Vor
Það er búið að vera æðislegt veður síðustu vikuna. Byrjaði í svona 15 gráðum og hefur verið um og yfir 20 gráður frá því á föstudaginn. Þegar ég labba heim á daginn hef ég viljandi labbað á ská, þvert yfir campus því allir eru úti í góða veðrinu. Tröppurnar að Low Library ásamt öllum grasblettum eru yfirfull af fólki og þetta einhvern veginn bætir upp daginn að upplifa þetta.
Vonum bara að þetta haldist, Harold var eitthvað að hræða mig með því að ég þyrfti ábyggilega að útvega mér loftkælingu í lok apríl. Plan fyrir næstu viku er að læra (gat verið) og síðan verðu haldið til Wilmington í 6 ára afmælisveislu næsta laugardag.