó með þremur Indverjum þá verð ég nú að segja að eina sem þau voru ekki ánægð með er að þeim finnst leikstjórinn vera einum of dramatísk, þetta sé ekki svona í dag eins og þetta var þá, þrátt fyrir að þetta gerist víst samt ennþá í dag.

Annars eftir myndina kíktum við aðeins á hverfið þarna kringum NYU (New York University). Voða gaman að sjá muninn á downtown lífinu og þar sem ég bý hérna uppfrá. Ekki það að það sé ekki neitt líf hérna uppfrá, það er nú einu sinni háskóli hérna. Hins vegar snýst skemmtanalífið hérna uppfrá nánast eingöngu um háskólann á meðan lífið í kringum NYU er blandað alls konar áhugaverðum þjóðfélagshópum, svo ég hljómi nú hlutlaus, (politically correct).


Ráðlegging dagsins: í sambandi við Háston stræti - gott ráð handa fólki sem ætlar til New York - eitt það fyrsta sem kemur upp um að fólk sé ekki frá New York er þegar það bera fram Houston St. Það er sem sagt Háston en ekki Hjúston.

28. apríl 2006

English

For non-Icelanders I recommend this translater.
You can try to translate my webpage.
For you Icelanders - this makes a good laugh ;)

26. apríl 2006

Löggulíf

Random sögur úr daglega lífinu.
Er að labba yfir götu sé útundan mér svona bláan bíl. Lít aðeins upp og sé að maðurinn við stýrið er í lögregluskyrtu með skjöld í brjóstvasanum. Lít ennþá meira upp, því mér fannst þetta ekki vera löggubíll. Sem var rétt - bara venjulegur blár bíll. Löggan sér mig vera að skoða sig. Kallar hátt og glaðlega: "Have a really nice day!".
Er að kaupa mér í kvöldmatinn - svona staður þar sem maður getur fengið pizzusneiðar, salatskálar, hamborgara, pasta o.s.frv. 3 mismunandi löggubílar komu á meðan ég var þarna inni, allir að kaupa sér í svanginn líka. Einn reyndar þurfti að drífa sig í burtu - löggan var næstum búin að hlaupa út með salatskálina sína (án þess að borga)- uppgötvaði það samt um leið og skildi hana eftir hjá kassadömunni.

Það líður ekki sá dagur að ég sjái ekki amk svona 10 löggur og 5 slökkviliðsmenn. Slökkviliðið er reyndar í götunni hjá mér en oftast sér maður þá með hálfleiðindasvip kíkjandi út um gluggan með sírenuna á fullu.


Það má nú samt viðurkennast að ég er byrjuð að skilja þetta fát með karlmenn í einkennisbúningum...

21. apríl 2006

Loksins...

... komin helgi. Ég er dauðþreytt eftir vikuna.
Var að koma af fyrirlestri hjá Persi Diaconis. Hann er mjög frægur líkinda/tölfræðingur og er prófessor við Stanford háskóla. Mjög skemmtilegur náungi greinilega og gaman að hlusta á. Hann hætti víst í skóla þegar hann var 14 ára og kom fram sem töframaður þar til hann ákvað einn daginn að fara í háskóla. Hér er skemmtileg grein um líf hans - mæli alveg með lesningunni.

En já fór á fyrilestur hjá Hermanni í gær og hitti hann svo aftur á fyrirlestrinum í dag. Í deildinni hjá mér er reunion í gangi, allir útskrifaðir doktorsnemar og fyrrum prófessorar frá upphafi deildarinnar eru að hittast. Var mér snemma tilkynnt að sko hinn Íslendingurinn sem hefði stundað nám við deildina ætlaði að koma. Spurning hvort ég nái að hitta á hann á morgun. Nóg af Íslendingum hérna skal ég segja ykkur.

Annars er ég búin að gera stórkostleg plön varðandi kvöldmat í kvöld (plönin eru sko ennþá bara hugmyndir ) ef úr verður læt ég vita hvernig til tekst. Hugsa samt að líklegra sé að ég muni bara sofna fyrir framan sjónvarpið miðað við hversu þreytt ég er.

Þann 23 apríl, 2006 09:14, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hvernig voru þessi rosalegu matarplön og hvernig gengu þau?

