Ragna í New York

30. september 2008

Börn og býli

Ég fór með Meha að kíkja á fossana á laugardaginn. Þeir eru miklu flottari í myrkri verð ég að segja. Yfir kvöldmat rifjaðist upp fyrir mér skemmtilegt atvik daginn eftir 6 ára afmælið sem ég var í um daginn.
Við höfðum farið í stóran og mikinn morgunmat (sunnudagsmorgunn) og ég að sjálfsögðu át yfir mig og þurfti að leggja mig aðeins. Ég lá sem sagt á rúminu og var eitthvað að hvíla mig þegar 6 ára dama kemur labbandi inn. Það fyrsta sem hún segir er eitthvað á þessa leið: "Hvenær ætlar þú að fá þér lítið barn í mallan?" (e. "When are you going to have a baby in your tummy?") Það fyrsta sem ég hugsa er "ég ætla rétt að vona að ég þurfi ekki að fara að útskýra fyrir henni hvernig það kemur til" en áður en ég get sagt eitthvað bætti hún við: "en ætli þú þurfir ekki að fá þér eiginmann fyrst" (e. "I guess you'd need a husband first though"). Hvað börnin læra nú til dags.

Annars fyrir þig Hákon. Það er að fara að opna nýr staður sem er á miðri leið á skrifstofuna mína. Eigandinn á víst að hafa e-a þekkingu á skandinavískri matargerð sem ég fagna svo sem alveg. (Af miðanum sem ég las kom held ég hvergi fram að hann væri skandinavískur sjálfur). Hvað ætli svo staðurinn heiti?
Haakan's Hall ;)

29. september 2008

Blóðgjöf

Þessi póstur um blóðgjöf (á ensku) er nánast samhljóða síðustu reynslu minni. Nema ég gef sko blóð einu sinni á ári ;)

Hvað er annars í gangi með Glitni? Maður kíkir bara í sakleysi sínu á mbl.is núna um hádegisbilið (16 á íslenskum tíma) og þá er víst allt búið að vera vitlaust frá því í nótt. 

Þann 29 september, 2008 13:11, sagði Blogger Hákon...

Já segðu.
Forstjóri Glitnis sagði í viðtali fyrir viku síðan að það væru "engar líkur á þjóðnýtingu". Það er líka gaman að rifja upp orð ÓRG fyrir 3 árum síðan þar sem hann dásamaði íslensku útrásinu í hástert. Nú er þetta sama fólk búið að skilja eftir þau félög sem það kom nálægt í rjúkandi rústum. Ábyrgð anyone?

 
Þann 29 september, 2008 15:16, sagði Blogger Unknown...

Glitnir? Bara nefndu það ekki.

 
Viltu tjá þig?

27. september 2008

Hver var fyrsti varaforseti í USA sem var kosinn forseti USA?

Tími á póst. 
Ólafur Ragnar Grímsson kíkti í heimsókn á mánudaginn. Hann stóð sig bara mjög vel kallinn. Meira að segja ég verð að viðurkenna það. Allir "útlendingar" sem ég hef talað við og sáu hann voru mjög hrifnir. Hann kann þetta kallinn. Kíkti svo á kokteilboðið til heiðurs honum á eftir og svo með íslensku krökkunum á indverskan stað(inn).

Tók þátt í spurningakeppni á bar einum hér í nágrenninu (trivia night) svaka skemmtun en ég verð nú að viðurkenna að  ég hjálpaði nú ekki mikið til þó ég nátla viti svar og svar. Stundum er erfitt að vera ekki frá Bandaríkjunum og vita allar þessar gagnlausu innanlands staðreyndir. Annars fór ég á þetta með Meha og e-u liði úr spænskudeildinni hérna, mjög hresst lið og að ég held allir strákar á svæðinu að reyna við Meha. Haha. Annars er planið að kíkja aftur með Rachel í næstu viku. Þetta er nefnilega svo rosalega gaman og maður er svo mikill "team player" ;)

Annars er ég loksins að fara að kíkja á fossana hans Ólafs Elíassonar að kvöldi til. Langar að sjá hvort þeir skáni eitthvað lýstir upp :) Meha ætlar með mér og við ætlum að smakka á pomegranate margarítunni sem ég fann á stað þarna niður í South Street Seaport. Alveg sú besta sem ég hef smakkað í langan tíma (fyrir utan kannski á Bubba Gump - ekki spyrja hvað ég var að gera þar.)

