Ragna í New York

21. apríl 2006

Loksins...

... komin helgi. Ég er dauðþreytt eftir vikuna.
Var að koma af fyrirlestri hjá Persi Diaconis. Hann er mjög frægur líkinda/tölfræðingur og er prófessor við Stanford háskóla. Mjög skemmtilegur náungi greinilega og gaman að hlusta á. Hann hætti víst í skóla þegar hann var 14 ára og kom fram sem töframaður þar til hann ákvað einn daginn að fara í háskóla. Hér er skemmtileg grein um líf hans - mæli alveg með lesningunni.

En já fór á fyrilestur hjá Hermanni í gær og hitti hann svo aftur á fyrirlestrinum í dag. Í deildinni hjá mér er reunion í gangi, allir útskrifaðir doktorsnemar og fyrrum prófessorar frá upphafi deildarinnar eru að hittast. Var mér snemma tilkynnt að sko hinn Íslendingurinn sem hefði stundað nám við deildina ætlaði að koma. Spurning hvort ég nái að hitta á hann á morgun. Nóg af Íslendingum hérna skal ég segja ykkur.

Annars er ég búin að gera stórkostleg plön varðandi kvöldmat í kvöld (plönin eru sko ennþá bara hugmyndir ) ef úr verður læt ég vita hvernig til tekst. Hugsa samt að líklegra sé að ég muni bara sofna fyrir framan sjónvarpið miðað við hversu þreytt ég er.

Þann 23 apríl, 2006 09:14, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hvernig voru þessi rosalegu matarplön og hvernig gengu þau?

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)