Hver er sinnar gæfu smiður
Fékk svona hefðbundinn málshátt í páskaegginu mínu.
Lífið gengur sinn vanagang.
Er að skrifa blogg í staðinn fyrir að klára heimadæmin mín og klukkan er 20 mínútur yfir tólf á miðnætti - isspiss.
Veðrið orðið gott aftur hérna, á laugardaginn var götumarkaður hérna á Broadway. Keypti mér eitt og annað m.a. blævæng til að hengja upp á vegg hjá mér.
Meha hélt afmæli handa Brian kærastanum sínum, hérna í íbúðinni á laugardaginn. Þetta átti að vera surprise en Brian tókst að plata upp úr henni að það yrði veisla. Svona er þetta þegar kærastinn þinn er með doktorspróf í stærðfræði, sérgrein rökfræði. Annars gerðist dálítið fyndið atvik í veislunni. Við Meha settum 30 kerti í afmæliskökuna (sem var NB ískaka) og kveiktum svo á þeim. Hún hafði fengið vini Brians til að kaupa kertin fyrir okkur. En já þegar kemur að því að slökkva á kertunum þá slokknar ekki á þriðjungi þeirra (kertin voru í þremur pökkum). Kom í ljós að þetta voru svona trick kerti, þ.e. kerti sem kveikja á sér aftur þegar búið er að slökkva á þeim. Það var engin leið að blása á þau og það var mikill hamagangur og loks þurfti ég að ná í plokkarann minn svo hægt væri að fjarlægja kertin og dýfa þeim ofan í vatnsglas. Minntist ég á að þetta var ískaka???
Átti að fara í páskamat til Petu frænku á páskadag. Við enduðum í páskamat hjá sendiherrahjónunum hér í borg. Gaman að hitta fleiri Íslendinga hérna. Líka voða gaman að fá að kíkja inn í íbúð á Park Avenue. En já maturinn var góður - svona ekta íslenskur - lambalæri og sósa ásamt grænum baunum rauðkáli og brúnuðum kartöflum. Reyndar var lambið víst frá Nýja-Sjálandi en við fengum íslenskan lax í forrétt ;) En já eftirminnilegur páskadagur sem mun seint gleymast.
Læt kannski heyra í mér síðar í vikunni - er á leið á fyrirlestur hjá engum öðrum en Hermanni Þórissyni á fimmtudaginn. Hann víst bara mættur í borgina. Hlakka til að sjá hvort ég skilji eitthvað það sem hann ætlar að tala um.
mjögmjög skemmtileg afmælissaga :)