 
Viltu tjá þig?

20. apríl 2006

Smá hroki hérna ;)

Varð bara að láta ykkur vita að ég sit núna úti á campus í 27 stiga hita og er að vinna heimadæmin mín ;) Tókst meira að segja að finna skugga þ.a. ég sé á tölvuna og allt ;)

19. apríl 2006

Kosningar

Ætla lítið að tjá mig um hvernig ég eyddi deginum í dag. Bendi bara á færsluna hjá Albínu. Vorkenndi nú samt dálítið Petu frænku. Var í símasambandi við hana og hún nátla föst uppi á 36. hæð.

Svo vil ég óska Margréti til hamingu - hún fór í prufuspil hjá Óperunni í New York (hún spilar á selló) og þótt hún hafi ekki verið ráðin þá komst hún í final 3 hópinn. Mér finnst þetta bara rosalega flott hjá stelpunni miðað við fyrstu tilraun - hugsið ykkur alla samkeppnina í New York!!!

Þann 19 apríl, 2006 20:44, sagði Blogger High Power Rocketry...

: )

 
Þann 20 apríl, 2006 07:02, sagði Blogger Guðrún...

Hæ Ragna! (já, ég kíki stundum við...)
ég bið ofsalega vel að heilsa Margréti!!

Guðrún Rúts

 
Viltu tjá þig?

Hver er sinnar gæfu smiður

Fékk svona hefðbundinn málshátt í páskaegginu mínu.
Lífið gengur sinn vanagang.
Er að skrifa blogg í staðinn fyrir að klára heimadæmin mín og klukkan er 20 mínútur yfir tólf á miðnætti - isspiss.
Veðrið orðið gott aftur hérna, á laugardaginn var götumarkaður hérna á Broadway. Keypti mér eitt og annað m.a. blævæng til að hengja upp á vegg hjá mér.
Meha hélt afmæli handa Brian kærastanum sínum, hérna í íbúðinni á laugardaginn. Þetta átti að vera surprise en Brian tókst að plata upp úr henni að það yrði veisla. Svona er þetta þegar kærastinn þinn er með doktorspróf í stærðfræði, sérgrein rökfræði. Annars gerðist dálítið fyndið atvik í veislunni. Við Meha settum 30 kerti í afmæliskökuna (sem var NB ískaka) og kveiktum svo á þeim. Hún hafði fengið vini Brians til að kaupa kertin fyrir okkur. En já þegar kemur að því að slökkva á kertunum þá slokknar ekki á þriðjungi þeirra (kertin voru í þremur pökkum). Kom í ljós að þetta voru svona trick kerti, þ.e. kerti sem kveikja á sér aftur þegar búið er að slökkva á þeim. Það var engin leið að blása á þau og það var mikill hamagangur og loks þurfti ég að ná í plokkarann minn svo hægt væri að fjarlægja kertin og dýfa þeim ofan í vatnsglas. Minntist ég á að þetta var ískaka???

Átti að fara í páskamat til Petu frænku á páskadag. Við enduðum í páskamat hjá sendiherrahjónunum hér í borg. Gaman að hitta fleiri Íslendinga hérna. Líka voða gaman að fá að kíkja inn í íbúð á Park Avenue. En já maturinn var góður - svona ekta íslenskur - lambalæri og sósa ásamt grænum baunum rauðkáli og brúnuðum kartöflum. Reyndar var lambið víst frá Nýja-Sjálandi en við fengum íslenskan lax í forrétt ;) En já eftirminnilegur páskadagur sem mun seint gleymast.

Læt kannski heyra í mér síðar í vikunni - er á leið á fyrirlestur hjá engum öðrum en Hermanni Þórissyni á fimmtudaginn. Hann víst bara mættur í borgina. Hlakka til að sjá hvort ég skilji eitthvað það sem hann ætlar að tala um.

Þann 21 apríl, 2006 18:18, sagði Anonymous Nafnlaus...

mjögmjög skemmtileg afmælissaga :)

 
Viltu tjá þig?

