Ragna í New York

26. apríl 2006

Löggulíf

Random sögur úr daglega lífinu.
Er að labba yfir götu sé útundan mér svona bláan bíl. Lít aðeins upp og sé að maðurinn við stýrið er í lögregluskyrtu með skjöld í brjóstvasanum. Lít ennþá meira upp, því mér fannst þetta ekki vera löggubíll. Sem var rétt - bara venjulegur blár bíll. Löggan sér mig vera að skoða sig. Kallar hátt og glaðlega: "Have a really nice day!".
Er að kaupa mér í kvöldmatinn - svona staður þar sem maður getur fengið pizzusneiðar, salatskálar, hamborgara, pasta o.s.frv. 3 mismunandi löggubílar komu á meðan ég var þarna inni, allir að kaupa sér í svanginn líka. Einn reyndar þurfti að drífa sig í burtu - löggan var næstum búin að hlaupa út með salatskálina sína (án þess að borga)- uppgötvaði það samt um leið og skildi hana eftir hjá kassadömunni.

Það líður ekki sá dagur að ég sjái ekki amk svona 10 löggur og 5 slökkviliðsmenn. Slökkviliðið er reyndar í götunni hjá mér en oftast sér maður þá með hálfleiðindasvip kíkjandi út um gluggan með sírenuna á fullu.


Það má nú samt viðurkennast að ég er byrjuð að skilja þetta fát með karlmenn í einkennisbúningum...

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)