Ragna í New York

3. apríl 2006

Mig langar í vinnu

Fór í Google höfuðstöðvarnar í dag við Times Square. Mjög þekktur prófessor hjá Harvard, Don Rubin, var með fyrirlestur þar í dag og var okkur hjá Columbia boðið að kíkja á hann. Ætla nú minnst að tjá mig um fyrirlesturinn þó að hans heimspeki um tölfræði hafi verið frekar áhugaverð. Mér leist best á salinn þar sem fyrirlesturinn var. Við fórum krókaleið til að komast í salinn og á leiðinni sáum við allan matinn og drykkin sem starfsmönnum Google er boðið, án endurgjalds. Það var meira að segja svona poppkornsmaskína á einum stað (þið vitið svona gamaldags sem lítur út eins og einhvers konar vagn). Þegar inn í salinn kom þá ætluðu augun að skoppa út. Þetta var risastór salur, fyrst þegar maður kom inn þá sá maður borðtennisborð (svona alvöru ekki eins og við bjuggum til í 6.X) til vinstri var svo poolborð, lengst úti í enda voru fullt af grjónapokum í kringum foosballborð og svo var kista merkt á þá leið að hún innihéldi jóga og pilates áhöld. Já og vel á minnst þegar við biðum eftir að vera fylgt í salinn þá sáum við skilti þar sem var verið að vísa veginn að nuddstól og nuddbekk. Hverjum langar ekki að vinna á svona stað?

Þann 04 apríl, 2006 06:20, sagði Anonymous Nafnlaus...

Síðan er spurningin hvort einhver var að nýta sér þessi áhöld? Hefur ekki þetta fólk í google betra að gera heldur en að liggja í nuddstólum og éta poppkorn allan daginn???

 
Þann 04 apríl, 2006 20:32, sagði Blogger Valla...

HVERN langar Ragnheiður! Já og Google er ógeðslega flott :) Það er líka hægt að þvo þvottinn meðan maður er í vinnunni :)

 
Þann 04 apríl, 2006 22:32, sagði Blogger Albína...

Ætli þeim vanti ekki dýrabeinafornleifafræðinga í vinnu?

 
Þann 05 apríl, 2006 00:14, sagði Blogger Ragna...

Þetta var nú samt amk rétt í fyrirsögninni. Ef þið pælið samt í því, fyrirtækið er staðsett á Times Square, þar sem eru einar verðmætustu fasteignir í USA eru. Hvað ætli það kosti að hafa risastórt leikherbergi á þessari staðsetningu?

 
Þann 05 apríl, 2006 00:16, sagði Blogger Ragna...

Já og Albína - það er aldrei að vita nema þeir vilji ráða dýrabeinafornleifafræðinga í vinnu - þetta er nú einu sinni voða "easy-going" fyrirtæki.

 
Þann 05 apríl, 2006 07:04, sagði Anonymous Nafnlaus...

Svona til þess að láta þér líða enn betur með hitann í NY þá er ekta íslenskur snjóstormur hér í Reykjavík akkúrat núna. Brrr... langar ekki út!

 
Þann 05 apríl, 2006 21:26, sagði Blogger Ragna...

heldurðu að það hafi ekki bara snjóað hér í dag
allir voru furðulostnir en snjókoman varði nú ekki lengi enda var hitinn alveg ágætlega yfir frostmarki

 
Þann 06 apríl, 2006 13:50, sagði Anonymous Nafnlaus...

Vá, þannig að þetta er alheimsvandamál!!

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)