3. apríl 2006

Mig langar í vinnu

Fór í Google höfuðstöðvarnar í dag við Times Square. Mjög þekktur prófessor hjá Harvard, Don Rubin, var með fyrirlestur þar í dag og var okkur hjá Columbia boðið að kíkja á hann. Ætla nú minnst að tjá mig um fyrirlesturinn þó að hans heimspeki um tölfræði hafi verið frekar áhugaverð. Mér leist best á salinn þar sem fyrirlesturinn var. Við fórum krókaleið til að komast í salinn og á leiðinni sáum við allan matinn og drykkin sem starfsmönnum Google er boðið, án endurgjalds. Það var meira að segja svona poppkornsmaskína á einum stað (þið vitið svona gamaldags sem lítur út eins og einhvers konar vagn). Þegar inn í salinn kom þá ætluðu augun að skoppa út. Þetta var risastór salur, fyrst þegar maður kom inn þá sá maður borðtennisborð (svona alvöru ekki eins og við bjuggum til í 6.X) til vinstri var svo poolborð, lengst úti í enda voru fullt af grjónapokum í kringum foosballborð og svo var kista merkt á þá leið að hún innihéldi jóga og pilates áhöld. Já og vel á minnst þegar við biðum eftir að vera fylgt í salinn þá sáum við skilti þar sem var verið að vísa veginn að nuddstól og nuddbekk. Hverjum langar ekki að vinna á svona stað?

Þann 04 apríl, 2006 06:20, sagði Anonymous Nafnlaus...

Síðan er spurningin hvort einhver var að nýta sér þessi áhöld? Hefur ekki þetta fólk í google betra að gera heldur en að liggja í nuddstólum og éta poppkorn allan daginn???

 
Þann 04 apríl, 2006 20:32, sagði Blogger Valla...

HVERN langar Ragnheiður! Já og Google er ógeðslega flott :) Það er líka hægt að þvo þvottinn meðan maður er í vinnunni :)

 
Þann 04 apríl, 2006 22:32, sagði Blogger Albína...

Ætli þeim vanti ekki dýrabeinafornleifafræðinga í vinnu?

 
Þann 05 apríl, 2006 00:14, sagði Blogger Ragna...

Þetta var nú samt amk rétt í fyrirsögninni. Ef þið pælið samt í því, fyrirtækið er staðsett á Times Square, þar sem eru einar verðmætustu fasteignir í USA eru. Hvað ætli það kosti að hafa risastórt leikherbergi á þessari staðsetningu?

 
Þann 05 apríl, 2006 00:16, sagði Blogger Ragna...

Já og Albína - það er aldrei að vita nema þeir vilji ráða dýrabeinafornleifafræðinga í vinnu - þetta er nú einu sinni voða "easy-going" fyrirtæki.

 
Þann 05 apríl, 2006 07:04, sagði Anonymous Nafnlaus...

Svona til þess að láta þér líða enn betur með hitann í NY þá er ekta íslenskur snjóstormur hér í Reykjavík akkúrat núna. Brrr... langar ekki út!

 
Þann 05 apríl, 2006 21:26, sagði Blogger Ragna...

heldurðu að það hafi ekki bara snjóað hér í dag
allir voru furðulostnir en snjókoman varði nú ekki lengi enda var hitinn alveg ágætlega yfir frostmarki

 
Þann 06 apríl, 2006 13:50, sagði Anonymous Nafnlaus...

Vá, þannig að þetta er alheimsvandamál!!

 
Viltu tjá þig?

1. apríl 2006

Vor

Það er búið að vera æðislegt veður síðustu vikuna. Byrjaði í svona 15 gráðum og hefur verið um og yfir 20 gráður frá því á föstudaginn. Þegar ég labba heim á daginn hef ég viljandi labbað á ská, þvert yfir campus því allir eru úti í góða veðrinu. Tröppurnar að Low Library ásamt öllum grasblettum eru yfirfull af fólki og þetta einhvern veginn bætir upp daginn að upplifa þetta.

Vonum bara að þetta haldist, Harold var eitthvað að hræða mig með því að ég þyrfti ábyggilega að útvega mér loftkælingu í lok apríl. Plan fyrir næstu viku er að læra (gat verið) og síðan verðu haldið til Wilmington í 6 ára afmælisveislu næsta laugardag.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)