Vatn
Sá myndina "Water" í gær. Fór með Meha of vinum hennar í Angelika bíóið á Houston stræti (borið fram Háston). Þetta var ansi magnþrungin mynd, fjallar um ekkjur á Indlandi kringum 1930. Sagan segir frá því þegar nýjasta ekkjan kemur á heimilið, 9 ára stelpa kölluð Chuyia. Samkvæmt trúnni þá voru konur eign manna sinna og þegar þeir dóu þurftu þær að fara líka, hvernig sem það var nú gert. Svo litu allir niður á ekkjurnar eða töldu að þær bæru með sér ógæfu. Mæli með að fólk sjái þessa mynd - margt hálf sjokkerandi í henni. Þar sem ég fór nú í bíó með þremur Indverjum þá verð ég nú að segja að eina sem þau voru ekki ánægð með er að þeim finnst leikstjórinn vera einum of dramatísk, þetta sé ekki svona í dag eins og þetta var þá, þrátt fyrir að þetta gerist víst samt ennþá í dag.
Annars eftir myndina kíktum við aðeins á hverfið þarna kringum NYU (New York University). Voða gaman að sjá muninn á downtown lífinu og þar sem ég bý hérna uppfrá. Ekki það að það sé ekki neitt líf hérna uppfrá, það er nú einu sinni háskóli hérna. Hins vegar snýst skemmtanalífið hérna uppfrá nánast eingöngu um háskólann á meðan lífið í kringum NYU er blandað alls konar áhugaverðum þjóðfélagshópum, svo ég hljómi nú hlutlaus, (politically correct).
Ráðlegging dagsins: í sambandi við Háston stræti - gott ráð handa fólki sem ætlar til New York - eitt það fyrsta sem kemur upp um að fólk sé ekki frá New York er þegar það bera fram Houston St. Það er sem sagt Háston en ekki Hjúston.