Svo þarf ég að klára að þvo þvott og fara yfir heimadæmi þessa helgina. Af skólanum er það að frétta að ég er að verða alveg vitlaus yfir kúrsinum sem ég er TA í. Held ég hafi aldrei haft jafnlitla þolinmæði og það er orðið svo að þegar ég sé email frá nemendum þá kemst ég í vont skap og bara les þau ekki neitt (meðaltal 5 á dag giska ég á.) Ég samdi voðalangt bréf með reglum yfir heimadæmaskil eftir að hafa fengið ofan í kok af yfirgangi og tilætlunarsemi í þessum nemendum. Ég meina hefði e-m ykkar dottið í hug að fara á ráðstefnu og skila heimadæmum 5 dögum of seint og senda þau síðan í tölvupósti eftir að þið komuð heim og ætlast til þess að kennarinn þegi þunnu hljóði.

Þann 27 september, 2008 16:33, sagði Blogger Unknown...

Ragna mín það er greinilegt að þú ert búin að búa erlendis í töluverðan tíma og hefur misst samband við íslenska málfræði. ;)
Það er Ólafs en ekki Ólafar og svo þegir maður þunnu hljóði. :D Ég bara varð aðeins að leiðrétta, þú veist að ég er í fríi og hef engan að leiðrétta. :D
Kveðja; Kristín Á.

 
Þann 27 september, 2008 18:33, sagði Blogger Ragna...

Held það sýni meira hversu mikið ég var að flýta mér og að ég nenni ekki að lesa yfir póstana mína. Mér fannst einmitt þagi líta eitthvað skringilega út en pældi ekkert meira í því. Búin að leiðrétta sem sagt ;)

 
Þann 28 september, 2008 17:11, sagði Blogger Unknown...

Ég var nú ekkert að leiðrétta talmálið. :D

 
Þann 29 september, 2008 01:00, sagði Blogger Hákon...

Mér finnst íslenskan þín mjög góð!
Já stóð hann Óli sig vel?
Mér finnst hann oft halda góðar ræður en að sama skapi er ég ekki sérstaklega hrifinn af honum sem forseta.

 
Viltu tjá þig?

21. september 2008

Helgin

Er að jafna mig eftir helgina. Tók á móti þónokkrum Íslendingum á fimmtudagskvöldið og kíkti svo aðeins á djammið með þeim eftir það. Sleppti síðan að mæta í partí á föstudagskvöldið en laugardagurinn varð svo meiri en ég ætlaði. Eina planið var að fara í Íslendingagrill í Brooklyn og svo í afmæli hjá Karin meðleigjanda um kvöldið (heima hjá okkur.)  Ég mætti í grillið, fékk ss-pylsur með öllu, prins póló og íslenskan fána sleikjó. Albína hafði minnst á Mugison tónleika fyrr um daginn þ.a. ég ákvað bara að skella mér með. Við mættum því á Mugison og voru tónleikarnir alveg frábærir. Þar sem ég á ekki Mugiboogie þá keypti ég eintak á staðnum og fékk það áritað ;) 

Eftir tónleikana skildi ég við Albínu og Álfheiði og fór heim til að mæta í afmælið hjá Karin. Þá var nátla svakapartí í gangi - íbúðin full - og þakið og ég rétt náði að smakka allar þrjár afmælisterturnar. Þegar ég var nýbúin að klára kökuna þá sé ég allt í einu Ivor á staðnum. Ég hafði reyndar minnst á partíið við hann en var samt mjög hissa að sjá hann. Kom þá í ljós að hann þekkir Alice sem er nýflutt fyrir neðan og hún hafði sagt honum frá partíinu og þá fattaði hann að þetta var sama og ég sagði honum frá. Hann sem sagt mætti en var á leiðinni í annað partí hjá stjörnufræðidoktorsnema.  Það partí var í stjörnuskoðunarrýminu í eðlisfræðibyggingunni hérna á kampus. Þeir eru sem sagt með stjörnukíki á 15. hæð ofan þakinu (með svona hvelfingu ofan á.) Doktorsnemarnir hafa lykla og aðgang og fá víst að halda partí þarna. Algjör snilld og frábært útsýni. Vildi að ég hefði verið með myndavél. Fékk að kíkja á nýlegar vetrarbrautir og var mér bent á ýmis stjörnumerki.  Vildi að maður þekkti e-a í stjörnufræðinni betur... En já svo var frábært útsýni niður á midtown, sá meira að segja Empire State og aðeins í toppinn á crysler byggingunni, svo sást George Washington brúin mjög vel og Hudson áin og New Jersey bara hérna rétt við. Fór svo aftur í afmælið hjá Karin og var mikið skemmt sér langt fram á nótt.

