Börn og býli
Við höfðum farið í stóran og mikinn morgunmat (sunnudagsmorgunn) og ég að sjálfsögðu át yfir mig og þurfti að leggja mig aðeins. Ég lá sem sagt á rúminu og var eitthvað að hvíla mig þegar 6 ára dama kemur labbandi inn. Það fyrsta sem hún segir er eitthvað á þessa leið: "Hvenær ætlar þú að fá þér lítið barn í mallan?" (e. "When are you going to have a baby in your tummy?") Það fyrsta sem ég hugsa er "ég ætla rétt að vona að ég þurfi ekki að fara að útskýra fyrir henni hvernig það kemur til" en áður en ég get sagt eitthvað bætti hún við: "en ætli þú þurfir ekki að fá þér eiginmann fyrst" (e. "I guess you'd need a husband first though"). Hvað börnin læra nú til dags.
Annars fyrir þig Hákon. Það er að fara að opna nýr staður sem er á miðri leið á skrifstofuna mína. Eigandinn á víst að hafa e-a þekkingu á skandinavískri matargerð sem ég fagna svo sem alveg. (Af miðanum sem ég las kom held ég hvergi fram að hann væri skandinavískur sjálfur). Hvað ætli svo staðurinn heiti?
Haakan's Hall ;)