Ragna í New York

19. apríl 2006

Hver er sinnar gæfu smiður

Fékk svona hefðbundinn málshátt í páskaegginu mínu.
Lífið gengur sinn vanagang.
Er að skrifa blogg í staðinn fyrir að klára heimadæmin mín og klukkan er 20 mínútur yfir tólf á miðnætti - isspiss.
Veðrið orðið gott aftur hérna, á laugardaginn var götumarkaður hérna á Broadway. Keypti mér eitt og annað m.a. blævæng til að hengja upp á vegg hjá mér.
Meha hélt afmæli handa Brian kærastanum sínum, hérna í íbúðinni á laugardaginn. Þetta átti að vera surprise en Brian tókst að plata upp úr henni að það yrði veisla. Svona er þetta þegar kærastinn þinn er með doktorspróf í stærðfræði, sérgrein rökfræði. Annars gerðist dálítið fyndið atvik í veislunni. Við Meha settum 30 kerti í afmæliskökuna (sem var NB ískaka) og kveiktum svo á þeim. Hún hafði fengið vini Brians til að kaupa kertin fyrir okkur. En já þegar kemur að því að slökkva á kertunum þá slokknar ekki á þriðjungi þeirra (kertin voru í þremur pökkum). Kom í ljós að þetta voru svona trick kerti, þ.e. kerti sem kveikja á sér aftur þegar búið er að slökkva á þeim. Það var engin leið að blása á þau og það var mikill hamagangur og loks þurfti ég að ná í plokkarann minn svo hægt væri að fjarlægja kertin og dýfa þeim ofan í vatnsglas. Minntist ég á að þetta var ískaka???

Átti að fara í páskamat til Petu frænku á páskadag. Við enduðum í páskamat hjá sendiherrahjónunum hér í borg. Gaman að hitta fleiri Íslendinga hérna. Líka voða gaman að fá að kíkja inn í íbúð á Park Avenue. En já maturinn var góður - svona ekta íslenskur - lambalæri og sósa ásamt grænum baunum rauðkáli og brúnuðum kartöflum. Reyndar var lambið víst frá Nýja-Sjálandi en við fengum íslenskan lax í forrétt ;) En já eftirminnilegur páskadagur sem mun seint gleymast.

Læt kannski heyra í mér síðar í vikunni - er á leið á fyrirlestur hjá engum öðrum en Hermanni Þórissyni á fimmtudaginn. Hann víst bara mættur í borgina. Hlakka til að sjá hvort ég skilji eitthvað það sem hann ætlar að tala um.

Þann 21 apríl, 2006 18:18, sagði Anonymous Nafnlaus...

mjögmjög skemmtileg afmælissaga :)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)