Svo er það bara Ólafur Ragnar á morgun. Ætli hann nái að toppa helgina?

Þann 21 september, 2008 20:14, sagði Blogger Unknown...

Hver er Ivor?

 
Þann 21 september, 2008 21:05, sagði Blogger Ragna...

Já sorrý hef ég ekki minnst á hann áður? Hann er ári á eftir mér í deildinni, Íri, ágætisvinur minn. Á systur sem býr einmitt á Íslandi...

 
Þann 22 september, 2008 08:52, sagði Blogger Unknown...

Er hann saetur og skemmtilegur? :)

 
Þann 22 september, 2008 10:20, sagði Blogger Ragna...

Að sjálfsögðu Guðbjört, en bara til að koma í veg fyrir e-n misskilning þá er hann bara vinur minn.

 
Viltu tjá þig?

16. september 2008

Fór á fætur klukkan 9 í morgun!!!

Fór í 6 ára afmæli á laugardaginn var. 11 stelpur í fimleikabúningum hoppandi og skoppandi. Góð afmæliskaka. Fór svo í gegnum nammiskápinn hennar Siggu til að létta á honum vegna mubluflutninga sem stóðu fyrir. Mér var treyst í þetta ábyrgðafulla starf þar sem mín reynsla af íslensku nammi er löng. Held það hafi verið meira nammi þarna heldur en í meðalsjoppu á Íslandi. Ég náði að næla mér í góðgæti sem ég flutti til stórborgarinnar og er að hugsa um að leyfa Íslendingunum, sem ætla að kíkja í heimsókn til mín á fimmtudagskvöldið, að njóta með mér.

Vel á minnst ef þú ert Íslendingur í NYC og þér var ekki boðið til mín á fimmtudagskvöldið, þá ertu hjartanlega velkomin/n. Bara hafa samband.

Annars er planið að mæta á haustgrill Íslendingafélagsins í Prospect Park á laugardaginn og svo að hlusta á forseta vorn á mánudaginn. Vel á minnst þeir hjá Columbia voru svo góðir að bjóða okkur Íslendingunum sérstaklega að mæta og hlusta á forseta vor. Pæling hvort þeir séu eitthvað hræddir um mætinguna... 

Að lokum þar sem ég hitti varla vini eða kunningja
 án þess að sama spurningin komi ekki upp þá er komið ágætt svar við henni.


Þann 16 september, 2008 11:14, sagði Blogger beamia...

æjæjæ afsakið margfaldlega að ég er hér með svona leiðinlega athugasemd við fína færslu... en þetta stingur svo í augu mín:

kk.et.
nf. vor
þf. vorn
þgf. vorum
ef. vors

...hlusta á forseta vorn...

 
Þann 16 september, 2008 11:19, sagði Blogger Ragna...

takk Bjarnheiður mín ;) búin að laga...

 
Þann 16 september, 2008 14:12, sagði Blogger Unknown...

ehehehehehe, já þetta er óþægileg spurning, sérstaklega (í mínu tilfelli) þar sem það er bara hægt að vera bjartsýn þegar maður er ekki einu sinni komin með efni fyrir ritgerðina. he he. Hvað með þig annars, ertu búin að ákveða efnistök í ritgerðinni?

 
Þann 17 september, 2008 14:40, sagði Blogger Ragna...

þetta er allt að koma - getur googlað funcional data analysis, path analysis, effective connectivity og fmri og þá kannski færðu smá innsýn í efnið mitt ;) ekki að neitt sé komið ennþá

 
Þann 17 september, 2008 18:13, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ég get ekki stækkað myndasöguna þannig að ég veit ekki hvað stendur.
Annars bara verði þér að namminu og góða skemmtun í partýinu. :)
Ætli að það muni nokkuð um nokkra Íslendinga? Verður ekki troðið út úr dyrum þegar Óli forseti kemur og talar? :D
Kveðja; Kristín Á.

 
Þann 19 september, 2008 16:31, sagði Blogger Ragna...

prófaðu að hægrismella og velja að skoða myndina í öðrum glugga þá er hún stærri

 
Þann 21 september, 2008 09:49, sagði Anonymous Nafnlaus...

vá, mér líst bara þetta líka einstaklega vel á þessa myndasögu, hún lýsir ákkúrat algjörlega háskólalífinu mínu... ég bara verð að hengja hana fyrir ofan tölvuna í vinnunni til að sýna smá húmor fyrir lífinu ;-) bið að heilsa, Lára Innsbruck

 
Viltu tjá þig?

8. september 2008

Klauragdalsholl...

...er staður sem hljómsveitin mín í Rock band fær að spila á (eftir að við unnum okkur inn flugvél og gátum komist frá Bandaríkjunum.)

Go Stat Nerds Go!!!

Þann 09 september, 2008 05:21, sagði Blogger beamia...

já þetta er með því fyndnasta... http://www.flickr.com/photos/mblogtorfason/2754668918/ og svo líka þetta: http://bp2.blogger.com/_uQ2REFkMSkA/SIoXIgTYX_I/AAAAAAAAA2U/O-nr87P8b2w/s400-h/R%C3%B3m+001.JPG á búðarglugga í róm

 
Þann 09 september, 2008 16:41, sagði Anonymous Nafnlaus...

Jahá, frábær staðsetning hehehe. ;)
Kveðja; Kristín Ásta.

 
Þann 09 september, 2008 17:33, sagði Blogger Ragna...

já og svo er víst addressan á höllinni Austurstræti 31.
Er thad nokkud til?

 
Viltu tjá þig?

4. september 2008

Rokk og ról

Er búin að vera í NYC frá því á sunnudagskvöld. Flugið var ágætt en ég get ekki sagt það sama um shuttle-ið sem ég tók af vellinum. En já allt endaði nú samt ágætlega.

Það nýjasta í fréttum er að ég flutti í nýja skrifstofu og sem er miklu rýmri þrátt fyrir að við erum enn 5 í henni. Svo erum við með glugga líka með gott útsýni yfir á Riverside Church. Það munar um það að vita hvort það sé rigning eða sólskin, bjart eða dimmt.

Festi líka kaup á Rock band leiknum á þriðjudaginn. Rachel kom með mér og við drösluðum þessu til baka þessar fjórar götur sem þurfti að labba. Þeir sem ekki vita þá fer talsvert fyrir þessum leik þar sem það er einn gítar og trommusett innifalið í pakkanum (ásamt hljóðnema.) En þetta er ofsalega gaman :) Við Rachel og Mladen stofnuðum síðan band sem heitir Stat Nerds og ætlum við að ná heimsyfirráðum. Enn sem komið er erum við bara fræg í New York, Boston og Chicago en þar sem við unnum okkur inn þessa fínustu rútu þegar við hættum síðast þá held ég að frægðin bíði okkar bara ;) En já fínasti partíleikur, mjög erfitt að hætta.

Næst á dagskrá er svo bara skólinn. Stundataflan mín öll að koma til. Prófessorinn sem ég er að aðstoða er nýr og hinn nemandinn sem aðstoðar er líka ný þ.e. fyrsta árs doktorsnemi. Þ.a. ég fæ að vera reynsluboltinn í námskeiðinu, þ.e. ég er sú eina sem veit hvernig allt virkar hjá Columbia.

Svo voru að koma fréttir um það að 11. september verður fundur hér á kampus með John McCain og Barack Obama. Þetta verða ekki rökræður en samt víst einn af fáum fundum þar sem báðir taka þátt í fram að forsetakosninum. Eingöngu nemendur við skólann geta fengið miða til að mæta á fundinn og það verður víst lotterí sem maður þarf að skrá sig í á morgun. Veit ekki um neinn sem ætlar ekki að skrá sig :)

Svo kemur víst Ólafur Ragnar Grímsson í heimsókn 22. september og talar um Clean Energy and Human Capital: Iceland- The Laboratory
Small States in Global Development . Þannig að ég þarf að skrá mig fyrir þann fund líka. Þarf maður ekki að sjá forsetann sinn þegar hann kíkir í heimsókn í skólann manns.

Þann 06 september, 2008 10:12, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ekki spurning að fara og hitta Óla forseta. :)
Kveðja; Kristín Ásta.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)